Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 08.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ legast, Þorsteinn Kristjánsson og Þorgeir Jónsson. Ég efast um að hér hafi sést jafndrengilegir glímumenn á leikvelli í fjölda- mörg ár. Skal ég hér að eins geta um tvær glímur þeirra, sem mér eru minnistæðastar, máli minu til sönnunar. Þegar þeir tóku tökum Þor- geir og Pétur Bergsson, var svo að sjá, sem Þorgeir væri óhrædd- ur við keppinaut sinn. Pétur byrjaði þá sóknina og var eng- anveginn óhugsandi að hann legði Þorgeir. En afstaða glím- unnar breyttist þó bráðlega, Þor- geir hóf sóknina af kappi miklu og tók nú hvert bragðið öðru hviklegra. Pjetur gat með naum- indum losað sig úr brögðum hans og lá við falli svo að segja i hvert sinn. Hefði Þorgeir farið að glímumannasið og ýtt á eftir með höndunum, var vís bylta eftir hvert bragð. En Þorgeir lét þetta ekki um sig spyrjast en vann þó samt. Önnur glíma, sem sjerstaklega var eftirtektaverð, var í milli Þorsteins og Sigurðar Greips- sonar. Hvorugur vildi byrja sóknina. Sigurður neyddist þó til þess, en árangurslaust. Áður en nokkurn varði bregður Þor- steinn öfugri sniðglímu á lofti á keppinaut sinn og varpar hon- um á gólfið. Sigurður verst með því að koma niður á vinstri alnbogann, en liggur alveg við falli. — Þorsteinn hafði slept takinu á réttum tíma og stend- ur teinréttur yfir keppinaut sín- um, allir dáðust að drenglyndi hans. — Gliman heldur áfram. Sigurður borgar fyrir sig, leggur á Þorstein öfuga sniðglímu. Þor- steinn kemur niður á vinstri alnboga og liggur rétt við falli, en líkamsþungi Sigurðar réði úrslitunum. Flautuhljóðið gefur til kynna að glímunni sé lokið og keppendur ganga snúðugt í sæti sín. Ahorfandi. Kvikmyndahús Breta. I Bret- landi eru 4500 kvikmyndahús, og á ári eru »Biogestir« þar 1 075.875.000, en það er sama sem að hvert einasta manns- barn í iandinu fari í »Bio« einu sinni í hálfum mánuði. Borgin. Sjávnrföll. Síödegisháflæöur kl. 7,17. Árdegisháflæður kl. 7,40 i fyrramálið. Sölarnpprás kl. 2,25. Sólarlag kl. 10,38. Næturlæknir í nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Simi 1561. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Dönsk króna hækkar eun: í gær var útlend mynt skráð: Sterl. pd................ 26,25 Danskar kr................ 111,61 Norskar kr............... 97,99 Sænskar kr................ 144,92 Dollar kr................. 5,41»/« Dnnsleik heldur Stúdentafélagið í kvöld og hefst hann með átveizlu kl. 9. Skipafcrðir. Douro, aukaskip Sam- einaða kom í gær. Snarö, kolaskip til hf. Kol & Salt kom í gær. — Gull- foss kom í morgun. — Esja fer í hringferð í dag. — Goðafoss fór frá Akureyri í gær. Esjn á að fara héðan i dag kl. 2 og eru farþegar margir, eða um 200. Par á meðal Kristján Bergsson forseti Fiskifélags fslands og frú hans, Guðm. Björnson landlæknir, Björn Arnason cand. jur., Helgi Skúlason augnlæknir. Finskur mentamadur, lektor Kalle Sandetin, flytur erindi annaðkvöld um Finnland, finsku pjóðina, upp- runa hennar, tungu, bókmentir og listir. — Sandelin var einn af ræðu- mönnum á héraðsmótinu í Þjórsár- túni, eins og áður er sagt. títsvar Landsverslunar. Fyrir árið sem leið, var landsverslun gert að greiða 40 þús. kr. aukaútsvar hér. Greiddi hún fyrri helming þess, en neitaði að greiöa siöari helminginn og bar fyrir sig lög nr. 47, 4. júní 1924 um að opinberar stofnanir skuli ekki greiða útsvar eftir efn- um og ástæðum, heldur 5*/« af netto- ágóða sinura. Málinu var skotið til fógetaréttar og dæmdi hann Lands- verslun skylda að greiða alt útsvar- ið, því að »þegar útsvar það, sem hér nm ræðir var lagt á Lands- verslunina, var hún útsvarsskyld að lögum alt árið og útsvarið var lagt á hana í einu lagi fyrir alt ár- ið, en ekki helmingurinn fyrir fyrri helming þess og hinn heimingurinn fyrir siðari helming þess«. Franeonia, kemur hingað kl. 6 í kvöld, en farþegar munu þó ekki koma í land, fyr en á morgun. í kvöld kl. 8'/« fer söngflokkur héðan um borð. • Syngur þar blandaður HbacjBlað. J Arni Óla. Ritstjórn: j G Kr Guðmundsson. Af«-ðsla 1 Lækjartorg 2. skrii'stofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverö: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. kór karla og kvenna þrjú lög og karlakór K. F. U. M. nokkur lög. Nýja mjólknrbúð hefir Mjólkur- félag Reykjavikur opnað á Vestur- götu 54 og hafa þær Guðrún Guð- mundsdóttir og Louisa Ólafsdóttir, á Vesturgötu 12, tekið að sér um- sjón þeirrar útsölu. Pær hafa nú í 3 ár haft mjólkursölu og brauðsölu á Vesturgötu 12 og hefir salan tí- faldast á þeim tima. Tíðarfar. Norðanátt norðanlands og heldur kalt, 4—9 stig. Vestan og norðvestan átt sunnanlands og 10 —11 st. hiti. Er nú hinn langþreyði þurkur kominn og helzt vonandi eitthvað, því að útlit er fyrir vest- læga átt framvegis og þurí veður um land alt. Botnyörpnngnrnir. Gylfi kom af veiðum í gær með 42 tn. lifrar. í morgun komu: Ari, með 59 tn. og Karlsefni með 84 tn. Komu allir að vestan. Krossgátan. Réttar ráðningar á síðustu krossgátu, sendu aðeins 3 menn. Eftir blutkesti fær Jóhann Sigurjónsson, Laufásveg 17, verð- launin, 10 krónur. Ný krossgáta er i blaðinu í dag og þurfa ráðningar að vera koranar fyrir sunnudag. Fyrir rétta ráðningu eru veitt 10 kr. verðlaun, en komi fleiri en ein, ræður hlutkesti hver hreppir. Ráðningar verður að skrifa ó töfluna i blaöinu, annars eru þær ekki teknar gildar. Dön8kn stúdentasöngyararnir. Þeir sungu i Vesmannaeyjum i gær kl. 4 og var gerður góður rómur að söng þeirra þar. Hingað komu þeir i morgun kl. 8'og sungu »Ó, guð vors lands« á skipsfjöl um leið og Gullfoss lagðist að hafnarbakkanum. En móttökurnar fóru ekki fram fyr en kl. 91/*. í*á fagnaði karlakór K. F. U. M. þeim með »Sangerhilsen«, en Knud Zimsen borgarstjóri flutti ræðu og bauð söngvarana vel- komna, en karlakór K. F. U. M. söng »Der er et yndigt Land«. Einn þeirra stúdentanna hafði orð fyrir félögum sínum og þakkaöi móttökurnar. Bað hann menn að minnast þess, að þeir kæmu ekki hingað se#i ferðamenn heldur sem söngvarar og pílagrímar til hins

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.