Dagblað

Útgáva

Dagblað - 11.07.1925, Síða 2

Dagblað - 11.07.1925, Síða 2
2 DAGB LAÐ fjelags Reykjavíkur, en um fé- lag þetta mætti víst með réttu segja hið sama, er sagt er í grein- inni um skógræktarstöðina, að það »er ekki orðið nema svipur hjá fyrri sjón«. Formaðurinn, borgarstjórinn, er víst sá eini, sem ennþá veitir því máli at- hygli. Ég hef stungið upp á því, að setja þvergirðingu f dældina fyrir neðan brekkuna, og svo sá birkifræi og reynivið- arfræi í brekkuna, en nota hinn hluta svæðisins á annan hátt, eða selja hann. Að stofna nýtt trjáfélag í stór- um stíl, eða með öðrum orðum, að stofna skóg hér á landi með því að gróðursetja, má teljast óvinnandi verk vegna kostnaðar- ins, því fyrir skógtrje verður ?ð pæla upp 0.6 metra á dýpt og blanda hið upppælda lag áburði. Fyrir gróðursetningu runnateg- unda þyrfti að pæla upp rúm- lega skóílustungu á dýpt og bera á áburð. Hægt væri að gera þetta á tiltölulega stóru svæði, t. d. eins stóru og brekk- an í Rauðavatnsgirðingunni, með því að pæla upp í röðum 0.6 metra á breidd með 0.6 metra miliibili. Kæmi slíkt til mála, vildi ég mæla með að planta Caragana arborescens, (Síbiriskt baunatrje), sem getur orðið um 4 metra á hæð og vex fljóft. Þáð er hin harðgerðasta tegund, er hefir verið reynd hér, og einkar falieg með ljósgrænu laufi og gulum blómum. Rað má sjá það í garði ráðherra Jóns Magnússonar Hverfisgötu, f garð- inum í Aðalstræti og fl. st. Þannig mætti koma upp lagleg- um trjágróðri (kjarrgróðri) með hóflegum kostnaði. Ein hinna erlendu trjátegunda, síbirisk lerk, hefir þroskast sæmilega vel í óræktaðri mold í skóggræðslustöðinni við Grund í Eyjafirði, og orðin rúmlega 3. metra há á 20 árum. í gróðrar- stöðinni á Akureyri í ræktaðri mold er hún orðin rúmlega 4*/2 metra há á sama timabili. Vér höfum þó enga tryggingu fyrir því, að hún muni þroskast eins vel annarstaðar á landinu. Fá- einar lerkiplontur hafa verið í Rauðavatnsgirðingunni, en eru íyrir löngu dánar. Kofoed-Hansen. Npánarkouungi sýnt banatilrseöi. f mánuðinum sem leið, tóru þau konungshjónin spönsku með sérstakri lest frá Madríd til Barcelona. Á einun stað í Cate- lonía eru jarðgöng og rétt áður en lestina bar þar að, fundu varðmenn þar afarmikla sprengju og var henni þannig fyrir komið að kveikja mátti í henni með rafmagni langar leiðir frá. Er þaö talið vafalaust, að með þessu hafi átt að stytta konungs- hjónunum aldur, þá er lestin rendi inn í göngin. Sprengjan er 175 pund að þyngd og af sömu gerð eins og þær er flug- vélar nota. Fleiri tilræði voru þeim hjónum og sýnd meðan þau dvöldu í Barcelona, enda er það miðstöð uppreistarmanna á Spáni. En þau komust þó ósködd frá öllum þeim tilræðum. Það er annars merkilegt, að Alfons konungur skuli eigi hafa verið myrtur fyrir löngu, þvi að engum núlifandi þjóð- höfðingja hefir jafn oft verið sýnt banatilræði. En hann hefir tekið þessu öllu með hinni mestu rósemi sem sjálfsagðri »áhættu stöðu sinnar« og á hann safn af ýmsum munutn, sem standa í sambandi við þessar morðtil- raunir. í tyrsta sinn var honum sýnt banatilræði 18 mánaða gömlum. Var þá blandað eitri í mjólkur- flösku sem hann drakk af. Árið 1905 var hann á ferð í vagni um götur París ásamt Loubet forseta. Var þá varpað sprengikúlu á vagninn. Brotnaði hann og hestur, sem lifliðsfor- ingi Spánarkonungs reið, beið bana, en alvarlegri urðu afleið- ingarnar ekki. Árið 1906 kvæntist hann Enu prinsessu af Battenberg, og er þau komu akandi frá kirkj- unni, var sprengikúlu varpað að þeim. Báðir ökuhestarnir voru drepnir og vagninn brotnaði, en þau hjón sakaði ekki. Árið 1913 var skotið á konung og straukst kúlan við höfuð hans en meiddi hann ekki. í janúar 1917 var reint að valda járnbrautarslysi á lest IDagBlaÓ. j Arni Óla. Ritstjórn. j g. Kr. Guðmundsson. Afgrdðsial Lækjartorg 2. skrilstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuói. konungshjónánna skamt frá Gra- nada. í oktober sama ár var þeim Machado forseta í Portugal sýnt banatilræði í San Sebastían, en báðir sluppu ómeiddir. Árið 1918 var Alfons konungi og ýmum ráðherrum hans byrl- að eitthvert eitur. Veiktust þeir allir mikið, en batnaði þó aftur. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 8,50. Árdegisliáflæður kl. 9,15 í fyrramálið. Nætnrlæknir í nótt er Guðmundur Guðfinnsson, Hverfisgötu 35. Sími 644. Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki. Tungl síðasta kvartil kl. 8,34 e. h. á morgun. Messur á morgun. Dómkirkjan: Kl. 11, séra Friðrik Hallgrímsson, og aftur kl. 5. Fríkirkjan: Kl. 2, séra Árni Sig- urðsson. Lankakotskirkja: Kl. 9, hámessa (Engin siðdegisguðspjónusta). Tíðarfar. Hiti í morgun 8—13 stig, kaldast í ísafirði. Breytileg átt — sunnan stinningskaldi í Vestmanna- eyjum og Grindayik, annarsstaðar hægra veður og logn norðan og austan. í nótt var talsverð rigning víðasthvar á landinu. Úrkoman hér 6 mm. síðan í gærmorgun. í morg- un var og víða regn og mun hald- ast hér sunnanlands í dag og víðar. Síldarskipin eru nú flest farin norður. Undanfarna daga hafa far- ið: Þorsteinn, Svanur, Alden, Jón forseti o. fl. Nyja Bio sýndi í gærdag íslenzku kvikmyndina hans Lofts Guðmunds- sonar fyrir farþega á »Franconia«. Var sýningin allvel sótt og þótti þeim mikið til myndarinnar koma

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.