Dagblað - 25.07.1925, Qupperneq 1
Laugardag
25 júlí
1925.
I. árgangur.
144.
tölublað.
VIÐ heildarsýn á öllu því,
sem hér er skrifað og prent-
að, hlýtur maður strax að
reka augun í, hve sviplíkt það
er að ytra útliti, og hve fátt það
er, sem að nokkru leyti sker
úr í hugsun eða framsetningu.
Líklega er hér meira gefið,
út af blöðum, bókum og bæk-
lingum en í nokkru öðru landi,
miðað við fólksfjölda eða les-
endafjölda málsins. En mestalt’er
með sama málblæ og af svip-
aðri hugargerð.
það sem gerir kleifa þessa
miklu útgáfu prentaðs máls, er
fyrst og fremst bókhneigð og
lestrarfýsn fjöldans. En mjög
hefir þessi fróðleikslöngun og
lestrarþrá verið misnotuð, og um
leið stórspilt málsmekk, en þó
einkum dómgreind almennings.
Mesta sök á þessu eiga hinir
sjálfkjörnu forsjármenn fólksins
í bókmentum, með því oflofi og
rangdæmi um flest alt, sem út
er gefið, jafnvel þótt það sé af
lélegustu tegund. Einhverjir, sem
tillit er tekið til, verða altaf til
þess að fara lofsamlegum orð-
um um nýjar bækur, þótt ekk-
ert sé í þær varið. Því um sum-
ar er svo, að þær eru jafnvel
ekki verðar pappírsins, sem í
þær fer, og væru bezt fallnar til
umbúða um smávörur og sjálf-
dæmdar til haldgóðrar gleymsku.
Hér þykjast allir vera skáld,
sem geta nokkurn veginn flat-
rímað almennustu hugsanir. Og
þessi »smáskáld« virðast telja
það fyrsta skilyrði fyrir tíman-
legci og andlegri velferð sinni,
að geta komið afurðum sínum
út á prenti. Og altaf verða ein-
hverjir til að fara lofsamlegum
orðum um þessa »innlendu
framleiðslu.«
Alveg sama má segja um
sagnagerðina og þau svonefndu
skáld, sem að henni vinna. Á
því sviði geta menn jafnvel
orðið »stórskáld« ef þeir hafa
úthald og efni til að segja sömu
söguna nógu oft.
Auðvitað eru hér virðingar-
verðar undantekningar en þeirra
gætir svo lítið í ofmergð meðal-
menskunnar og vantar llka þá
afburðamensku sem þarf, til að
vera einir um athygli fjöldans,
í þessu sambandi verður ekki
komist hjá því að minnast á
erlenda sagnaruslið sem alstaðar
veður uppi og á mikinn þátt í
þvi ástandi sem ritmenskan og
bóksmekkur almennings er kom-
in í. »Rómanar« af lélegustu
gerð eru jafnvel meira lesnir
en skáldrit viðurkendra góðhöf-
unda og erlend úrvalsrit liggja
óseld hjá bóksölunum þega^r
»seriu«-útgáfur atvinnuhöfunda
eru fyrir löngu uppseldar.
Hér er vert að minnast á til-
lögu Guðmundar Hagalíns um
að tolleggja erlendar bækur, sem
inn eru fluttar, eftir ákveðnum
skattstiga, þannig að úrvalsritin
séu tollfrjáls, en af þeim lélegustu
sé greiddur jafn hár tollur og
frumverð þeirra er. Sumar þjóð-
ir hafa farið þessa leið og gefist
vel, og þessi tillaga G. H. er
fyllilega þess verð að henni sé
gaumur gefinn.
Regar andleysið og ýmislegur
afstyrmisháttur skipar öndvegið,
þá er illa komið og mikil þörf
umbóta. Hér verða okkar beztu
menn að ríða á vaðið og taka
að sér þá forystu sem um mun-
ar. Verður að halda áfram þótt
illa horfist á um árangur í upp-
hafi. Og þeirri framsókn má
ekki linna fyr en öll ritmenska
vor er búin að fá betri heildar-
svip en nú hefir hún og að ugg-
laust sé, að hann geti haldist til
frambúðar með vaxandi þjóðar-
þroska og skírum merkjalímjm
milli lítilmensku og manndáðar.
-m. -n.
r
Snmartími. í dag verður búðum
hér i bænum lokað kl. 4, og síðan
á sama tima á lfiugardögum fram
til ágústloka.
Síldaríréttir.
Sigluíirði 24 júli.
Seagull hefir komið með 256
mál sildar. »Eir« frá ísafirði er
nú hæst með 900 tunnur.
Töluverð síld i nótt.
Kirkj nstuldnr.
Fregnir hafa borist um það
hingað, að stolið hafi verið dýr-
gripum frá páfanum úr höll
hans, Vatikan, en þetta er ekki
rétt. Þjófnaðurinn var framinn
í St. Péturskirkjunni, og þaðan
stolið ýmsum merkilegum dýr-
pripum.
Lögreglan fékk þegar grun á
manni nokkrum, sem hafði ver-
ið þar daglegur gestur meðan
pilagrímarnir voru þar, og komst
lögreglan að þvi, að þessi mað-
ur var skósmiður og átti heima
þar í borginni. Einn lögreglu-
þjónn kom sér í kynni við hann
og þóttist vera Bandaríkjamað-
ur, kominn til Róm í verslunar-
erindum. Urðu þeir brátt góðir
vinir, og trúði skósmiðurinn
honum fyrii því, að hann ætti
von á ýmsum dýrgripum frá
París. Væri þeir að vísu stolnir,
en þeir mundu fást fyrir gott
verð. Nokkru síðar sýndi hann
svo lögregluþjóninum gripina,
og þekti hann, að það voru
gripir þeir, sem stolið var úr '
kirkjunni. Var nú skóarinn
gripinn, og hafðist upp á öllu,
sem hann hafði stolið.
Varð syo mikill fögnuður út
af þessu í Róm, að lofgjörðar-
messa fór fram í St. Péturs-
kirkjunni næsta sunnudag út af
því að allir gripirnir skyldi vera
heimtir.
Dýrgripir þeir, sem stolið var,
voru metnir 80,000 sterlings-
punda virði, og á meðal þeirra
var hinn heilagi hringur, sem