Dagblað

Tölublað

Dagblað - 30.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 30.07.1925, Blaðsíða 1
Fimiadag 30. júli 1925. I. árgangur. 148. tölublað. HÉR í blaðinu var minst á það fyrir skenistu, hvílíkt ólag það væri, að vér skul- um árlega lcaupa frá útlöndum ósköpin öll af vörum, sem vér eigum sjálfir að framleiða i landinu sjálfu. Var þar minst á ýinsar vörutegundir og gelið um hve mikið fluttist af þeim hing- að árið 1922. Var það ár tekið af ásetlu ráði, því að innflutn- ingshöft versnuðu eftir það og minkaði þá innflutningur eitt- hvað á ýmsum varningi, sem bannaöur var, svo sem niður- soðnum vörum. Ein vörutegund, sem minst var á, skal hér gerð aö sér- stöku umtalsefni, vegna þess að hún er alveg sérstök í sinni röð. Það er hey. Frá landnámstíð hefir þessi þjóð mestmegnis lifað á land- búnaði, og hefir öll velmegun hennar bygst á jarðrækt. í þús- und ár höfum vér nú verið að rækta landið, og í þúsund ár hafa íslenzkir bændur altaf haft nægar slægjur á óræktuðu landi. Enn þann dag í dag eru óþrjótandi slægjur í landinu, og mikill hluti þeirra kulnar út ár- lega. Er það þá ekki hörmulegt að vita til þess, að íslendingar skuli þurfa að kaupa hey frá útlöndum til þess að halda lífi i þeim skepnum, sem þeir eiga? Fyrir nokkrum árum hefði það verið talin heimska, að flytja hingað útlent hey til skepnufóðurs, en nú er sá sið- ur kominn á, og með hverju ári eykst innflutningur á þvf. Árið 1922 nam innílutningurinn 173.538 kg., eða rúmlega 2000 hestum. Síðan hefir þessi inn- flutningur stórum aukist. Öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera það ljóst, að ís- lenzkur landbúnaður getur ekki þrifist á því að sækja heyskap til útlanda. En þótt mikill hluti af þessu útlenda heyi fari til kauptúnanna, sem engan hey- skap hafa, þá er það þó engin afsökun. Það á að vera svo mikill heyskapur í Iandinu sjálfu, að hann nægi til fóðurs öllu því kvikfé, sem er á landinu. Bænd- ur eiga að selja kaupstaðabúum hey eins og þeir þurfa, og samt eiga þeir sjálfir að hafa svo mikil hey, að engin hætta sé á heyskorti. Þetta er lafhægt. Hið eina, sem getur afsakað það, að hey sé flutt hingað frá út- löndum, er harðæri og yfirvof- andi heyskortur á vori. En það er aðeins neyðarúrræði, sem ekki má grípa til nema í ýtr- ustu nauðsyn. Fyrir kvikfénað hér er inn- lent hey miklu hollara heldur en útlent. það er og kjarnmeira, sé það vel verkað. það á líka að verða ódýiara heldur en út- lent hey. En svo kemur það atriði þessa máls, sem er allra var- hugaverðast. Með útlendu heyi geta íluzt hingaö húsdýrasjúk- dómar, svo sem munn- og klaufnasýki, sem er algeng er- Iendis, en ekki til hér á landi. Er það því beinlínis stórhættu- legt fyrir íslendinga að flytja hingað erlent hey, og óvíst hvort landbúnaðurinn biði þess nokkru sinni bætur, ef þessi kvikfjár- sýki bærist hingað. Hún gæti orðið landlæg áður en menn vissu hót af. Víasja. Innlent baðlyf. Atvinnumálaráðuneytið hefir löggilt til sauðfjárbaðana á næsta vetri kreolinbaðlyf, sem búið er til hér undir eftirliti dýralæknis og efnarannsóknarstofu ríkisins. Verður Landsverzlun látin ann- ast sölu baðlyfsins, og er talið að það verði svo ódýrt í heil- um tunnuin, að eigi kosti nema um 1 krónu bað í 14—15 kind- ur. Ráðleggur atvinnumálaráð- herra bændum að hafa sam- vinnufélagskap um kaup á bað- lyfinu, svo að það geti orðið þeim sem ódýrast, og bendir á að heppilegt sé, að hreppsnefnd- ir kaupi birgðir, hver fyrir sinn hrepp. • Grettir Algarsson, íslenzki norðurfarinn, er kominn lil Spitzbergen á skipinu »ís- land«. Fer hann þaðan sleða- ferð norður og austur heim- skautsísinn, eics langt og kom- ist verður. Skipið á að sigla austur með ísbrúninni, og er ekki væntanlegt aftur til Spilz- bergen fyr en eftir rúman mán- uð. — Það sr talið, að ísalögin séu með bezta móti í sumar fyrir slika rannsóknarför sem þessa. Halldór Hermannsson prófessor tekur við forslöðu safns Árna Magnússonar í Kaup- mannahöfn hinn 1. næsta mán. Hefir danska fræðslumálaráðu- neytið veitt stöðuna, og gildir veitingin frá 1. júlí. „Móðurást“. Listaverk Ninn Sæmundsen athjúpað í gær. Eins og menn muna fékk ung- frú Nina Sæmundsen listaverk sitt »Móðurást« tekið á listasýn- ingu f París og þótti Listvina- félaginu hér svo mikið til þess koma, að það afréð að reyna að fá eirmynd af listaverkinu. Sótti það um styrk til þingsins til þess að kaupa þá mynd, — helming kostnaðar — og veitti þingið á fjárlögum fyrir 1926 einn fjórða kostnaðar, og mun að sjálfsögðu leggja fram annan fjórða hluta á næstu fjárlögum. En helming kostnaðar verður Listvinafélagið að leggja fram,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.