Dagblað - 01.08.1925, Qupperneq 2
2
DAGB LAÐ
óhreinsuðu gulli og silfri, nær
miljón dollara virði af gull-
stykkjum og átta tunnnr fullar
af 20 dollara gullpeningum.
Aðalfarmur skipsins var ma-
hogni-viður og er talið að hann
muni ekki hafa skemst neitt,
þótt hann hafi legið svo lengi í
sjó. Enn fremur 2000 ámur af
Baccardyrommi frá Cuba og
geisimikið af óhreinsuðum kopar.
Merida liggur á sjávarbotni
40 mílur frá Hog Island. Er
óvíða í Atlanzhafi jafn úfinn
sjór og þar, því að á,þeim slóð-
um slær saman Chesapeak-
straumnum og Golfstraumnum.
Sjávarbotninn er sendinn og
skola straumarnir sandinum alla-
vega og er talið líklegt að Merida
hafi oft verið sandorpin og þess
vegna hafi gengið svo illa að
finna skipið áður.
Hneykslismál
í Pýzkalandi,
Réttarfar Prússa fordæmt.
Fyrir skemstu andaðist dr.
Hoefle, fyrverandi ráðherra, i
prússneska ríkisfangelsinu í Ber-
Hn. Hafði hann verið tekinn
fastur fyrir fjársvik. En dauði
hans hefir orðið til þess að
uppi hefir orðið fjöður og fit
um alt Þýzkaland, til þess að
fordæma hið prússneska réttar-
far, því að sagt er, að fangelsis-
vistin hafi drepið Hoefle. Flest
blöðin hafa verið full gremju
út af þessu, og prússneska þing-
ið hefir skipaö sérstaka rann-
sóknarnefnd í málið. Greiddu
ihaldsmenn meira að segja at-
kvæði með skipun nefndarinnar.
— Vitni þau, sem rannsóknar-
nefndin hefir látið kalla, eru á
einu máli um það að fordæma
hegningarstofnanir Prússa. Pann-
ig sagði t. d. Hermann Múller,
fyrverandi utanríkisráðherra, að
meðferðið á þeim, er lentu í
greipum prússneska dómsvalds-
ins, væri þannig, að þeir yrði
aldrei framar að mönnum. »Að
vísu eru þeir ekki píndir með
glóandi töngum, en það er beitt
enn verri piningaraðferðum gagn-
vart sálarlífi þeirrav, mælti hann.
Dr. Hoefle var lasinn, þá er
hann var hneptur í varðhald,
og er fullyrt, að það hafi flýtt
fyrir dauða hans, að hann fekk
eigi fullnægjandi læknishjálp, og
að illa og ódrengilega hafi verið
farið með hann. Blöðin benda
á, að als þannig sé farið með
fyrverandi ráðherra — ekki einu
sinni ráðherra úr flokki jafnað-
armanna, því að Hoefle var mið-
flokksmaður — hvers megi þá
vænta um meðferð á Pétri og
Páli, sem lendi í klónum á
prússnesku yfirvöldunum.
Borgin.
Sjávarföll. Siðdegisháílæður kl.
3,8. Ardegisháflæður kl. 3.40 í nótt.
Næturlæknir Konráð R. Konráðs-
son, Pingholtsstræti 21, simi 575.
Aðra nótt Daniel Fjeldsted Lauga-
veg 38. Simi 1561.
NæturTÖrður í Reykjavíkur Apó-
teki.
Tíðarfar.Norðlæg átt var um land
alt í morgun, en hvergi hvass og
alstaðar heiðskírt. Heitast var í
Hornafirði, 12 stig, víöast annar-
staðar 10—11 stig.
í Kaupmannahöfn var 14 stiga
hiti, i Angmagsaiik og á Jan Mayn
voru 4 stig. Loftvægislægð var yfir
Skandinavíu. Spáð er hægri norð-
lægri átt og þurviöri á Suöurlandi.
Messur á morgun. Dómkirkjan kl.
11 sira Friðrik Hallgrímsson.
Landakotskirkja. Kl. 9. Hámessa.
(Engin siðdegismessa).
Lækuarnir Jón Hj. Sigurðsson og
Mathías Einarsson verða báðir fjar-
verandi um þriggja vikna tima. Pró-
fessor Sæm Bjarnhéðinsson gegnir
störfum fyrir Jón á meðan, en
Ólafur Jónsson fyrir Matthias.
fley er nú byrjað að flytja til bæ-
arins. Komu tveir bátsfarmar at
töðu frá Akranesi núna í vikunni.
Er lítil eftirspurn að heyi ennþá
ðg seldist þessi taða mjög treglega
og fyrir lágt verð.
Brauðsölubúðlr verða aðeins opn-
ar til kl. 11 á morgun vegna frí-
dags verslunarmaDna. Ætti fólk að
hyggja aö þvi i tíma.
Suðurland fór til Borgarness í
morgun með fjölda farþega. Par á
meðal var Jón Leifs hljómlistar-
fræðingur og Annie Kona hans.
Fara þau siðan gangandi upp Borg-
$)ag6laö.
Arni óla.
Ritstjórn: G. Kr. Guðmundsson.
Afgreiðsla L!ekjartorg 2.
skrii'stofa Sími 744.
Rjtstjórn til viðlals kl. 1—3 siðd.
Prentsmiðjan Gutenberg hf.
Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm.
Blaðverð: 10 aura eint.
Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði.
Anglýslngum í Dng-
lilaðið má skila í prentsmiðj-
una Gutenberg eða á afgreiðsln
blaðsins. Sími 744.
BQT Rakarnstofa Einars J.
Jónssonar er á Laugaveg 20 B
Inngangur frá Klapparstíg.
arfjörð og norður í Húnavatnssýslu.
Ætlar Jón að kynna sér íslenzk
kvæðalög og alþýðusöngva, sem
hann hyggur að lielzt sé að flnna
meðal almennigs i sveitunum. Ætlar
hann að skrifa niður lögin eins og
hann heyrir þau sungin.
Búðum verður lokað kl. í 4 dag
og á mánudaginn verða allar verzl-
anir lokaðar allan daginn vegna
þess að frídag verzlunarm. (2. ág.)
ber að þessu sinni upp á sunnud.
Eldur kviknaði i gær í trésmiða-
verkstæði Kristins Jónssonar vagna-
smiðs. Var slökkviliðið kvatt til
hjálpar og brá það fljótt við að
vanda. Var eldurinn slöktur áður
en teljandi skemdir urðu að.
Stórhýsi S. D. Aðventista var reist
P^ær. Er það stórt og myndarlegt
hús og á að verða mjög vandaö að
öllum frágangi.
Clementina kom inn til Pingeyrar
í gær með um 100 tn lifrar.
SjÓTátryggingarfélag íslands hefir
nýskeð aukið starfsvið sitt með því
aö taka aö sér allskonar bruna-
tryggingar eins og auglýst heflr verið.
Axel Tulinius hefir veitt félaginu
forstöðu frá stonfun þess og sýnt
mikinn áhuga i starfi sínu.
Hefir felagið dafnað vel undir
stjórn hans og er nú orðið mjög
öflugt tryggingarfélag. Tulinius Hef-
ir einnig annnast brunaryggingar
fyrir »Nordisk Brandforsikring« en
lét af því starfi 1. júlí s. 1. þegar
brunatryggingardeild Sjóvátrygg-
ingarfélagsins tók til starfa, svo að
hann geti eingöngu unniö aö við-
gangi þessa innlenda félags.