Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 10.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 um sagður mikill snillingur í sinni list, enda verið valinn til þyngstu hlutverka þar í landi. Fá menn tækifæri til að dæma um þá félaga af eigin heyrn, því að annað kvöld halda þeir konsert í Nýja-Bíó — Héðan hyggja þeir að fara landveg norður á Akureyri og tekur hr. Schmidt-Reinecke þar skiþ til út- landa, en hr. Haeser kemur vænt- anlega hingað aftur og tekur hér skip. Bifreiðin R E. 81 rann aftur á bak fram af hafnarbakkanum á laugar- dágskvöldið. Hásjávað var svo fallið varð þess vegna minna, en samt mun bifreiðin hafa skemst töluvert. Einn maður var í henni og komst hann óskemdur undan. íþróttamót liorgflrðinga fór fram i gær. Fjöldi fólks var þar saman komin, bæði héðan úr bænum, en þó einkum úr héraðinu. Ýmsar íþróttir voru háðar og einnig kapp- reiðar. Dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörður, hélt snjalla ræðu og einnig talaði þar Brynjólfur Bjarnason frá Pverá. Veður var ágætt allan daginn og skemti fólkið sér vel. Jón Þorsteinsson leikfimiskennari hyrjar aftur leikfimiskenslu á morgun, en skólinn hefir legið niðri í sumar vegna fjarveru Jóns. Upp að Bnldnrshnga fór margt fólk í gær i bifreiðum frá Vörubílastöö / I IIEKLA POLO Fæst alstaðar. Reykjavíkur. Veðrið var ágætt og menn skemtu sér eftir föngum. Fátt af fólkinu fór suður í Rauðhóla, en þvi fleira inn í Skógræðslustöðina við Rauðavatn. Hafði borgarstjóri leyft umferð þar um, en hann mun vera formaður félags þess sem á skógræðslustöðina. Hefir leyfið senni- lega verið auðsótt, því umferð fólks ætti ekki að gera þar meiri skaða, en kýrnar sem þar eru inni að staðaldri. # Trúlofuð eru Helga Björnsdóttir (skipstjóra í Mýrarhúsum) og Stefán Jóh. Stefánsson lögfræðingur og bæjarfulltrúi. „Ponrquoi-pas“ virðist í fljótu bragði einkennilegt nafn á skipi, það þýðir »Hví = hversvegna ekki«, en við nánari athugun er þetta ekki illa tilfundið nafn á rannsóknarskipi. Prentvillupúkinn var að leika sér að þessu nafni á laugardaginn, á nokkrum stöðum í greininni um fyrirlestur dr. Charcots. Úr ýmsum áttum. Opinberir starfsmenn í Nor- egi hafa lengi kvartað yfir þvi að laun þeirra væru óhæfilega lág. Nýlega fór nefnd frá starfs- mannafélaginu til forseta Stór- þingsins til að skýra málið fyrir þeim. Bentu þeir meðal annars á það, að nú orðið stæðu mörg opinber störf auð, vegna þess að ekki fást hæfir menn til að sækja um þau. Sumartími. Nú þykir ekki lengur nægja að ákveða vinnu- tíma við ýmsa atvinnu, með lög- um, eða flýta ldukkunni vissan hluta ársins. — Undanfarin misseri hafa Bretar háð harða baráttu sín á milli um það, hver teljast skuli hinn rétti sum- artími, og hefir Neðri málstofan nýlega samþykt ákvæði um, að ár hvert skuli sumar talið frá þriðja sunnudegi í april til fyrsta sunnudags í október. — Má því heita að þetta sé orðið þar að lögum. Sonnr jórnbrnntakóiigsins. var veitt eftirtekt. Hann varð nú upp með sér og reyndi að einbeita allri hugsun sinni að stúlkunni, sem hafði unnið hjarta hans og hug. En hún virtist vera óvinnandi og forðaðist að láta sjá sig. Hann hóf nú aftur göngu sína fram og aftur um stéttina, þótt að hann með því vekti eftirtekt margra. Hann var loks orðinn svo dauðuppgefinn, að honum lá við að tylla sér uiður á stéttina, en kom til hugar að slíkt úr- ræði myndi ósamrýmanlegt rómantisku biðils- ástandi sínu. Hann sór þess þá dýran eið, að ef sá væri landssiður að biðill ætti að gerast athlægi allra í grendinni, þá skyldi hann einnig verða það svo um -munaði. Hann fekk eigi varist þeirri hugsun, að hin unga mær væri e. t. v. að gera gis að sér, fyrir alla frammistöðuna, eins og háðfuglum er títt. Þrátt fyrir alt var hann staðráðinn í að halda áfram uppteknum hætti út vikuna, þótt bjána- legur væri, en freista þá annars, ef þetta reyndist árangurslaust. Síðar um kvöldið hoppaöi í hon- utn hjartað, því hann sá á vasaklút er blakað \ar fyrir innan gluggan. Hélt hann nú glaðari 1 bragði heimleiðis. Kvöld eftir kvöld vann hann kappsamlega að takmarki sinu, og var nú farinn að þekkja hvern slein og hverja smárifu i múrvegg hússins nr. 89 við Avenida Norte. Stundum sá hann á nef og augu og þóttist heyra andvarp bak við gluggatjaldið við þriðja glugga frá horninu, En er sunnudagurinn rann upp, var hann orðinn þrautuppgefinn á aðferð þessari. Tók hann samt Allan með sjer og lagði timanlega upp. — Ég ætla að stöðva hana, er hún fer til kirkju, mælti hann og virtist vonbetri. Ég verð að fá einhvern botn í þessu. — Ætlið þér að ávarpa hana á götunni? spurði Allan. — Já, fari ég annars norður og niður. Og ef hún tekur sprettinn, þá verður þú að elta hana Ó, hvílík unum að vera ásthrifinn! — fað er sjálfsagt herra minn. — Hún er fegurðin sjálf, Allan. — Yndisleg herra! Og augun, eins og blek- klessur, eins og — — — Var hún í léreftskjól þegar þú sást hana? — Já, já, svaraði sveinninn svarti. Mér hefir ekki missýnst. Hún var í rauðum kjól. — Nei, þar skjátlast þér, hann var blár. — Já, einhvern veginn rauðblár. — Og hún var lítil? — Miklu fremur dökk, sýndist mér. — Ég átti við, hvort hún væri litil vexti.? — Ó, það er sú rétta, þetta er afskaplega gaman, finst yður ekki?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.