Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 07.09.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 7. september 1925. WagBíaé I. árgangur. 180. tölublað. HÆGRA er að binda en leysa! Hvergi hefir þetta betur á- sannast en að því er Spán- arsamningana frægu snertir og framkvæmd þeirra hér á landi. Bindindismenn höfðu um langan aldur barist ótrauðri bar- áttu fyrir útrýmis áfengis úr landinu, og fengið í lið með sér marga af beztu mönnum þjóð- arinnar, sem annaðhvort gerð- ust bindindismenn af heilum hug eða voru stefnunni hlyntir. Áttu sumir þeirra blaðkost víðlesinu, svo sem var um Björn Jónsson ritstj. ísafoldar og síð- ar ráðherra, sem bar þetta mál fram með því að hann taldi það mannúðarmál í fylsta skiln- 'ogi, en það er alkunna, hve drjúgan skerf hann lagði til þeirra mála yfirleitt, sem hann taldi miða til sannra þjóðþrifa. Svo var og um ýrnsa aðra leið- a°di menn án tillits til hverri stjórnmálastefnu þeir fylgdu. Er það kunnara en frá þurfi að segja, að bindindismálið fór sigurför um landið og sala á- fengra drykkja var takmörkuð að miklum mun. Var þar að unnið kappsamlega af bindind- ismönnum með öflugri aðstoð hins opinbera og viturlegum lögum og samþyktum. En með Wí að stefnan var: alger út- *ýming áfengra drykkja úr land- iö«, rak að því að leitað yrði atkvæði kjósenda um það mál, °8 fór sú atkvæðagreiðsla svo Seui öllum er kunnugt. ^á um það lengi deila hvort ÐaGuið hafi komið of fljótt, og nvort ekki hefði verið skynsam- ara» að vinna að víðtækara bindindi i landinu áður. Ur því sem komið var með samþykt bannlaganna, var það bein skylda löggjafa þjóðarinn- ar og valdsmanna yfirleitt, að Vlgja framkvæmd þeirra með 0tldi og egg, þar til yfirlauk 05 það, hvort hægt væri með ?essum hætti að leiða þjóðina Q & braut siðgæðis og bind- indissemi. — Bindindismenn — og þá einkum frumherjar banns- ins, templarar, — þóttust nú hafa komið svo málum sínum. að þeir gætu farið að sinna mannúðarstarfsemi á öðrum svæðum. Enginn efi getur á því leikið að framkvæmd bannlaganna mishepnaðist þegar í upphafi, sakir linar sóknar þeirra, sem laganna áttu að gæta og eins vegna samtakaleysis og sókn- deygju bannmanna. Kom þetta ljósast fram, er Spánarsamning- arnir voru á ferðinni. Alt sem unnið hafði verið að árum saman var nú brotið í einu höggi. Spánarvín flýtur nú í striðum straumum um landið, einkum í kaupstöðum. Alvarlega hugsandi mönnum er farið að skiljast að til vandræða horfir með ósómann. Þarf því ekki getum að þvi að leiða, hvers vegna Dagblaðið hefir tekið þetta mikilvægasta siðferðismál þjóð- arinnar upp á stefnuskrá sina. Peir sem kunnugir eru ritstjóra blaðsins þurfa þess ekki. öll stefna blaðsins hefir frá upphafi hnigið i þá átt að benda á og víta það sem miður fer i lífi þjóðar vorrar og þá einkum í bæjarlífi Reykjavíkur og hvetja þar til rækilegra umbóta. Verður þá ekki gengið fram hjá því málinu, sem hefir bæt- andi áhrif á siðgæði þjóðarinnar og gerir hana hæfari til allra framkvæmda. Fundið — kannað. Klipt — skorið. fijörgnnarskipið Geir helir verið kvatt héðan skyndilega og fer það í dag áleiöis til Danmerkur. Ósagt skal látið hvort burtför skipsins er í sambandi við synjun bæjarstjórnar um eftirgjöf útsvarsins en eins og er um i fréttum frá siðustu bæjar- stjórnarfundi hafði félagið hótað að taka Geir héðan strax ef beiðni þess yrði neitað. Svo virðist sem nokkur hár- togunarbragur sá orðinn á deilu okkar háttv. sendiherra Dana út af »landfundar-málinu«, og mun tæplega ástæða til að hætta sér langt út á þau öræfi. — Frá minni hálfu hefir aðalatriðið ver- ið frá upphafi, að hér geti alls ekki verið um landfund að ræða, heldur að eins um Jcönnun eða rannsókn, ef þvf er að skifta, þar eð þetta »ókunna« land sendiherrans sé kunnugt áður, a. m. k. frá ferðum Thorodd- sens fyrir 30—40 árum siðan, þótt eigi hafi það verið vísinda- lega kannað. Þessu hefi eg hald- ið fram nægilega skýrt i báðum greinum mínum. — Háítv. sendi- herra Dana heldur sýnilega enn uppi vörn fyrir símfréttina um landfundinn og færir afar ein- kennileg rök að þvi, að svæði það, sem hér er um að ræða, sé »mönnum ókunnugU. Og þó viðurkennir hann, að í*orv. Thoroddsen »og að eins hann« (?) hafi athugað þetta svæði »úr nokkuri fjarlægð«, eins og eg hefi bent á, en neitar hinu, er eg einnig skýrði frá og segir: „ Vegna þess (þ. e. að Th. hefir athugað svæðið!) hefir Þorvald- ur álls ekki getað lýst svœðinu, og hefir heldur ekki sagt það". — Mun mörgum virðast þetta allmerkileg rökfærsla. — Er með þessu fyllilega gefið í skyn, að eg hafi farið með ósatt mál, er eg taldi Th. hafa lýst þessu svæði! — Vil eg eigi þrátta frekar við háttv. sendiherra Dana um þetta atriði, heldur láta umsögn Thoroddsens sjálfs skera úr málum, og legg það svo undir dóm almennings, hvor okkar hafi á réttu að standa. Þeir sem fylgt hafa þessari deilu vorri með athygli, — og þeir eru margir — geri svo vel

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.