Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 07.09.1925, Side 2

Dagblað - 07.09.1925, Side 2
2 DAGBLAÐ að hafa íslandskort við hend- ina, t. d. Dan. Bruuns, er þeir lesa grein þessa. »Ókunna« land- ið er lági þríhyrningurinn: Botna- ver (Tungnárbotnar), lllugaver, VonarsJcard. Annars eru tak- mðrkin þessi: Vatnajökulsbrún að austan, Kaldakvísl að norð- vestan, og lina milli Botnavers og Illugavers að sunnan-suð- vestan. — Leturbreytingar í um- mælum Thoroddsens hefi eg gert á öllu því, er snertir »ó- kunna« svæðið. Þorvaldur Thoroddsen hefir orðið: »Fá eða engin héruð á hálendi íslands hafa hingað til verið jafn lítt kunn eins og öræíin vestan við Vatnajökul, einkum kaflinn railli Köldukvíslar og Tungnár — —«. (P. Th. — Ferðabók II. VIII. bls. 215. Ár 1889). Bls. 249. »Jökulinn sáum við glögt af öldunum (við Tungná, nál. Vörðu- felli), þó hann sé langt i burtu; — par er stóreflis skriðjökull við Tungn- árbotna. Norðan til i honnm sést hamrahlíð npp úr, norður undir Köldukvislarbolnum, og lillu sunnar eru, uppi í jöklinum, tveir strýtumynd- aðir tindar, sem kallaðir eru Kerl- ingar, — hin sgðri Kerling sýndist vera ljósleitari (at hveragufu eða líparílfje Bls. 251. vNorður af Pórisvaini, alla leið frá Köldukvísl suður að Tungná, er eitt hraunhaf, norður að undirhlíðum Vatnajökuls, og.hangir pað auðsjáanlega saman við Há- gönguhrauM. (Hér er lýst ytri tak- mörkum og yfirsýn alls hins um- rædda »ókunna« svæðis). Bls. 253—54. »Við gengum upp á hæsta hnjúkinn (Botnafjöll, austan við Pórisvatn 24—2500 fet) — og sáum hvergi annað í kringum okk- ur en herfilegustu örœfi, hraun, sanda, fell og jökulbungur i fjarska, en hvergi stingandi strá. — ÍJtsýn var allgóð af tindinum, nema til suðveslurs (þar skygðu á hæðir) — héðan má sjá slóra spildu af upp- lendi íslands; í norðvestri blasa við Kerlingarfjöll hjá Hofsjökli, Hrúta- fell og Langjökull«. — (Þessi svæði liggja þrefalt til fimmfalt lengra burtu heldur en »ókunna« svæðið). — »Árnarfellsjökull er mjög nærri, og Hágöngur blasa við; norður af þeim, í Vonarskarði, skein sólin á tvö bleikrauð líparítfjöll. — Iiér og hvar glilli i Köldukvísl, sem rennur um kolsvört örœfi, hraun og sanda. — Suður af Vonarslcarði er eigi mjög langt suður í Tungnabolna; miðja vegu er fjallshlíðin, sem fyr er nefnd, utan í jöklinum, — og svo Kerlingar. Pá tekur við skriðjökull- inn mikli suður fyrir Tungná«.----- (Hér er á ný lýst takmörkum »ó- kunna* svæðisins að vestan, norð- an og austan, skoðað af »sjónar- hæð« út yfir sjálft svæðið í allar áttirl)*. — — »Beint íyrir norðan Botnafjöll er hraunhafið áfast við Hágönguhraun, og norðauslur af pví eru tindóttar og öldóttar undirhlíðar út undan jöklinum, og skiftast pær ef iil vill í fleiri eða fœrri spildur; sunnar eru bleiku hlíðarnar, sem ég sá frá Vörðufelli. Pœr eru partur af fjallaklasa, sem líka gengur út und- an jöklinum norður af Tungnabotn- um. Til austurs og suðurs eru sam- anhangandi sandur og hraun, alt suður að Vörðufelli, og einslökn tindar og öldudrög upp úr. Örafin öll eru ákaflega Ijót og fullkomlega gróðarlaus, ekki líkt pví, að nokk- ursslaðar sé hlauphagi fyrir fé, á mörgum fermilum ekki stingandi strá. — (Hér er enn á ný lýst öllu hinu samanhangandi svæði milli Köldukvíslar, Vonarskarðs, Vatna- jökuls og Tungnár, og er »ókunna« svæðið mjór og mjókkandi nyrðri hluti þess).----Þegar við fórum af sjónarhæðinni (þ. e. Botnafjöll) -----Bls. 257—58. »Norðaustur úr Vörðufelli----gengur langur fjalla- rani, lægri, og sunnan við hann er vatn á söndunum allstórt, og ann- að minna norðar; þessi vötn geta orðið miklu stærri í leysingum; þessa sér merki á söndunum.------ Þegar við höfðum riðið um ein- tóma sanda í 2'/> stund, oftast í harðara lagi, komum við að hraun- kvísl, sem fallið hefir úr hraunhaf- inu fyrir norðvestan, alt niður að Tungná; fjalladrögin njorðvestur af Vörðufelli halda pví áfram á vinstri hönd alt upp í jökul, en slilna sund- ur á 2—3 stöðum; annars eru ein- tómir smáhálsar og fellaraðir á ör- œfunum hér norður af, alt upp í jökuU (þ. e. »ókunna landið).---- Og enn á ný lýsir Thorodd- sen landinu norður með jöklin- um af hárri sjónarhæð hjá Tungubotnum, í bezta skygni bls. 260). Vænti ég, að nú muni flest- öllum fullljóst, að eigi getur komið til mála að kalla »ókunn- ugt svæði það«, sem þannig er lýst, þótt eigi sé það Jcannað rækilega. Þykir mér fyrir, að háttv. sendiherra Dana skuli hafa lesið svo illa bók þá, er hann vitnar í til stuðnings máli sínu! t fyrstu grein minni gat ég þess, að alt hálendi íslands væri enn svo ónáJcvæmt á landabréf- urn vorum, að þau væri alls eJcJcert sönnunargagn í þessum efnum. Hæstv. sendiherra Dana heldur því fram, að uppdráltur Thoroddsens sé »í allverulegum atriðum skakkur þarna«, og ^DagBlað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. kemur’ það alveg heim við of- annefnd ummæli mín. Þessu svarar Thoroddsen sjálfur í Ferðabók sinni, IV, bls. 156, á þessa leið: »Eg reyndi þvi alls ekki til þess að hagga nokkuð við uppdrættin- um (B. Gunnl.s.) á þessum sviðum, jafnvel þar sem ég sá, að einhverju var ábótavant.-----Pað er því alls ekki rétt að kenna mér um ýmsa galla á hinum eldri uppdráttum, þó þeir hafi komist inn á mína upp- drætti, eins og sumir hafa gert; ég hefi aldrei ætlað mér að mæla alt landið, eða gefið í skyn, aö ég hafi gert það.------Pau héruð hálend- isins, sem aldrei höfðu verið mæld, gerði ég mér far um að kanna sem bezt. Sumstaðar höfðu fáir aðrir komið, og á stöku stað enginn. Ég mun pvi fyrst geta um pekkingar- aukann á Örœfunum vestan og sunn- an undir Valnajöklh. Eins og kunnug er, vann Thoroddsen aðallega að jarð- frœði-ransóJcnum á þessum ferð- um sinum, en eigi landmæling- um. Er því alt meginhálendi ís- lands ómæli enn, og því auðvelt að finna talsverðar skekkjur á alkunnum slóðum. Hefi eg sjálf- ur orðið fyrir því, þrásinnis. — Mörgum kann að virðast, að umræður sé orðar helst til of langar um »ekki stærra mál«, og má vera að svo sé. Þó er þetta alls eigi smámál, sé rétt á litið. Hafa m. a. komið fram þær skýringar í deilu þessari, að sé málstaður sendiJierrans rett- ur, — þá eru hér á landi fjölda- mörg svæði á hálendi voru (sem menn hafa eigi gengið um enn né þreifað á), er teljast mega alveg réttlaus gagnvart hverjum útlendingi. Geta þeir þá ieikið- sér að því að leita uppi spildur þessar á sumrum og skíra holt og hæðir, hóla og steina, gil og gljúfur í höfuð sér og öðrum, óátalið af öllum. En eflaust öll- um þorra íslendinga til litillar

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.