Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 07.09.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 gleði! Má vel vera. að þeir sjálf- ir og sumir aðrir telji þetta meinlaust gaman, eða jafnvel þakkavert frá vorri hálfu. En mér virðist það í fyllsta máta óviðeigandi, svo eigi sé harðari orðum um það farið. h. E. 8. Grein þessi var rituð áður en ferðasaga Sendiherrans birtist í' »Morgunbl«. í gær. Er frásögn hans all fróðleg og skemtileg, en haggar ekkert við undirstöðuatriðum deilu vorrar. Enda er í frásögn þessari al- staðar notað orðið »ókannað«, eins og eg hefi bent á, aö rétt muni vera. — Aftur á móti virðist ýmislegt athugavert við rannsöknarför þessa, og er það þá fyrst, að þar eru vegalengdir sýndar liðlega tv'ófalt lengri en á öðrum kortum, (t. d. Thorodd- sena og D. Bruuns). Frá tjald- stæði þeirra félaga við »Heljar- gjá« og á leiðarenda fyrir aust- an Kerlingar eru fullir 25 km. í beina línu. Og frá Köldukvisl höfðu þeir riðið í 4 st. um sæmi- lega greiðfæra vegu, og mun óefað mega telja þá vegalengd um 20—25 km. með greiðum seinagangi. Eru þá samkvæmt þessu fullir 50 km. úr Illugaveri og inn á Kerlingar. En á öðrum kortum nær vegalengd sú langt inn á Vatnajökul (Hágöngur). — Annað er hitt, að sé notaður mælikvarði sendiherrans á upp- drætti hans, þá hafa þeir félag- ar farið fulla 70 km. í einum áfanga um hraun og jökla og öræfi — eintómar torfærur — staðið þó við hingað og þangað, gert ýmsar athuganir, tekið myndir, gert riss að korti, mælt hæðir o. s. frv., — og alt þetta á 16—17 stundum! Sé þetta rétt, þá er það óefað afreks-met, sem er fyllstu virðingar vert og við- orkenningar, a. m. k. tel eg það meira virði en landafundi sendiherrans. h. Þoltn skall á hér í Rvik og víðar sunnanlands í gærkvöld; var hún svört um tima, og er vonandi, að ekki haíi orðið slys að. Ij|»enrfos8 kemur hingað í dag frá Englandi. Kom við í Grindavík og losaði par Yörur. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 6,35 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 6,58 í fyrramálið. Kætnrlæknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Næturvörður í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. í gær brá til suðvestan- áttar, og gekk hann með skúrum hér í Reykjavík og í nágrenni; einn- ig á Akureyri. Hitinn var 8—10 st. í dag er vestan- og norðanátt víð- asthvar á landinu, gott veður um land alt, en víða kaldi. Loftvog ört stígandi i Rvík og Vestmannaeyjum, annarsstaðar fallandi. Hitinn mis- jafn, 4—9 st., á Hólsfjöllum 0 st. Veðurspá: purt og hægt veður, en vindstaða breytileg. frentftrafélagið er að verða eins óheppið með veður og Skautafélagið var i gamla daga. í gær var rigning og þoka og gat það þvi ekki farið skemtiferð upp að J ögbergi eins og ákveðið var. Jón A. Egilson skrifstofustjóri er sextugur í dag. Botnvörpungarnir. Njörður kom af veiðum í fyrradag með 75 tn. lifrar og Menja í morgun með 87 tn. Síldveiðasklpin eru nú farin að tínast hingað. íslendingur kom í fyrradag og hefir hann aflað yfir 4000 tn. ísafold kom í gær og ís- björnin i morgun. Lyra er væntanleg til Vestmann- eyja í dag og hingað í nótt eða fyrramálið. Frá bæjarstjómaríundl ---- Nl. Björgunarshipið Geir, eða eigendur þess, höfðu farið fram á að fá uppgjöf á 1000 kr. út- svari, sem lagt var á það þetta ár, og að það yrði útsvarslaust framvegis vegna taps á rekstrin- um siðustu 5 árin. Telur félagið árlegt tap 70—80 þús. krónur og muni þaö láta skipið fara héðan samstundis ef það fái- ekki þessa ívilnun. Hafði meiri hluta fjárhagsnefndar, (F*. Sv. og J. Ól.) ekki þótt ástæða til að sinna kröfunni, en minni hluti (K. Z.) lagði til, að fella niður útsvarið 1925 og leggja ekki á skipið næstu 4 ár, gegn því að félagið skuldbindi sig til að láta Geir, eða annað jafngott skip, verða hér að staðaldri þann tíma allan. Borgarstjóri mælti með tillögu sinni og taldi líklegt að vátrygg- ingargjöld skipa mundu hækka ef Geir færi héðan og mundi það koma niður á almenningi í hækkuðu vöruverði. Skipaeig- endum þætti það mikilsvert, að hér væri gott björgunarskip vegna öryggis flutningaskipanna og héldi það m. a. farmgjöld- um niðri. þórður Bjarnason taldi það barnaskap að halda, að félagið hefði skipið hérna lengur en það teldi sig hafa eins gott af því og hafa það annarsstaðar. Félag sem tapaði 70—80 þús. kr. munaði lítið um eitt þúsund krónur og vegna þess eins mundi skipið ekki verða tekið héðan. Áleit hann nauðsyn á að ís- lendingar ættu sjálfir björgunar- skip, svo við þyrftum ekki að lifa á bónbjörgum og vera háð- ir dutlungum annara. Áréttaði B. Ól. ummæli Þórðar og sagði að farmgjöld og vöruverð mundi ekki hækka þótt Geir færi héð- an, en áleit annars, að það væri fremur verk landstjórnarinnar en bæjarstjórnar að hlutast til um að hér væri björgunarskip til taks. Stefán J. Stefánsson áleit bæj- arstjórnina ekki vera réttan aðila þessa máls. Hún gæti ekki, lög- um samkvæmt, úrskurðað hverj- ir væru útsvarsskildir eða ekki. Það væri hlutverk Niðurjöfnun- srnefndar. Bæjarstjórnin gæti að- eins felt útsvarið niður, en ekki ákveðið að félagið skuli vera út- svarslaust næstu árin. Rétta leið- in væri að, eigendur Geirs sneru sér til Alþingis með þessa und- anþágu-kröfu eins og t. d. Eim- skipafélag íslands hefði gert. Héðinn Valdimarsson kvað hættulegt að gefa eigendum Geirs þessa ívilnun, vegna þess for- dæmis sem með þvi væri gefið. Önnur félög gætu komið á eftir og krafist útsvarsleysis og talið sig hafa sama rétt til þess og eigendur Geirs, og befðu þau óneitanlega mikið til síns máls ef fordæmið væri áður gefið.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.