Dagblað

Útgáva

Dagblað - 10.09.1925, Síða 2

Dagblað - 10.09.1925, Síða 2
2 DAGBLAÐ Bannið í Noregi. Blaðið Stormur flutti nýskeð grein úr norsku blaði, »Bergens Aftenblad«, er átti að sýna, hví- lík smán og óhæfa bannið væri þar í landi. Pótt undarlegt megi virðast, flutti Stormur grein- ina á norsku. Ritstjórinn »nenti ekki« að snara henni á íslenzku. Svo mikill var hans áhugi fyrir góðum málstað. Greinar af þessu tagi standa þráfaldlega i norskum andbann- ingablöðum. Fyrir skömmu flutti stærsta blað Noregs mjög svæsna grein af þessu tagi. Það var Osló-blaðið »Aftenposten«, blað bruggara og brennivínssala, ríkt blað og voldugt. Nafnkunnur læknir norskur, Birger.Överland að nafni, skrifaði í Björgvinjar- * blaðið »Dagen« og andmælti »Aftenposten«. Överland læknir er alkunnur um allan Noreg, og er á sífeldu ferðalagi fyrir berklavarnarfélögin. Hann ritar m. a. á þessa leið: »Sjálfur hefi ég aldrei verið neinn elddýrkandi bannsins. Gn ég hefi reynt að hafa augun með mér, til þess að geta mynd- að mér sjálfstæða skoðun um áhrif bannsins. Ég ætlaði mér sannarlega ekki að takast á hendur þá ábyrgð, að reyna að halda við banni, sem hefði gagnstæð áhrif því, sem til var ætlast. — En það sem ég hefi séð og athugað, sérstaklega síð- astl. ár, virðist mér benda í alt aðra átt heldur en greinin í »Aftenposten« skýrir frá. Það fellur í hluta minn, að vera á sífeldu ferðalagi — bókstaflega um allan Noreg. Ég skal fús- lega játa, að hér er ekkert fyrir- myndarástand í bindindismál- um. En á hinn bóginn verður niðurstaðan ætíð sú, að á flest- öllum stöðum sé um gleðilega framför að ræða«. Peningar; Sterl. pd.............. 24,00 Danskar kr............. 123,84 Norskar kr..............108,98 Sænskar kr............. 132,82 Dollar kr.............. 4,96‘/* Gullmörk............... 117,89 Fr. frankar ............ 23,53 Borgin. Sjáyarföll. Síödegisháflæður kl. 11,40 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 12,20 á morgun Næturlæknir Jón H. Sigurðsson, Laugaveg 40. Sími 179. Nætnrvörður í Rvikur Apóteki. Tíðarfar. Ilægviðri um land alt. f Reykjavík, Grindavík, Akureyri og ísafirði var 9 st. hiti, Vestmannaeyj- um, Stykkishóimi og Raufarhöfn 8, Hornafirði 6, Hólsfjöllum 4 og Seyðisfirði 3. í Færeyjum var 7 st. hiti, Jan Mayen 4 og Angmagsalik 7 st. í gæfkvöld. Loftvægishæð 768 fyrir sunnan land. Spáð er hægri suðvestlægri átt og þurviðri á Norður- og Austurlandi. Sigurðnr Skagfeldt söngvari gaf mönnum kost á hér að heyra hina háu og hljómmiklu tenórödd sina í Nýja Bio í fyrrakvöld. Söng hann islenzk iög eftir Svb. Sveinbjörnsson (»Árniðurinn«) Bj. Rorsteinsson (»Taktu sorg mína« og »Systkinin«) og S. Kaldalóns: (»Alfaðir ræður«), pótti mikiö koma til peirra, eink- um hins síðasta. Söngvarinn ieikur sér að háum tónum, ogkom pað bezt fram í Arie úr op. «E1 Trovadore«, Gral-Fortællingen úr op. Lohengrin og Bajadser er hann tók aukalega, hve frábærilega efnilegur ópera- söngvari liann er. Var hann margoft kallaður fram að maklegleikum. Skagfeldt fer héðan með Lyru í dag og óskar Dagbl. honum heilla á þroskabraut hans. Frú Ilenriette Strindberg, söng í siðasta sinn i gærkvöid fyrir fullu húsi áheyrenda. Hefir söng hennar aldrei verið eins vel tekið og varö hún að endurtaka sum lögin og gaf að lokum aukalag: »Svarta Rosor«, eftir Sibelius. Áheyrendur sýndu frúnni pakklæti sitt m. a. með fjölda blómvanda er henni bárust. Brú Strindberg hefir unnið hér almenn- ings hylli fyrir söng sinn og er gott þegar slíkir gestir sækja okkur heim. þyzku stúdentarnir sungu í gær- kvöld á Arnarhóli og var par mikill mannfjöldi samankominn að hlusta á pá. Sungu peir mörg lög og fjörug og var söngur þeirra nokkuð frá- brugðinn pví sem við höfum átt að venjast. í dag halda peir til Ping- valla og paðan austur um sveit- ir, en koma hingað aftur áður en þeir leggja upp í ferð til Norður- landsins. Síra Bjarni Jónsson, dómkirkju- prestur er nú kominn til Rómahorg- ar. Sat hann fyrst á kirkjufundi í Stockhólmi, en fór svo þaöan í suðurför. V)ag6laé. Jtæjarmálablad. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Snæfellsför. Snæfell hæsta fjall á landinn? Frh. Veður var heiðskýrt en all- hvass á vestan og 15° hiti C. — Okkur leizt leið sú, er okkur hafði verið vísað til upp Fellið, all-óárennilega brött og erfið, svo við hugðum finna aöra hægari og héldum því vestur á við, skáhalt upp fjallið. En sú varð raun á, að við fórum mun verri leið en hin hefði reynst, það sáum við er upp kom. Snarbrattar grjótskriður voru mestmegnis á leiðinni og mjög erfiðar, bæði vegna bratt- ans og svo fyrir það, hve laus- ar þær voru. Þið virtist oft eins og alt ætlaði að hrynja niður. Eftir tvær og hálfa klukkustund vorum við komnir upp að jökul- hettunni, sem vera mun nálægt einn fjórði partur. af hæðinni og þar var stormurinn afskap- legur, svo að hann reif skara eins og mjöll. Upp jökulhúfuna vorum við eigi meira en hálfa klst. Þar var brattinn mun minni og markaði þægilega fót- um í snjóinn. Svo slotaði storm- inum mikið og alt gekk greið- ara. — Af Snæfelli er dýrðleg útsjón. Til norðausturs og aust- urs sér víða um Hérað, fjall- garðurinn, sem aðskilur Firði og Hérað, með öllum sínum tindum, sem alt voru gamlir kunningjar, í suðaustri Þrándar- jökull og Hofsjökull, í suðri Heinabergsjökull, Eyjabakka- jökull og Brúarjökull, eða einu orði sagt Vatnajökull, þessi ó- endanlega mjallhvíta breiða, meö skriðjöklum niður á hásléttuna. í suðvestri gnæfa Kverkfjöllin í norðurbrún jökulsins á milli

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.