Dagblað

Issue

Dagblað - 26.09.1925, Page 3

Dagblað - 26.09.1925, Page 3
DAGBLAÐ 3 Systurnar \ Fljótsdal. S^TSTING Gudmnndar Einarssonar í Templaraliúslnu (uppi) 27 sept. — 7 okt. n. k. Opin daglega frá kl. 10 árd. til 6 síðdegis, sýnd verða mál- verk, teikningar, »Raderingar« og nokkrar leirmyndir. Inngangur kostar 1 kr. Anstur í Fljótsdal, insta bæ í Fljótshlíð, eru tvær systur, sem fluzt hafa þangað austan úr Öræfum. Er önnur þeirra bú- in að vera þar í rúmt ár, en hin nokkru lengur. Mikið orð hefir farið af einskonar dul- rænum hæfileikum þeirra, sem koma fram i því, að þær verða varar við fylgjur manna; hefir þessi eiginleiki þeirra farið vax- andi með aidrinum, svo nú sjá þær fylgjur á undan flestum mönnum sem að garði bera. Hingað suður höfðu fréttir borist af þessari sérgáfu þeirra, og varð það til þess að Har- aldur Níelsson prófessor tók sér ferð á hendur 4 sept. s.l. austur að Fljótsdal og dvaldi þar i 3 daga. Hafði hann tal af þeim systrum og samdi nákvæma skýrslu um alt það, sem hann komst að viðvikjandi þeim sjálf- um og þessari sérgáfu þeirra. Á Sálarrannsóknarfélagsfundi i fyrrakvöld skýrði hann frá því helzta, sem hann varð vísari í þessari ferð, og var þar mikinn fróðleik að fá. Virtist skýrsla hans vera samin af mikilli ná- kvæmni og samvizkusemi, og hafði hann alstaðar reynt að afla sér óhrekjandi sannana, sem hægt var að koma þvi við. Eldri systirin heitir Þuríður, og er fædd 7. april 1903, en hin Steinunn, fædd 3. sept. 1904. ^ær systur eru fremur likar í síón og nokkuð sérkennilegar utlits, einkum til augnanna. Ól- U8t þær upp sitt á hvorum bæ ^ Hnappavöllum í öræfum. — Hjá Þuríði fór fyrst að bera á skygoi-hæfileikum þegar hún var 7—8 ára, en fólk áleit það eins og hverja aðra vitleysu, sem ekki væri takandi mark á. ^æstu árin virtist litið bera á hessum hæfileika hennar, fyr en ju*n var orðin 14—15 ára, þá ^ri1 sýnirnar að verða tiðari, hafa ágerst siðan. Steinunn mun fyrst hafa séð fylgjur með- an húQ var annara manna sögn, en sjálf man hún ekki eftir gjfka fyr en jjún yar orðin 10 u $ra> Qg sfflan hafa Pewar sýnir hennar orðið tiðari. Pessar sýnir systranna hafa mikið aukist síðan þær komu að Fljótsdal, enda hafa þær gefið þeim meiri gaum síðan og talað oftar um þær við aðra. Fljótsdalsbjónin eru fremur fjar- læg öllum dulrænum fyrirbrigð- um, en eru þeim samt sem áður ekki fjandsamleg eins og sumir eru, og þá helzt þeir, sem minst þekkja til slikra hluta. Nú er það svo, að þær sjá fylgjur á undan flestum mönn- sem koma að Fljótsdal. Eru þær mjög mismunandi útlits og eru flestar þeirra í dýraliki. Eru sum dýrin ólík þeim sem þær hafa séð á myndum, eða eru þeim kunn á annan hátt. Gáfu þær nákvæmar lýsingar á sumum þeirra, en ekki er gott að segja neitt um, hvað þessar dýra- myndir eru. Ekki ósjaldan sjá þær fylgjur í mannsmynd einstaka sinn- um svipi framliðinna manna. Er það sérstaklega einn fram- liðinn maður, sem þær hafa oft orðið varar við í Fjótsdal. Hafa þær lýst honum nákvæm- lega, en ekki geta kunnugir menn þar um slóðir gizkað á hver það muni vera. Aldrei sjá báðar systurnar sömu sýnina undir eins, heldur hvor á eftir annari, stundum með aðeins augnabliks millibili, og oft er það sem aðeins önnur þeirra sér fylgjuna. Altaf sjá þær sömu fylgjuna undan sama manni, og geta þær venjulega sagt fyrir hver koma muni, ef hann hefir áður komið að Fljóts- dal. Annars geta þær aðeins sagt nm að einhver muni koma, ef fylgjan er þeim ókunn eins og gesturinn. Prófessor Haraldur Nfelsson hefir nefnt þennan eiginleika systranna ófreskisgáfu, og virðist það orð vera vel valið. sina eigin framleiðsln, sama gildir nm þjóðfélagid. Notið þvi eingöngu islenzku dósa- mjólkina Á eftir erindi prófessorsins kom dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörður fram með gáfu- lega skýringu á því, sem hann héldi að fælist i orðinu nófresk- ur«. Freskur væri af sömu rót og ferskur og frískur, og því væri ófreskur sama og ófriskur, sá sem ekki er alheill, en svo mun vera um alla, sem sjá svip- aðar sýnir og systurnar f Fljóts- dal, að mátt dregur úr þeim á meðan á sýninni stendur, eða eftir á. Orðið »ófreskur« virðist þvi eiga vel við þessa sérgáfu manna, og vera nokkuð annað en orðið »skygn«, sem upphaf- lega hefír verið haft um þá, sem öðrum fremur hafa haft skarpa sjón, séð vel í fjarska, samanber »gott skygni*, sem ennþá er al- ment notað. Að vera »ófresk- ur« lýsir því aðeins ákveðnnm eiginleika manna, og gefur orð- ið svo góða táknmynd af þess- ari sérgáfn, að það ætti aftnr að festast f málinu i sinni npp- haflegu merkingn.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.