Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.10.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 29. október 1925. WagBíað I. árgangur. 225. tölublað. SAMNINGARNIR um kaupgjald- ið á botnvörpungunum hafa verið aðal umtalsefni manna á milli undanfarna daga og er það ekki að ástæðulausu því flskiveiðarnar eru nú orðnar að- alþátturinn í afkomu bæjarbúa. Eins og kunnugt er, voru síð- ustu samningar milli útgerðar- manna og sjómanna útrunnir 1. okt.'. en síðan hefir flestum botn- vörpungunum verið haldið úti og sami kauptaxti gilt og verið hafði.- — Nokkru áður en samn- ingstíminn var útrunninn var leitað samninga á nýjan leik, en samkomulag náðist ekki og hef- ir staðið í því stímabraki síðan. "Vildu sjómenn halda sama kaupi áfram og auk þess fá nokkur fríð- indi, umfram þau, sem verið höfðu, en | útgerðarmenn fóru fram á 25b/o kauplækkun, eða iil vara 20°/o og lækkandi þriðja hvern mánuð samkvæmt vísi- tölu hagstofunnar. Fyrir skömmu var útséð um að samkomulag myndi ekki nást og bar þá sáttasemjari, Georg Ölafsson bankastjóri, fram miðl- unartillögu, sem vænta mætti að yrði til samkomulags. Er þar gert ráð fyrir að kaupið haldist óbreytt til 1. febrúar, en þá lækki það nokkuð, hásetakaup úr 260 niður í 226 kr. á mánuði og annað kaupgjald í hlutfalliWið það, og haldist siðan óbreytt "til 1. okt. næsta haust. Báðir málsaðilar hafa haft þessa miðlunartillögu til athug- unar og hafa útgerðarmenn sam- þykt hana eins og sagt hefir verið frá, en í gær voru komin atkvæði frá flestum sjómönnum og hafði yfirgnæfandi meiri hluli þeirra hafnað tillögunni. Erþá útséð um að samkomu- lag næst ekki að þessu sinni og er því aðeins tvent fyrir dyrum, að útgerðarmenn gangi að kröf- Qm sjóraanna og greiði sama kaup og verið hefir, eða að skip- 10 verði látin hætta veiðum þang- a0 tii nýjir samningar takast. Flestir munu óska, að ekki komi til. þeirra neyðarúrræða, að fiskiflotanum verði lagt upp, því það myndi hafa svo alvar- legar afleiðingar fyrir afkomu alls þorra manna, að til mikilla vandræða gæti leitt. Eru það fleiri en útgerðarmenn og hásetar, sem hér eiga h'lut að máli, því'fiski- veiðarnar eru svo nátengdar af- komu alls almennings að hún er að mestu undir þeim komin. Verði fiskiflotinn að hætta veiðum yfir langan tíma myndi viðskiftalíf þjóðarinnar bíða við það svo mikinn hnekki að erfitt reyndist að koma því aftur í sama horf og verið hefir. Afleið- ingarnar myndu verða víðtækar og illar viðfangs og hvílir því mikil ábyrgð á þeim mönnum, sem mestu ráða um, að viðun- andi samkomulag náist ekki. Verður því fastlega að vænta þess, að enn verði gerðar til- raunir til samkomulags og að þær megi betur takast en þær sem gerðar hafa verið. Báðum aðilum verður að vera ljós sú ábyrgð, sem á þeim hvílir gagn- vart alþjóð. Og sízt af öllu má gera þetta að nokkru æsingamáli. Grænlandsmálið. II. Frh. Piskiauðugt og fagnrt írain- tíðarland. Bendik fflannes segir frá. »Þér fenguð þá ekki að koma í land á Grænlandi?« ».Tú, það bar þannig lil, að ég kom tvisvar í land í Godthaab. Eins og yöur er kunnugt, var ég með Oslo- sendiferðinni. »Oslo« hafði fjóra gufubáta í eftirdragi vestur. Rétt áður en við komum til Godthaab fengum við ofsaveður, og einn bátanna slitnaði frá okkur. Á bátnum voru nokkrir menn, og við urðum hræddir um þá. Sendum við því loft- skeyti til »Fálkans« og báðunt hann að svipast eftir bátnum. Peir gerðu það og sendu einnig boð til Skrælingja meðfram ströndinni og báðu þá að skygn- ast eftir bátnum. Við héldum síðan inn til Godthaab, og var þá báturinn þangað kominn af eigin ramleik. Einn skipverja hafði hand- leggsbrotnað, og Jfengum við leyfi til að flylja hann á sjúkra- húsið í Godthaab. Örding lækn- ir, sem með okkur var, og ég fengum þá að flytja mann- inn í land. Godthaab er snoturt og vist- legt þorp, Þar er falleg kirkja,' skólahús og nokkur timburhús, sem Danir hafa bygt. — — — Þar búa aðeins Danir og vel efnaðir Eskimóar. Hinir búa í moldarholum og steinbyrgj- um utan við bæjar-tákmörkin. Þar er og ýmislegt, sem heyrir til í borgum, aðeins í smærri stíl, t. d. e.inn banki og aðeins ein búð, sem nýlendustjórinn á sjálfur. Við gátum því miður ekki fengið neitt keypt þar, þar eð lögin leggja bann við þess hátt- ar, en svo bauð landfógetinn okkur til kaffidrykkju. Hann á heima í stóru grásteinshúsi í miðri »borginni.« Hús þetta hafði Hans Egede bygt árið 1724. Veggirnir eru metra-þykk- ir, og í því eru fjögur herbergi niðri. Húsfrúin tók vel á móti okkur, en afsakaði sig með, að hún hefði ekki nýtt brauð, og bað okkur að misvirða eigi, þótt hún bæri aðeins kex með kaffinu. Við hældum kaffi henn- ar og létum í ljós, að hún myndi hafa lært listir sínar í Danmörku. Það hafði hún þó eigi gert. Hún var fædd og upp alin á Grænlandi, en foreldrar hennar vóru danskir. Frh. Hélgi Valtýsson.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.