Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 04.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Sælgætið og börnin. Eitt af mörgu sem aðfinslu- vert er í framferði æskulýðsins hér í Reykjavík, er sælgætisát barnanna og su óhollusta sem því er oftast samfara. Það er alvarlegra atriði en margur hyggur, að hin uppvax- andi kynslóð skuli si og æ vera étandi sælgæti og sækjast ekki eftir öðru meira. Mjög mikill óþrifnaður fylgir oftast þessu sælgætisáti, því iðulega éta börnin það með óhreinum höndum og jafnvel upp úr forinni á götunni. F*að ætti öllum að vera auðskilið, að töluverð hætta er samfara þessu, því annars vegar er sælgætisátið óholt, en hinsvegar hlýtst af því beinn sóðaskapur. En það er örðugt við þetta að fást, meðan sæl- gætisbúðirnar standa opnar, og varan er sýnd sem girnilegust i gluggunum. — Börnin hafa það þess vegna allaf fyrir aug- unum, og freistast til að kaupa þetta góðgæti, sem þau eru svo sólginn í, eftir því sem þau hafa auraráð. Við erum að nokkru leyti komnir í skilning um, að vín og tóbak eru vágestir, sem vinna okkur tjón, og eins ættum við að skilja það, að sælgætisátið er af svipuðu bergi brotið, og miðar að því, að úrkynja kynstofn vorn. Er hörmulegt til þess að vita, að niðjar Egils, og annara göfugra norrænna manna, skuli töngla á lakkrís og öðru slíku, er eyðileggur atgervi þeirra, en auðgar sníkju- dýr falskrar menningar. Aldrei mun sú þjóð er leyfir sér slíkt, hafa nokkra forystu í andleg- um málnm, á neinu sviði. En við íslendingar verðmn að setja okkur slíkt takmark, þótt fáir sinni, og sýna það öllum heimi að við séum ekki ættlerar, hvorki að viti né mentun. Erlendis eru margar skaðlegar nautnir algengar, sem hér eru litið eða ekkert þektar. En við megum búast við að þær heim- sæki okkur með tímanum, og verðum við þá að snúast fyr eða siðar til varnar. Dugir hér ekki að alt sé látið reka á reið- anum, því að reynslan sýnir að þar sem einn lösturinn þróast, sigla aðrir í kjölfarið. En ef við hefjumst nú handa, og gerum ódygðir þær landrækar, er hér hafa fest rætur, þá mun- um við standa betur að vígi síðar. Er því þörf á, að foreldrar og aðrir þeir, sem yfir börnum ráða, segðu sælgætissölunum stríð á hendur, og vöruðu börn sín við þessari einkis verðu nautn þeirra. Myndi þá spor verða stigið til eflingar íslenzku þjóðerni, og framtíðinni til heilla. Þórir H. Þorvarðsson. frá Skriðu. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður ki. 7,40 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 8 á morgun. Nætnrlæknir Ólafur Jónsson, Von arstræti 12, sími 959. Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Austan átt alstaðar í morgun, en hvergi hvast nema í Vestm.eyjum. Heitast var í Rvík 8 st. í Vestm.eyjum, Grindavík, Sthólmi og Akureyri 7, í Hornaf., Seyðisf. og ísaf. 5, á Raufarhöfn 3 og á Hólsfjöllum 2 st. — í Khöfn var 10 st. hiti í Færeyjum 8, á Jan Mayen 2 st. frost og í Angmagsalik 2 st. frost í gær. Loftvægislægð fyrir sunn- an land. Búist er við astlægri átt. Kvenfélagið Hringnrinn efnir til sjónleika nú i vikunní og verður fyrst ieikið i kvöld. Sjónl. Hringsins hafa jafnan pótt skemtilegir og svo mun verða um þann leik, sem pað sýnir nú, »herra Pim fer hjá«, gam anleik eftir Milne. Minnisvarða yflr pær frænkurnar Porbjörgu Sveinsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur er í ráði að reisa. Hafa nokkrar konur hér i bænum tekið höndum saman um, að koma því í framkvæmd og er gert ráð fyrir að minnisvarðinn verði full- búinn á aldarafmæli Porbjargar 1928. — Er fjársöfnun hafln i þessu augnamiði og má telja vist að marg- ur vilji leggja eitthvað af mörkum í þann sjóð. — »Sokkabúðin« er nafn á verslun, sem frú Sara Porsteinsdóttir hefir opnað á Laugaveg 42. Er búðin að öllu hin snyrtilegasta og eins og nafnið bendir til er aðalvarningur- inn sokkar. IÞacjBlaé. Ræjarniálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445, Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Branpnir kom frá Englandi i nótt Með honum komu um 20 farþegar frá Vestmannaeyjum. Lyra kom hingað í morgun og fer héðan aftur annað kvöld. F Yfðvarpsstöð í vændnm. Eftir þvt sem hermt er í skeyti til sendiherra Dana, hafa þeir Magnús Guðmunds- son atvinnumálaráðh., I.árus Jó- hannesson hæstaréttarmálafl.maöur og Ottó B. Arnar símaverkfræðingur iagt drög fyrir kaup á víðvarpsstöð hjá Western Electric Kampani og hefir umboðsmaður þess í Khöfn. Poul Petersen verkfræðingur verið í ráðum með þeim. Petta verður smástöð, en gert er ráð fyrir að innan skamms komi önnur stærri. — Pessari smástöð mun væntanlega verða komið upp fyrir árslok og býzt ráðherra við að geta þanuig heilsað upp á Dani fyrir jólin. Peningar: Sterl. pd............... 22,15 Danskar kr............. 114,35 Norskar kr............... 93,48 Sænskar kr.............. 122,47 Dollar kr............... 4,58‘/s- Gullmörk................ 108,98 Fr. frankar ............. 19,10 Fyrirepwrn. Mig minnir að lög rnæli svo fyrir, að bílstjórar eigi undan- tekningarlaust að hafa einkenn- ishúfur er þeir aka. Ef svo er, hvers vegna eru þeir þá nú með allskonar pottlok við aksturinn? Er það ein af þessum göfogn undanþágum, eða máske þeir eigi aðeins að hafa húfurnar aö sumrinu? — Svar óskast tafar- t laust frá hlutaöeigendum. Rvík 30/io — ’25. Tiro juris.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.