Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 26.11.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 26. nóvember 1925. agBlaé I. árgangur. 249. tölublað. ORÐBRAGÐ margra íslendinga er fremur klúrt og óvand- að. Gætir þess nokkuð í riti, en einkum í ræðu manna. Eru það blótsyrðin, sem mest ber á og virðasl þau liggja flest- um létt á tungu. Þessari blót- semi gætir svo mjög i málfari okkar, að hún stingur í stúf við orðbragð annara þjóða, nema af vera kynni óméntaðasta hluta stórborgalýðsins. Vitnisburður athugulla útlendinga er lika á þann veg, að við séum orðljót- ari en aðrar þjóðir og virðist dómur þeirra óneitanlega hafa við nokkur rök að styðjast. Blótsemin er hjá ílestum frem- *ir sprottin aí slæmu fordæmi, eða ávana, en af innri þörf fyrir útrás illra bugsana, og því síð- ur af nokkurri ákveðinni löng- am að koma öllum þangað, sem þau vísa oftast til. Þau eru hjá íleslum ósjálfráð áherzluorð, sem notuð eru bæði i tíma og ótima og enginn greinarmunur gerður á því hvort eru notnð á »við- eigandi« hátt eða ekki. Blótsyrð- in eru venjulega til málskemda því þau eru oftast notuð í mál- fræðislega röngum samböndum og lýsa fullkomnum hugsunar- villum ef þau eru krufin til mergjar. Margir telja að sjómenn séu öilum mönnum blótsamari og óvandaðri að orðfæri, en vafasamt er að svo sé. Sumt kvenfólk er sérstaklega blótgjarnt og ef það venur sig á það orðbragð, verður það jafnvel orðljótara en karlmenn og skákar þeim þar eins og i mörgu óðru. Fyrstu orðin, sem útlendingar læra hér eru blótsyrðin, og virð- ist lögð mest rækt við að kenna t>eim þau. Aftar á móti mun Peim íslendingum, sem fara ut- a&. venjulega kend þar fyrst ein- 'bver fegri orð og nytsamari. Alkunnugt er orðbragð sumra uPgUnga og barna, og er það oft svo, að fullorðnu fólki of- y°ur, sem annars lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Svo rík er þessi blótsemi, að illyrð- in eru jafnvel fyrstu orðin, sem .þau læra að bera rétt fram, og þau eru flest furðu fljót að nema þann visdóm! — Sannast þar að auðlærð er ill vísa — ekki siður danska. En óneitanlega er skör- in farin að færast nokkuð langt upp i bekkinn þegar ósjálfbjarga börnin krossbölva eftir öllum kúnstarinnar reglum. Blótsyrð- in og önnur ljót orð eru altaf óviðeigandi, en sérstaklega fara þau illa í munni barna og kvenna. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 25. nov. '25. fíriand niishepnast stjórnar- myndunin. Símað er frá París, að Bri- and hafi gcíisl upp við að mynda nýja stjórn. Socialistar bjóðast til að mynda nýja stjórn, vilji þeir flokkar, sem hailast að þeim, styðja þá. Krá Englandi. Símað er frá London, að átta konungar verði viðstaddir jarð- arför Alexöndru drotningar. Hátiðahöldum í desember út af undirskrift Locarnosamnings- ins verður sennilega slegið á frest vegna hirðsorgar. Khöfn, FB. 26. nóv. '25. HiDJar Tut-ank-amens. Simáð er frá Cairo, að ráð- gert sé að flytja þangað lík og gersemar Tut-ank-amens, þar eð hættuiegt sé að varðveita þetta á staðnum. Friðarrerðlann Nóbels. Símað er frá Slokkhólmi, að Aftonbladet skýri frá því, að það sé ekki ósennilegt, að Dawes hinn amerikski, sem Dawes- samþyktin er kend við, fái frið arverðlaun Nobels á þessu ári. Bardaginn nm bannið. Símað er frá Osló, að bar- daginn við vínsmyglara sé harð- nr; óvenjulega miklar eftir- spurnir eftir jólabrennivíni. Leikirogleikhús. Frh. Þegar Latinuskólinn var kom- inn til Reykjavíkur, þá höfðu skólapiltar það þrent, sem þarf til leiksýningar, húsið með stórum sal, bæjaráheyrtendur yfir 1000 manns, og sig sjálfa til að leika. Þeir léku »Erasmus Montanus« eftir Holberg, þýddan á íslenzku á 13. kvöldj 1848, og tókst svo vcl, að þótti mesta furða. Rósenörn stiftamtmaður gaf skólanum ýms leikáhöld, sem höfðu verið til i stiftamt- mannhúsinu eða hann átti sjálfur. Þeir léku aftur 20—23, des. 1849, og þá »Den Stundes- löse«, eftir Holberg. Ritið var lika þýtt á islenzku áður en það var leikið. »Reykjavíkur pósturinn«, janúar númerið 1848 skrifar lofgrein um leikina í skólunum, og andvarpar yfir því að ekkert leikritaskáld skuli vera til á landinu. i, Við þessar leiksýningar, og eins þær sem voru í stiftamt- mannshúsinu, meðan Barden- fleth og Trampe voru stiftamt- menn, var áhorfendunum öllum boðið. — Þar af leiðandi enginn inngangseyrir tekinn. »Reykjavíkur pósturinn« varð að biða eftir leikskáldinn sínu til 1852, þá kom út »Bón- orðsiörin« eftir Magnús Grims- son, Sveinbjörn Hallgrímsson og Helgi Johnsson gáfu út þýð- ingu á »I)en politiske Kande- stöber« eftir Holberg, og leik Holbergs þar algerlega snúið upp á Reykjavík. Sagt að Helgi Johnsson (síðar bóndi vestur í Dölum) hafí lagt fram aðalverkið.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.