Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 26.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ »Vefarinn nieð tólf kónga vitið« er þýðingin kðlluð og kom út 1854. Reykjavík var lengi að feta sig fram, enda var bærinn lftill um þessar mundir, 1300 manns. t'jóðólfur segir að skóla- piltar 1849 hafi haft pallhús, eða leikið á palli. Jón Guð- mundsson ritstjóri Þjóðólfs færðist það í fang að láta gera leikpall á »Skandinavien« 1854, (þar er Hjálpræðisherinn nú) og setja þar upphækkuð sæti, hann réði alla leikendur og borgaði þeim, og seldi aðgang til að standast kostnaðinn. Að- gangurinn kostaði 4 mörk, 3 mörk og 2 mörk. Hann lét leika Pakk eftir Overskou þýtt á íslenzku, og slapp skaðlaus frá öllu þessu. Hann gaf Reykja- víkurbæ pallinn, sætin og leik- sviðið, og Trampe greifi gaf bænum ýmislegt af ljóðunum úr Æfintýrum, sem hafði verið leikið í stiftamtmannshúsinu. Jón Guðmundsson er hinn eiginlegi faðir leika og leikhúsa í Reykjavík. Þjóðólfur er leik- húsasagan frá þessum timum, og uppörfaði jafnan hverja til- ra'un, sem gerð var í þá átt. 1858 kom ný leiköld í bæinn. 1.—7. janúar 1859 var leikið hér ýmislegt. Stefán Thordarsen mun hafa verið aðalleikandinn, og önnur nýjung var þá líka á ferðinni. Sigurður Guðmunds- son málaði andlit leikendanna með þeirri list, sem var óþekt áður. Það gerði hann siðan, hvenær sem leikið var, þangað til hann dó 1874. 1859 var sumt leikið á dönsku og sumt á íslenzku. í þessi skifti var leikinn bæði Holberg og Moliére, og Sigurður Guðmundsson setti upp Tableau úr fornsögunum. 1860 er enn leikið í bænum, og þá kom »Æfintýri á gönguför« (sem svo hafði verið leikið hjá Trampe greifa) og var leikið á dönsku. 1861 —2 var enn leikið i bænum, og þá komu fram í fyrsta sinn »Utilegumenn« Matt- bíasar Jochumssonar, sem þá var enn í Latínuskólanum. I bænum var ennþá Ieikið 1866, og voru þá Utilegumennirnir leiknir aftur meðal annars. Þá voru hin leikritin að mestu leyti eftir Hostrup. Svo kom mesta dauðadeyfð yfir leiki bæjarmanna. En Latínu- skólinn fjörgaðist á ný. Par var leikið hvað eftir annað frá 1867 —1872. Skólapiltar léku mjög eftir Holberg. Og þegar bæjar- búar fóru að fá nóg af honum, sömdu þeir sjálfir leikritin. Þá var í skólanum afbrigðaleikari á alt sem var hlægilegt, Krist- ján Eldjárn Þórarinsson, sem síðar varð prestur. Við þessa skólaleiki komu fram tvö leik- rit eftir Kristján Jónsson skáld. Kvæðin voru ágæt, en leikritin eru nú týnd. Þar kom fram leikur eftir Jón Ólafsson ritstj., sem hann mun hafa stungið undir stól síðar. »Leikur í jóla- leyfinu« eftir Valdimar Briem, sem hlýtur að vera til, því hann hefir verið leikinn fyrir norðan, og þar kom fram »Nýársnóttin« (eldri) eftir tlndriða Einarsson, sem var leikin i jólafríinu 1871. Frh. jöor'gin. Sjávarföll. Síödegisháflæður kl. 2,50 i dag. Árdegisháfiæður kl. 3,10 i nótt. Nætnrlæknir í nótt er Guðmundur Guðfinnsson, Hverfisg. 35. Sími 644. Nætnrvördnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Hæg norðl. og vestl. átt víðast í morgun. Heitast var í Rvik 6 st.. í Grindavík og St.hólmi 5. ísaf., Seyðisf. og Vestm.eyjum 4, Hornaf. og Akureyri 1, á Raufarh. var 2 st. frost og á Hótsfjöllum 4 st. — í Færeyjum var 4 st. hiti, í Leirvík 2 st, á Jan Nayen 3 st. frost og í Angmagsalik í gær 5 st. hiti. — Loft- vægislægð fyrir vestan Jan Mayen. Búist er við norðlægri áttmeð snjó- komu sumstaðar á Norðurlandi. Jarðarför Jóns Ólasonar kaupm. fór fram í gær að viðstöddu fjöl- menni. Verslunarmannafélag Rvikur fylgdi undir fána sínum og bar stjórn þess kistuna í kirkju, en vinir og venslamenn út, og inn i kirkjugarð. Fundur í Sálarrannsóknarfélagi ís- lands verður haldinn i kvöld, i Iðnó, og hefst kl. 8*/a. Einar H. Kvaran segir þar frá ýmsu merkilegu, sem hann varð visari i utanför sinni en þó einkum ýmsum dulrænum lækn- ingum. HDagBíað. Bæjarmálahlað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445* Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjariorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Auglýslngum í Dag. hiaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsla hlaðsins. Sími 744. Níræð er í dag Margrét Jónsdóttir frá Vesturhópshólum, móðir Jóns Porlákssonar ráöherra og þeirra systkina. Ný gamgöugubót. Síðasta ráðslöf- unin til samgöngubóta í Miðbænum, er að mjókka Hafnarstræti með því að gera gangstétt fyrir framan bygg- inguna frægu milli, nr. 17 og 19við Hafnarstræti. Svanur kom frá Eyrarbakka í gær,. Farþegar með Botniu, frá útlönd- um vorurauk þeirra sem taldir voru í gær: Ungfrú Ingibjörg Zimsen (borgarstjóra), Munch framkv.stjóri við Flydedokken i Khöfn, Ólafur T. Sveinsson vélfæðingur o. fl. f Botuía á að fara héðan kl. 2 á morgun vestur og norður um land til útlanda. Rán seldi nýlega afla sinn í Eng- landi fyrir 860 sterl.pund. Douro aukaskip Sameinaða félags- insj kom hingað i gærkvöld með ýmsar vörur tipkaupmanna. Lciðrétting. í síðustu grein um Leiki 'og leikhús (i gær) hefir mis- prentast Dalotær á að vera Dalstæd Ennfr. Sónnaey á að vera Sámsey. Kappteflið. Dagblaðið flytur i dag myndir af taflborðunum eins og þau eru nú eftir síðasta leik. Einnig er birt skrá yfir alls leikina frá upp- hafi og hefir hún hvergi áður veriö birt rétt. Feningar: Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............. 113,82 Norskar kr.............. 93,22 Sænskar kr............. 122,64 Dollar kr.............. 4,58'A Gullmörk............... 108,99 Fr. frankar ............. 17.24 Hollenzk gyllini .......184,17

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.