Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.12.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.12.1925, Blaðsíða 1
Sunnudag 13. desember 1925. WagBíaé I. árgangur. 264. tölublað. DEGNSKYLDA um ýmisleg störf til alþjóðarstarfa er alstaðar lögboðin, þótt her- skylda sé ekki ákveðin. Er það svo hér sem annars- staöar, þótt sumír virðist vera hálf hræddir við orðið »I*egn- skylduvinna«, sem er aðeins hin lögboðna þegnskylda i sér- stakri mynd. Þetta mun meðal annars hafa vakað fyrir hinum áhugasama einherja Hermanni heit. Jónas- syni, þegar hann barðist á þingi fyrir frumvarpi sínu um þegn- skylduna, og þótt hún væri þá kveðinn i kútinn af makráðum háðfuglum og skilningssljóvum skjákrummum, þá liíir sú fagra frugsjón, enn hjá mörgum ung- um mönnum. Ungmennafélogin íslenzku, sem um þær mundir höfðu á að skipa ungum mönnum, fullum af eldmóði æskunnar og löngun til iþrótta og verklegra fram- kvæmda, stóðu að baki hugsjón þessari, ræddu málið, skipuðu nefndir og sömdu frv., er öll hnigu í sömu átt. Af þessu má ráða, að áminstur alþingismað- ur stóð ekki einn uppi með hugsjón sína og viðleitni til þess að koma henni í framkvæmd. Honum var það vitanlegt, að »ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á framtíðarvegk. Sá framtíðarvegur, sem æsk- ®Q vildi eitt sinn ryðja á þenna h&tt, sem bér var drepið á, er enn ólagður að mestu hér á landi voru. íþróttir hafa að vísu færst í aukana síðustu 15 árin, en landvarnarhugsjónin biður ^Qgra . manna og ötulla, sem Seta fært hana í þann búning, sem þjóðinni er fyrir beztu. Vajri það ef til vill eðlilegasta 5ausnin í byrjun, að stofna ungr mennaskóla á nokkrum stöðum i blómlegustu sveitum landsins, þar sem agi og reglusemi héld- lst í hendur við bóklegt og verk- le8t nám og iþróttaiðkanir, og að koma því sniði á alþýðu- skóla vora, sem öðrum þjóðum hefir reynst happadrýgst: að sameina verklegt og bóklegt nám þannig, ið það geti orðið nem- endum að sem mestu gagni i lífinu. — Skólaskylda er lögleidd hér á landi, og börn eru skyld að sækja skóla frá aldrinum 10—14 ára. Þetta nám reynist hvergi nærri fullnægjandi. Þess vegna verður krafan um ung- mennaskóla til sveita háværari með ári hverju. Mundi það ekki verða farsælast, að samrýma þess- ar tvær stefnur í skólum þess- um: þegnskyldustefnuna pg lýð- skólastefnuna? Þarna er veglegt verkefni búið ungum hngsandi mðnnum, upp- eldisfræðingum, skólamönnum og fulltrúum þjóðarinnar úr öll- um fiokkum, ef þeir eru nokkr- ír eftir, sem nenna að berjast fyrir djörfum hugsjónum sem miða til alþjóðarheilla. HYað yeldur veíklun kynslóðarinnar? Hollasta fæðan. Enskur læknir, heimskunnur, sir W. Arbuthnot Lane hefi ný- lega í enska ritinu »Fortnighty Review« sagt hinum mentaða heimi hlifðarlaust til syndanna, vegna þess óholla matarræðis, sem árlega veldur veikindum og dauða fjölda manna. Læknirinn byrjar á Brellandi og fullyrðir að þjóðinni sé meiri byrði að állskonar sjúkdómum, sem komast megi hjá með auö- veldu móti, en að öllum hern- aðarskuldunum samanlögðum. — Heilsa okkar ber þyngstu á- lögin, og telja má vist, að tjón vinnulauna, vegna sjukdóma nemi árlegahálfri milj. stpunda og að glatað vinnuþrek, af sömn ástæðum, nemi álika npphæð. Ég er þess fullviss, segir hann að hægt'er að forðast s/io allra þeirra sjúkdóma er sækir mann- kynið heim. Sir Arbuthnot Lane heldur því fram, að orsök hinna sívaxandi sjúkdóma sé einkum hugsunar- laust val næriugarefna. íhald- samasta þjóð heimsins — Bret- ar — hafa öldum saman étið brauð úr hreinsuðu og vand- lega sigtuðu hveiti, en fleygt því kjarnmesta og talið það óhæft til manneldis. — Þvi er óspart á lofti haldið, að vér lifum á öld hreystinnar, og þó hafa sjúkdómar og allskonar þján- ingar aldrei farið jafngeyst yfir. Krabbamein og taugasjúkdómar eru orðnir óviðráðanlegri en tæringin, sem tekist hefir að draga úr, en krabbi, meltingar- sjúkdómar og geðveiki fer í vöxt. Geðveikin magnast ógurlega, segir sir W. A. Lane, og er það ekki að kenna ofreynzlu né eyrðarleysi nútfmans, eins og haldið er fram. Taugaveiklað- asta fólkið er ekki hið sístarf- andi »City«-fólk, sem leikur sér með heilsu sína og peninga dag- lega, heldur saumastúlkur og aðr- ir, sem lifa kyrlátu lífi á hveiti- brauðsáti, smjörliki, berjamauki og sterku »dýsætu« tei (eða kaffit) Grein þessa fræga læknis er lóng lofræða um rúgbrauðið, sem ekki hefir tekist að fá Breta til að borða, þrátt fyrir margar þrálátar tilraunir. Rúgbrauð er eðlilegasta og hollasta fæðuteg- undin og auðug að »vitamín- um«. Það heldur meltingunni í reglu og styrkir taugarnar. — Miljónir manna sem í fávizku forðast þessa fæðu, halda sér við á skrumauglýstuni skottn- meðulum og glata þannig heilsa sinni löngu fyrir límanu. Burt með kökur og sætabrauð. Burt með alt niðursoðið mauk. Takið fegins hendi við gjöfum náttúrunnar — étið rúgbrauð. 0 •

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.