Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 02.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Utan úr heimi. Khöfn 31. des. 1925. Stórtjón regna vatnsíióða Eftir langvarandi frostatíð og snjóþyngsli um alla Mið-Evrópu er komin asahláka. Símfregnir hvaðanæfa herma, að fljótin flói yfir alla bakka og valdi flóðin alstaðar afskaplegu tjóni. Fjórir hreppar í Ungverjalandi eru undir vatni og 10 í Rúmeníu kvikfénaður hefir druknað í þúsundatali, brýr brotna og hús komast á flot og menn víða í lífsháska. Bankaaamsteypa. Símað er frá New York City, að nokkrir stórbankar eigi í samningum um að sameinast og yrði þá stofnfé þeirra meira en miljarður dollara. Briand knýr fram samkomnlag. Símað er frá Paris, að hótun Briands til hinna óánægðu ráð- herra hafi haft þ*u áhrif. að samkomulag náðist innan stjórn- arinnar um að fjármálafrum- vörpin verði lögð fyrir þingið næstu daga. Kipling nser albata. Símað er frá London, að R. Kipling sé næstum því batnað. K.höfn. FB., 1. jan. '26. Mnssolini og Chamberlain. Simað er frá Rapalle, að Chamberlain sé þar staddar til þess að hvíla sig. Mussolini heimsótti hann í gær og átti við hann margra stunda samræður. Var því haldið stranglega leyndu, hvað þeim fór á milli, en áliið er, að aðalsamræðuefnið hafi verið stjórnmálaástandið í heim- inum nú, skuldir Ítalíu við Eng- land, samningurinn milli Tyrkja og Rússa, og ef til vill nánari samvinna milli ítala og Breta. Heimsblöðin ræða þessa heim- sókn Mussolini af miklu kappi. Heraukning ltala. Símað er frá Rómaborg, að stjórnin ætli að leggja fyrir þingið frumvarp um mikla aukning hersins. Knldar í Bandaríkjum. Simað er frá New York, að ákaflegir kuldar sé nú í Banda- ríkjunum. Eitt hundrað mann- eskjur hafa frosið í hel. Vatnavextir í Mið-Evrópn. Símað er frá Berlin, að Rínar- fljót sé i ákaflegum vexti. Hefir flóðið orsakað geypilegt tjóu. — 14 stiga hiti í Berlín og 17 í Múnchen. fÆálningarvörur. Blýhvita, Zinkhvíta, Fernisolía, Purkefni, Japanlakk. íiögnð málning. Ódýrar eD góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. JELf. Hiti ðc Ljós. Purkaðan smálisk sem þarf aðeins einnar nætur afvatn, er bezt að kaupa hjá Hafliða Baldvinssyni Bergþóru- götu 43 B. Sími 1456. Verslið við Vikar! Það verð- ur notadrýgst. Guðm. B. Vikar, Laugavegi 21. (Beint á móti Hiti & Ljós.) Sími 658. Sennr jdrnbrantakóngglng. heyra. Ég ábyrgist herra Willams. Það er ann- ars dásnotur náungi, hann þarna; en hann heitir alls ekki Anthony, og ekki heldur Locke, heldur Wellar; og hann er ásakaður fyrir ýmis- legt annað og meira heldur en sjóðþurð. Hann horfði sigri hrósandi á fangann og hvæsti: — Þarna náðum við loksins í yður, hvað? — Mér þykir fyrir, að þér komið of seint, mælti Alfarez smeðjulega. Pessi náungi er þeg- ar tekinn fastur fyrir morðið á herra Cortlandt. Og ég fullvissa yður um, að hann verður fyrst að svara fyrir það. Kirk kinkaði kolli. — Pað var leiðinlegt, Williams! Mér þykir fyrir, að þér skylduð ekki koma í gærkvöld. Þeir héldu áfram burt götuna, en leynilög- reglumaðurinn glápti á eftir þeim, og Weeks gapti af undrun. — Cortlandt myrtur! stundi hann upp. Ham- ingjan góða! Og hugsa sér, að ég hefi skotiö skjólshúsi yfir þessa þorpara! Williams sneri sér á hæli og þeytti nokkrum 'vel völdum blótsyrðum framan í ístrubelginn. Er Ramón Alfarez skömmu eftir morgunverð- »rtima kom heim til Garavels, sat bankastjór- lnn °g dóttir hans ennþá við borðið, og ræddu þau í ákafa um viðburð þann, er hrifið hafði alla borgina. Æ, eruð það þér, Ramón! mælti hinn aldraði maður með ákafa. Setjið yður niður og segið okkur fljótt allar siðustu fréttirnar. Þetta er voða saga, þetta um lát hins góða vinar okkarf Ég fór þegar á stað og heimsótti ekkju hans, en samt get ég ekki almennilega trúað þessu enn þá. — Já, það er hræðilegt! Það er ekki lengra en síðan í gærkvöld, að við sáum hann heilan heilsu og í bezta velgengi. Þrátt fyrir það að Alfarez brann í skinninu að segja alt af létta, var það þó ætlun hans aö koma ár sinni þannig fyrir borð, að honum yrði sem mestur heiður að á allan hátt, og hann leit nú spyrjandi á Gertrúdis. Hann var hróðugur á svipinn, er hann þóttist verða þess var, að hann mnndi verða fyrstur til að færa henni fréttina af því að búið væri að taka An- thony fastan. Hann gat ekki gleymt því, að hún hafði a. m. k. urn stundarsakir tekið meðbiðii hans fram yfir hann, og hann hafði þvi flýtt sér frá lögreglustöðinni og beina leið heim til Garavel til þess að geta glatt sig við það að> baka henni sorg og sársauka með frásögn sinni. — Þvílikur ágætismaður, mæiti Garavel. Hana

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.