Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.01.1926, Blaðsíða 1
Mánudag 4. fanúar 1926. WagGfaé I. árgangur. 282. tölublað. BÆJARSTJÓRNARKOSNING stendur nú fyrir dyrum hér í Reykjavík svo sem venja er til annaðhvort ár. Á að kjósa 5 fulltrúa í stað þeirra fimm er frá fara og áður hafa verið nefndir hér í blaðinu. Eru nú komnir fram 2 listar, eins og annarstaðar er sagt frá, og gefst nú mönnum kostur á að velja milli þeirra. Að þessu sinni skal enginn dómur lagður á, hvernig þeir borgarar, sem setið hafi í bæjar- stjórn, hafi rækt þar skyldur sínar, hve vel þeim hefir tekist að samræma tekjur og gjöld bæj- arins á liðnum árum, að hve miklu leyti þær framkvæmdir hafa verið til bóta, sem í hefir verið ráðist á siðustu árum, og hve vel hefir verið séð fyrir uppeldis og fátækramálum bæj- arins og öðrum málum, er varða hag aimennings og afkomu. Mun eflausl gefast tækifæri til þess síðar, jafnframt og athugað verð- ur enn rækilegar en hér hefir verið áður gert í blaðinu, hve vel Reykjavikurbæ hefir tekist að halda heiðri sínum og virð- ingu sem höfuðstaður landsins. Á hitt skal lítilsháttar minst, sem næst er framundan, og það er val þessara fimm fulltrúa, sem kjósa skal. Veltur á miklu, svo sem æfinlega, að vel tak- ist valið, og að þeir, sem skipa sér í flokka um bæjarmálefni og fulltrúaval, hafi nú tekið þá eina á lista, sem treystandi er til að skipa sætin eigi ver en þeir, sem frá fara, þá menn eina, sem hafa vilja og getu til þess, að kynna sér öll bæjarmál sér- staklega, og sem hafa þá þekk- ingu til brunns að bera, sem gerir þá færa til að gegna þessari köllun sinni. En um fram alt þurfa þetta að vera réttsýnir menn og sjálfstœðir í allri hugs- Uö> tillögugóðir og samvinnu- Pýðir, svo sérhver nefnd geti taust vel skipuð er þeirra nýtur. Störf bæjarfulltrúanna og þau mál, sem þeir eru við riðnir verða margþættari með hverju ári eftir því sem bærinn stækk- ar og þaifirnar verða fleiri. Og þótt mikið sé lagt upp í hendur fulltrúanna til þess að vinna úr, frá sérfróðum mönnum á ýms- um svæðum, er það atriði eitt, að ráða fram úr málunum á hagfeldastan hátt ærið ábyrgð- armikið starf sem þeim einum er treystandi að leysa vel af hendi sem ósérhlífnir eru og starfsfúsir, enda hafi þeir önn- ur þau skilyrði, sem hér hafa verið nefnd. — Þessir menn eiga að sitja í bæjarstjórn næstu 6 árin, ef þeir dvelja hér og end- ist aldur til. Er við búið, að bærinn taki miklum stakkaskiftum á þess- um 6 árum og meiri en á jafn- löngum tima undanfarið, ef af- koma almennings verður góð og atvinnubætur eflast og ef verk- legar framkvæmdir einstakra félaga og dugnaðarmanna gera mönnum lífið vistlegra hér en annarsstaðar. Bærinn á miklar eignir og á margt þarf að lita, ekki sizt það sem snertir andlega velferð og heilbrigði hins uppvaxandi æskulýðs. Fulltrúarnir verða því um fram alt að vera sannment- aðir og þroskaðir menn með ríka ábyrgðartilfinningu, sem altaf láti hreinar og hollar hvat- ir stjórna atkvæði sinu og til- lögum, og vill Dagblaðið óska þess af heilum huga að svo megi takast til um valið sem Reykjavík er fyrir beztu. Eggert Stefánsson. Pnssyfoot hélt heimleiðis frá Noregi fyrir skömmu. Hafði hann þá haldið fyrirlestra viðs- vegar um Norðurlönd. Siðustu fyrirlestra sina hélt hann i Biörg- vin fyrir troðfullu húsi í hvert sinn, og að lokum var honum haldið veglegt samsæti. Hann býst við að koma aftur að sumri. Eggert Stefánsson hefir þegar haldið tvo hljómleika hér í bæn- um, og hlotið slikar viðtökur, að þess eru ekki dæmi áður. Við- fangsefni hans voru stór og mikilfengleg, en honum tókst þann veg söngurinn, að fagn- aðarlæti áhorfendanna ætluðu aldrei að linna, og víst er um það, að leit mun á þar til ann- ar maður en Eggert syngur svo fyrir bæjarbúa, sem hann söng, l. d. Ridona mi la calma (Ave Maria) og la Serenate eftir Tosti eða Erlkönig (Schubert). íslenzku lögin söng hann einnig af mik- illi list, einkum Klukknahljóð (Kaldalóns), Nú legg ég augun aftur (Björgvin Guðmundsson) og íslenzkt Agnus Dei frá 14. öld. Munu mönnum hér í bæ lengi minnisstæð þessi kvöld, og mjög hafa þau stungið i stúf við alt fúskið (dilletantismus), sem hér er kropið fyrir og nefnt er list — i Mangel af no- get bedre — eins og Danskur- inn segir. Dillandi og töfrandi ítalskur söngur — berum hann saman við þunglamalegan og tilfinn- ingasnauðan söng, útbúinn af hinu kgl. Konservatorii eða nafn- lausum smámennum í Khöfn. Hér var heimurinn — eitthvað nýtt og hressandi — vindgola frá föðurlandi Caruso,Ruffo, Mar- tinelli og annara sem allur heim- urinn þekkir. Nú á morgun ætla þeir bræð- ur, Eggert og Sigvaldi S. Kalda- lóns, að skemta bæjarbúum með Kaldalónskvöldi. Sigvaldi Kalda- lóns helir undanfarin ár unnið i kyrþey að því að auka til- finningu manna fyrirramíslenzkri hljómlist, þeirri er lifað hefir með þjóðinni. Laun hans hafa verið þögn og jafnvel hnútukast þeirra, er helzt hefði átt að geta metið viðleitni hans. Alþýða

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.