Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 04.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Utan úr heimi. Khöfn 2. jan. 1926. Friðarmál. Forsætisráðh. og utanríkis- málaráðh. Noregs hafði sent Politiken svo hljóðandi nýárs- kveðju: Ef allar þjóðir gæti bundist jafn traustum böndum og Norðurlönd eru bundin, yrði útilokaðar styrjaldir í Evrópu. Forsætisráðh. Frakka hefir sent sama blaði svo hljóðandi sím- skeyti: Fái Locarno-andinn að ríkja í framtíðinni, verður hægt að byggja upp nýja Evrópu frjálsra þjóða, er taki ótakmark- að tillit hver til annarar og vinni saman að sameiginlegu takmarki i framfara og friðarmálum. Rúðsar slaka á klónni. Símað er frá Berlín: Samkv. símfregnum frá Moskwa, hefir kummunista-flokkurinn haldið fjórtánda stórfund sinn. Pað á- lit kom fram á fundinum, að hætta að gera tilraunir til þess, að koma af stað heimsbylting, en í þess stað byrja smám sam- an að koma aftur á kamla lag- inu, hvað snertir verslun og við- skifti og viðurkenna mestan hluta rikisskuldanna. Chamberlain og Mnssolini. Síraað er frá London, að afar- mikið sé rætt um fund þeirra Mussolini og Chamberlain s. Auk þess, er áður var simað um, ætla menn, að þeir hafi rætt um samtök gegn Tyrkjum og Rúss- um, ef þær þjóðir gerðust um of uppvöðslusamar. Umræðnr nm gengismálið. Símað er frá Washington, að bankastjórar Englands-banka, Belgíu-banka og umsjónarmaður með skaðabótagreiðlsum Pjóð- verja séu þar staddir og ræði við Melon fjármálaráðh. um almenna verðfesting peninganna. K.höfn. FB., 3. jan. '26. Sðguleg gifting. Sfmað er frá Vínarborg, að Karl krónprins af Rúmeníu hafi skrifað undir skjal þess efnis, að hann afneiti erfðaréttindum sinum til konungstignar. Orsök- in er sú, að hann hefir gifst óbrotinni sveitastúlku. Ferdinand konungur reiddist stórlega, sem vita mátti og lýsti hjónabandið ógilt og dæmdi konuna í 70,000 sterl.pd. sekt aða fangelsi ella, en alt varð árangurslaust, krón- prinsinn lét ekki undan. Eftirminnilog nýársnótt. Símað er frá Berlín, að á Ný- ársnótt hafi 400 manna slasast í borginni 455 verið handsam- aðir og 8 sjálfsmorð verið framin. Slæmar tjárhagshorfur. Sfmað er frá London, að sam- kvæmt umræðum blaðanna um útlit á hinu nýbyrjaða ári, megi búast við miklum tekjuhalla á rikisbúskapnum. Tyrkir og Mosnlmálið. Tyrkjastjórn hefir látið enn ó- svarað vinsamlegum tilmælum hinnar brezku stjórnar um að ræða Mosulmálið í bróðerni. Jarðskjálftar á Ítalíu. Símað er frá Feneyjum, að afskaplegur jarðskjálftakippur hafi í gær geysað um alla Norð- ur-ítalfu og varð af talsvert tjón. Kippurinn hélzt í 10 mínútur. Semir járnbrautakóngBlnm. var sannarlega göður vinur minn. Pað er alveg hræðilegt. — Já, og hugsa sér, að hann skuli hafa verið myrtur á svona niðingslegan hátt! — Myrtur! Halda menn að hann hafi verið myrtur? Caramba! Ég hélt að hann hefði skot- ið sig. Það var mér lika sagt fyrir stundu siðan. Ramón kinkaði kolli. — Það virðist vera mjög grunsamlegt. í gær- kvöld á eftir danzleiknum varð alvarlegt upp- uppþot — nærri því amerískt einvigi. Svo mik- ið er okkur kunnugt. Gertrúdis hafði hingað til setið óttaslegin og hlustað á samtalið, og sagði nú í meðaumkv- unarróm: — Og aumingja konan hans, henni hlýtur að líða voðalega illa 1 — Já, ef til vill! Það er ekki gott að vita! Ramón ypti öxlum og brosti. — Við hvað eigið þér? spurði Garavel. Hvaða uppþot vóruð þér að tala um? Segið mér, alt það er þér vitið um þetta, Ramón, ég er mjög fíkinn i það. — Þegar herra Cortlandt fór frá Tívólí-Hótel- inu í gærkvöld, gekk hann ti! miðdegisverðar ó Centralhótelinu með sex af inum sinum. Peir höfðu drukkið talsvert. PaO er búið að yfir- heyra hótelþjónana, og einn þeirra, sem var viðstaddur, hefir sagt mér alt saman. Pað er svo að skilja sem herra Cortlandt hafi alllengi verið afbrýðisamur við konu sína. — Ómögulegt! Afbrýðisamur! Göði Ramón, svona íramúrskarandi ágæta konu. — Ég — ég — á ef til vill að fara burt á meðan? sagði Gerlrúdis feimnislega og stóð upp, en Ramón var skjótur til svars: — Nei, nei! alls ekki. Verið þér endilega kyr! Ég þarf að skýra frá furðulegum blutum, ótrú- legum fréttum, sem þér munuð gjarnan vilja heyra. Peir lentu í hár saman, og herra Cort- landt bar opinberlega þungar sakir á meðbiðil sinn, í áheyrn allra hinna. Pað varð voðalegt uppistand, og hinn hafði í hótunum. Garavel virtist hálf efandi um frásögn Ramóns. — Bíðið þér nú viö! Petta var bezti vinur Cortlandts, maður sem bann hefir ausið yfir velgerðum, sem hann bar þessar sakir á. Ramón fann bæði til gremju og ánægju í aðra röndina, er hann varð þess var, að Ger- trúdis varð æ fölari og fölari við frásögn hans. Svo sagði hann: — Pið munuð aldrei geta upp á því, hver þetta er. Það var — — Ég kynoka mér við að segja það, en þið þurfið að vita það, kæru vin- ir. Pað var Antbóny. Pað borgaði sig vel fyrir Ramón að hafa

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.