Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ að vita, hve seint gengur með vegabót þessa, svo að fullu haldi komi. Hér er hvergi um lagðan veg að ræða vestan Leirár, nema vegspottann frá Lækjarósi að Skorholti (um 2Va km.). Hitt eru melar og sendin holt en mjög greiðfært. Þegar í sjálfan Borgarfjörðinn er komið, er um tvent að ræða: Ferju úr Seleyri og yfir í Borg- arnes (2 km.), og liggur það beinast fyrir, meðan vegi skort- ir svo víða. Hitt er að halda áfram veginum um Skeljabrekku og að brúarstæði á Andakilsá — hvar sem það kann að vera — og þaðan veg að Hvítárbrú hjá Ferjukoti. Væri þetta auðvitað æskilegast, en á þó óefað langt i land, svo sjálfsagt væri að hallast að hinni leiðinni fyrst um sinn, enda yrði það að mikl- um mun kostnaðarminna, þótt ferja kæmi til. Á hinni leiðinni, sem yrði a, m. k. 15 km. lengri, kæmi 1 'stórbrú (Andakílsá) og 2—3 minni brýr í viðbót. Landleiðin Reykjavík — Borg- arnes innan Akrafjalls mun vera upp undir 70 km., en utan Akra- fjalls (um Akranes) um 15 km. Iengri. En af þeim viðauka er þó mestur hluti lagður vegur, eins og áður var drepið á. — Um aðrar billeiðir til Borgar- fjarðar getur tæplega verið að ræöa sökum snjóa — nema um hásumartimann — t. d. inn fyrir Hvalfjörð eða um Þingvöll. Og auk þess lægi siðarnefnd leið um óbygðir og væri allsendis ótæk sem sambandsbraut við Reykjavik. Sú braut, sem ég hefi bent á hér að framan, liggur aftur á móti beinustu leið og styztu, og liggur öll um góðar sveitir. — Með bættum vegum myndi hún smámsaman verða fær mestan hluta ársins, og suma vetur myndu snjóar alls ekki banna ferðir neinstaðar á þessari leið, svo eigi yrði við gert. — Hér er hvorki um hreppa- né sýslupólitík að ræða. Þetta er landsmál í víðtækasta skilningi! Á þennan hátt einan kemur Norðurlands-brautin að fullum notum og síðarmeir Breiðafjarð- ar- og Dalabrautin. — Ég hefi með þessum línum bent á nauðsynlegt stórmál og tímabært í samgöngum vorum. Tel ég það vel þess vert, að það sé rætt og íhugað rækilega. Og engan spámann þarf til þess að segja fyrir, að þetta muni kom- ast í framkvæmd, fyr eða síðar. Vér, sem nú erurn uppi, eigum að vera öflug lyftistöng slikra framkvæmda á stuttri æfi vorri, en eigi þröskuldur i vegi þeirra með skammsýni og áhugaleysi. Helgi Valtfjsson. JBorgin. Nætnrlaebnir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, simi 959. Jíætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Skrá yfir aukaniöurjöfnun útsvara liggur frarami á skrifst. borgarstjóra til 15. þ. m. Kærur verða að vera komnar á skrifstofu skattstjóra fyrir 31. janúar. Landsmálafundi hafa þeir fram- bjóðendur Ólafur Thors og Har- aldur Guðmundsson haldið undan- farið á ýmsum stöðum. í dag kl. 2 e. h. verður fundur haldinn að Brúarlandi og er þar tækifæri fyrir Reykvíkinga að hlusta á þá. Söngskemtnn bræðranna Eggerts Stefánssonar og Sigvalda Kaldalóns í gærkvöldi var ágætlega vel sótt, og allir aðgöngumiðar uppseldir daginn áður. Verður skemtunin end- urtekin á sunnudag kl. 4. Vestnr-íslendingnmót með danz- leik verður haldið á föstudagskvöld n.k. á Hótel Heldu. Aðgöngumiðar afhentir í dag í Kirkjustr. 4. Rarna verður ágæt skemtun, og líklegt að félagar fjölmenni. Isflskslalan hefir verið mjög treg núna eftir hátíðirnar. Hefir mark- aðurinn oftast veriö yfirfullur og skipunum gengið illa.að fá afgreiðslu. Hafa sum þeirra selt fyrir mjög lít- ið verð, en heldur virðist nú mark- aðurinn vera að glæðast eftir sið- ustu sölufréttum að dæma. Otur og Grímur Kamban fóru í morgun út á veiðar. Tryggvi gamli kom af veiðum í morgun með um 1700 ks. og fer með aflann til Bretlands í dag. Keyndin kom af veiðum ígær með með um 1200 ks. af isfiski. Dagblaðið hefir verið heldur sið- búið stundum undanfarið, en nú verður úr þvi bætt og mun það framvegis koma út um hádegi. ÍDag6lað. Bwjarmálablað. Fréttablnð. Ritstjóri: 6. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími Í44. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverö 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Árni Pétursson. læknir, XJ ppsölum. Sími 1900 Viðtalstími: 10 — 11 og 2 — 3. Hf. Hiti & Ljós hefir ákveðið að hætta hér verslunarrekstri og aug- lýsir því útsölu þar sem allar vör- ur verslunarinnar verða seldar meö miklum afslætti. KTÖldskemtun verður haldin í kvöld í Bárunni, og m. a, les Frið- finnur Guðjónsson þar upp. Fréttabréf. Kliöfn, FB. 12. des. ’25. íslendiugafélagið hér í Khöfn mintist fullveldisdagsins með fundarhaldi og danzleik um kvöldið 1. des. Prófessor Hall- dór Hermannsson talaði um fretsisanda íslendinga á liðnum öldum. Annars var þessa dags hvergi minst annarstaðar. Blöð- in gátu eigi um fuliveldi Islands í sambandi við daginn, nema ein tvö, sem islenzkur fregnrit- ari starfar fyrir. Kuldatíð. Kuldar miklir gengu yfir Norðurlönd í byrjun þessa mánaðar, varð kuldinn mestur í Noregi og Svíþjóð en minstur í Danmörku. í Osló rifnaði götu- steypan á Karl Jóhanns-strætinu þvert og endilangt af frost- sprungum. L. S.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.