Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 3
D A G B L A Ð 3 Utan úr heimi. Leikfélag Reykjavíkur. Dansinn í Hruna verður leikinn föstudaginn 7. þ. m, kl. 8 síðd. í Iðnó. Aðgöngumiðar verða seldir í dag frá kl. 4—6. og á morgun kl, 10—1 og kl. 1—2. Simi 12. Karl RúmeDa-krónprinz. Símað er frá Milano, að fyrv. Rúmena-krónprinz Karl sé þar staddur og neiti að tala um sjálfan sig. Hann hefir lofað því, að koma ekki til Rúmeniu fyrstu 6 árin. Er sagt, að hann hafi lagt lag sitt við forkunnar fagra Gyðingastúlku, og að hann ætli að skifta um nafn. Atburð- urinn vekur geypilega eftirtekt um allan heim. — Prinzinn er nú farinn af stað til Stockhólms. — Simað er frá Vínarborg, að þar sé talið fullvístj að her- inn og margir hinna kunnustu herforingja hafi ætlað aö gera byltingu og koma Karli á kon- ungsstólinn. Ekkert hafi orðið af byltingunni, og hafi Karl þess vegna farið úr landi. Verslið viö Vikar! Það verð- ur notadrýgst. Guðm. B. Vikar, Laugavegi 21. (Beint á móti Hiti & Ljós.) Simi 658. Hringsjá. ísafirði, FB,, 5. jan. ’26. Bæjarstjórnarkosnlngln í dag fór þannig, að Alþýðuflokks- lislinn fékk 346, og af honum kosnir: Finnur Jónsson og Jón M. Pétursson. Ihaldsflokkurinn fékk 217 at- kvæði, og af honum Jóhann Bárðarson. — 39 seðlar ógildir og 1 auður. Khöfn 4. jan. 1926. Stjórnarbylting í Grikklandi. Simað er frá Aþenuborg, að þar hafi verið stjórnarbylting og hafi Pangalos gert sjálfan sig að alræðisinanni með ótakmörk- uðu valdi. Fundum þingsins er frestað (?) um óákveðinn tíma. Pangalos hefir sagt, að hann ætli að stjórna Grikklandi með aðstoð hers og flota. Ekkjndrottningin á Ítaiíu dáin. Símað er frá Rómaborg, að ekkjudrottning Margerita hafi dáið i gær. Drottning Svía liggnr veik. Simað er frá Stokkhólmi, áð drottningin sé alvarlega veik, af lungnabólgu. Áhrif ofdrykkjnnnar. Simað er frá New York Gity, að fádæma drykkjuskapur hafi verið þar í borg á jólunum og nýársnótt. Fjörtiu menn voru fluttir dauðveikir á spitala. Höfðu þeir drukkið eitraðan spirutus, heimabruggaðan. Sonur .járnbrantnkángrBlnB. — En þetta er ekki öll sagan, sagði Ramón æstur. Hann er alls ekki sá, er hann hefir þózt vera, hann hefir líka siglt undir fölsku flaggi. I morgun kom hingað ameríkskur lögreglumað- ar til þess að taka hann fastan fyrir heilmarga glæpi. Hann virðist lika vera þjófur og hafa stolið 80,000 krónum frá húsbændum sinurn. Nei, hér getur elcki verið um neinn misskilning að ræða. Fyrir klukkustund síðan átti ég tal við lögreglumanninn, og hann hefir sannana- gögn í höndum, Þetta kemur í blöðin, og inn- an skamms verður þetta heyrum kunnugt. í gærkvöld, er herra Cortlandt bar á hann sakir sínar, lenli þeim í hár saman, og hafði þá An- thóny í heitingum við hann, að hann skyldi drepa hann. Um aftureldingu var svo aumingja maðurinn skotinn niður við hafnargarðinn. Eru þetta ekki nægar sannanir? — Jú. það er þó víst, stundi Garavel upp. Þarna sérðu, barnið mitt, hvaða óhamingju þér hetir verið bjargað frá. Og þetta er alt saman Ramón að þakka. Viltu nú ekki þakka honum? — En þetta er ekki satt, sagði hún blátt á- fram, og augu hennar lýstu bjart og rólega eins og allariskerti. — Jæja! Pað er svei mér ógætt! Hann er sem stendur í fangelsinu, hvæsti Ramón. Og þar skal hann fá að dúsa, því heiti ég yður, þangað til hann verður sendur til Chiriqui eða — — — Gertrúdis sneri sér að föður sínum. — Gerðu svo vel að fara með mér til hans. Ég verð þegar að fara til fangelsisins. Hann horfði á hana alveg steinhissa og svar- aði engu. — Farðu burt! tautaði hann eftir stundar- korn. Ætli ég sé alveg búinn að missa vitið? Hann reyndi að jafna sig og taka sig sam- an til þess að vera nógu strangur. — Ég verð að fara, þvi hann er maðurinn minn. Við vorum gefin saman í gærkvöld. Það varð dauðaþögn sem snöggvast, og skark- alinn af vagni, sem ók framhjá, fylti alveg her- bergið. — Heilaga Guðs móðir! hrópaði bankastjór- inn upp yfir sig og hneig niður á stólinn, sem hann var nýstaðinn upp úr. Ramón glápti á þau til skiftis. Gertrúdis kerti hnakkann og varð upplits- djörf á svipinn. — Já, ég er konan hans, þótt ég hefði ekki ætlað að segja þér það svona fljótt; þú skilur því, að ég verð að fara til hans undir eins, annars getur hann haldið, að ég trúi þessum lygum. — Þú ert brjáluð! Veiztu.hvað þú ert að segja?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.