Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 06.01.1926, Blaðsíða 1
Miðvikudag 6, fanúar 1926. I. árgangur. 284. tölublað. SJÁVARÚTVEGURÍNN hefir tekið svo miklum breyting- um á siðustu áratugum, að aðstaða hans til landbúnaðarins og annara atvinnuvega, er nú í öllu önnur en áður var. Lengi höfðu opnu bátarnir verið einu fiskiíleytur landsmanna, höfðu þeir mörgum reynst aflasælir og notadrjúgir, en illa fallnir til langra sjóferöa og stórtækra veiðifanga. Síðan komu þilskipin til sögunnar og var þar í mörgu um endurbót að ræða frá opnu bátunum. En hvorttveggja var, að þau brugðust i sumu vonum manna, enda hafa þau ekki orðiö til langframa, og má nú svo heita, að þau séu ekki leng- ur notuð til fiskveiða hér við land af Islendingum sjálfum. Er langmestur hluti þeirra þil- skipa, sem hér stunda veiðar á vertiðum, eign Færeyinga og er mikið af þeim skipastól héðan keyptur, þegar við breyttum um veiðiaðferðir. Eftir þiiskipin koma vélbát- arnir og síðast botnvörpungarnir, og er nú svo komið, að mest allar fiskiveiðarnar eru reknar með þessum skipum, Það þóttu mikil tíðindi, þeg- ar fyrsti botnvörpungurinn var fenginn hingað til lands, enda var þá óneitanlega í mikið ráð- ist eftir okkar mælikvarða á atvinnulifinu. En nú þykir það ekki meiri tíðindum sæta, þótt nýr botnvörpungur sé keyptur, heldur en ef landbóndi keypti sér dýran reiöhest í gamla daga, Svo mjög hafa tímarnir breyzt. Nú er svo komið, að 51 botn- vörpungur voru gerðir héðan út siðastliðið ár og mun rúmlega 40 þeirra hafa verið íslenzk eign. Þessi stórfelda aukning botn- vörpunganna samhliða fjölgun vélbátanna hefir skapað sjávar- útveginum þá sérstöðu í atvinnu- vegum okkar, að afkoma hans hefir bein áhrif á hagsmuni heildarinnar. Hagur almennings hækkar eða lækkar eftir því hvernig árar fyrir útveginum. Vegna þessarar sérstöðu út- gerðarinnar í atvinnumálum vor- um og þeirra meginþátta í þjóð- hagslegri afkomu, sem við hana er tengd, verður vel að gæta þess, að láta forsjálnina sitja í fyrirrúmi og leggja aðaláherzl- una á að tryggja framtíð þessa stórfeldasta atvinnuvegar okkar sem allra bezt. Samgöngur. ii. Bílvegur Royfcjavík-Borgarnes. Hugsum okkur snöggvast, hví- Hk gerbreyting hefir orðið á samgöngum austur um fjall, síð- an bílferðir hófust, og hvilikur munur orðinn er á bílanotkun nú á móts við það, sem var fyrstu árinl Og i vetur hafa bíl- ar gengið daglega austur yfir fjall fram aö áramótum. Póst- göngur í Árness- og Rangár- vallasýslum hafa einnig batnað að miklum mun vegna bílferð- anna, þótt seinna hafi orðið, heldur en vænta mátti. Álíka breyting og eigi síðri myndi verða á samgöngum milli Reykjavíkur og Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu með föst- um bílferðum héðan úr Reykja- vík. Umferðin myndi verða geysiraikil á skömmum tíma, og póstgöngur myndu færast í sæmilega gott horf, a. m. k. um sumartimann. Fyrir langferða- menn yrði það einnig ómetan- leg samgöngubót. Nú vill svo vel~til, að einasta leiðin, er raunverulega getur komið til mála sem billeið héð- an til Borgarfjarðar, liggur um þéttbýlar sveitir, þar sem nú þegar er vagngengt á löngum svæðum, og víða nærri sjálf- gerður vegur, sem með lítilli fyrirhöfn mætti gera sæmilega góðan fyrir bílferðir. Þannig er um alla Melasveitina og Hafn- arskóg, og í raun og veru alla leið að Skeljabrekku í Andakíls- hreppi. — Aðal farartálminn á þessari leið er Hvalfjörðurinn, en hann verður að brúa með — bílferju. Og til þess þarf enga járnbrautarferju! Þyrfti hana tæplega stærri en svo, að hún tæki tvo hlaðna (háfermda) flutningabila, eða 3—4 fólks- flutningabíla, og yrði það ekk- ert stórskip af þeirri gerð. Sunnan Hvalfjarðar hefði veg- ur þessi átt að vera kominn fyrir löngu. Nú mun vera bil- gengt nærri alla leið Kollafjarðar, og þá fer að styttast leiðin út á Kjalarnesið og í utanverða Kjósina. Er ótrúlegt, að Kjósar- vegurinn dragist lengi úr þessu, og er furða, að enginn skuli hafa »riðið hann inn á Alþingk fyrir löngu. Veit ég, að það hef- ir verið reynt a. m. k. einu sinni, þótt það mistækist þá. — Um ferjustaði er úr tvennu að velja: Yfir Hvalfjörð utar- lega, t. d. að Innra-Hólmi, eða jafnvel utár, og næst þá þegar í Akranesbrautina, sem nú er komin inn að Kjalardal, og á því aðeins skamt eftir inn fyrir Leirubotna. Hitt er að ferja yfir fjörðinn innar, þar sem hann er mjóstur, t. d. nálægt Útskálahamri, og liggur þá bein- ast fyrir að leggja vegspotta (ca. 5 km.) yfir að Aurriðaá, innan Akrafjalls. Aðal farartálminn á þessu svæði eru árnar þrjár, sem renna út á Leirurnar, beggja megin við Vogatungu (Aurriðaá, Laxá og Leirá). Verð- ur að brua þær fyr eða seinna, sökum samgangna innansveita. Nú verða sveitamenn að sæta sjávarföllum og fara með vagna sína yfir fjörurnar (leirurnar), og veiða þá oft tæpt fyrir, eins og gefur að skilja. Liggja aðal- samgönguleiðir þessara sveita út á Akranes, og er hörmung

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.