Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.01.1926, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.01.1926, Blaðsíða 2
2 Ð A G B L A Ð Sé nú talið nauð^yn fyrir oss {slendinga ,að hugsa ofurlitið fram í tímann, eins og aðrar þjóðir, sé ég eigi nema eina leið til úrlausnar þessu máli. Það er að Norðmenn, íslendingar og Færeyingar komi sér saman um að leila samninga við Dani um framtíðarhagnýtingu Grænlands. Er full ástæða til að ætla, að Danir myndi eigi synja þeirri málaleitun, ef hinar þjóðirnar þrjár væri samtaka. — Árangur- inn af þess háttar samningagerð myndi þá eðlilega verða sá, að þessar fjórar þjóðir kœmi sér saman um framtíðarhagnýtingu Grœnlands. Myndi það óefað vel farið. í*á myndu þessar þjóðir sitjast við þá eldana, sem bezt brynni, og yrði Grænland þá eigi lengur annað eins keppi- kefli sem áður fyrir önnur lönd. Og þá yrði einnig algerlega girt fyrir stórveldakapphlaup þau um Grænland, er ég áður hefi drepið á I Og er það eigi minst um vertl----- Þetta er þá i sem styztu máli uppistaðan í minni »GrænIands- pólitíkor, og þykist ég eigi þurfa að bera neinn kinnroða fyrir henni. Er ég þess fullviss, að framtíðin muni sanna orð mín á fleiri vegu áður langt líður. Er og vonandi öllum ljóst, að hér er um mikilvægt alvörumál að ræða. Þá er að lokuni eftir að minnast litið eitt á það, er háttv. höfundur »Nýja Sáttmála« nefnir »bandalag við Norðmenn« út í »grænlenzkt æfintýri«. — í áðurnefndum Grænlands-grein- um minum hefi ég leyft mér að benda á samvinnu við Norð- menn og Færeyinga um þetta mál, er snertir þessar þrjár þjóðir sameiginlega. En eigi er þó þessi hugmynd upphaflega runnin undan mínum rifjun. Um ástæðuna fyrir þessari uppástungu er þá því fyrst til að svara, að ég sé enga aðra leið til þess, að íslendingar geti á nokkurn hátt komið ár sinni fyrir borð f því máli. Auk þess er þetta einasta eðli- lega leiðin, eins og Grænlands- málið horfir nú við. Samvinna milli þjóða er hvorki né þarf að vera neitt »bandalag i venju- legum pólitískum skilningi„ Er því engin ástæða að gera sér neinar getgátur í þá átt aö svo stöddu. Hér er um mikilvægt atvinnumál að ræða fyrir þrjár skildar þjóðir, og velta úrslit þess á hinni fjórðu þjóðinni. Þetta er raunveruleikinn sjálfur. Eru því fyllstu likindi til, að »bandalag« gæti komist á um mál þetta milli þessara fjögurra þjóða, — ef menn endilega vilja nota svo hátíðlegt nafn á samningagerð og samvinnu um sameiginleg framtíðamál (»vitale interesser«). Tel ég lítinn vafa á, að samningar í þessa átt myndu hafa náðst um árið, er Norðmenn og Danir sömdu síðast, — ef vel og skynnsamlega hefði vesið við málinu snúist af vorri hálfu. Og eigi er örvænt um, að tekist gæti enn, ef vér sem þjóð skildum til fulls vorn vitjun- artíma. — — Hjá mér hefir aldrei blandast í mál þetta minsti snefil af neinskonar »stórveldapólitík«. Ég hefi frá upphafi skoðað það sem nauð- sgnlega sjálfbjargar-viðleitni frá íslendinga hálfu. Og ég er sömu skoðunar enn. Sjált's- björgin er undirstaða sjálf- stæðis vors! Og þessvegna hreyfi ég þessu máli enn á ný í þeirri von, að komið gæti það fyrir, að vér vöknum til rélts skilnings á Grænlands- málinu, — áður en það veröur um seinan! — — — Ég get gjarna bsétt þvi við að lokum, að ég tel að oss íslendingum ætti eigi að stafa nein hætla af friðsamlegri samvinnu við aðrar þjóðir um þetta mál né önnur, svo íramarlega sein vér séum sæmi- lega þroskaði^ sem þjóð. Það yrði þá vort »þjóðbandalag«. — Séum vér aftur á móti almennt orðnir svo siðferðis- lega og pólitiskt spiltir, sem marga órar fyrir, að þjóðar- holdið sé að grotna af beinum vorum, erum vér eigi til ann- ars frekar hæfir heldur en í hákarlabeitu. Tel ég þá litlu skifta, hver hákarlinn gleypir oss 1 Helgi Valtgsson. íÞagðiaé. hæjarmálablað. Fréttablnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjar*org2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á rnánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, fc.f. I. O. G. T. I. O. G. T. XDiiiingyitt uo. 14. Kaífikveld miðvikudag 13. þ. m. Systúr, komið rnteð kökupakka! Templarar fjölmennið! Nætnrlæknri. Jón Kristjánsson, Miðstræti 3 A, Sfmi 686. Nætnrvörðnr í Rvikur Apóteki. Einsdæmi mun það vera að snjó- laust sé um þetta leyti árs á Hellis- heiði. Maður er kom að austan í fyrra- dag, sagði að hvergi væri snjóföl á veginum aila leiðina nema einn smáskafl hjá Hólmi. — Bifreiðar ganga nú líka daglega austur um sveitir. Heiisuhæli Norðurlands er eitt- hvert mesta nauðsynjamál Norð- lendinga og það sem þeir fylkja sér nú um af mestum áhuga. Til styrkt- ar því verður Norðlcudingamótið haldið, sem auglýst er hér i blað- inu og munu fáir Norðlendingar sitja heima annað kvöld. Nova og Botnfa liggja báðar í Vestmannaeyjum, og hafa ekkert getað aðhafst vegna veðurs. Geta þær því ekki komið hingað tyr en i nótt eða fyrramálið. Sunnanrok og rigniug var hér mestallan daginn í gær, en stytti upp er kom fram á kvöldið. Hftsgafl hrundi í gær á Laugaveg 27 B. vegna þess að stórveður rauk á þegar nýbúið var að taka mótin frá gaflinum, en hann ekki orðinn nógu harður. Botnvörpungarnir. Snorri goði, Gulltoppur og Karlsefni komu frá Bretlandi í gær. Snorri og Ari fóru aftur á veiðar í gær og Geir í morg- un. — Skallagrímur kom af veiðum í morgun með um 900 ks. Fer hann áleiðis til Bretlands í dag

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.