Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 13.01.1926, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Kosningin i Kjósar- og Gullbr.sýslu. Talning atkvæða fór fram tí gær, og var Ólafur Thórs kosinn með 1318 atkvæðum, en Haraldur Guðmundsson fékk 958. 16 seðlar voru ógildir og 6 auðir. Taugaveiki á Eyrarbakka. Taugaveiki heflr komið upp hjá héraðslækninum á Eyrarb. Gísla Pét- urssyni. 5 manns hafa tekið veik- ina, og er 1 af þeim dáin. Er það fósturdóttir læknisins, stúlka um tvítugsaldur. Veikin er nú komin í fleiri hús, og er lialdið að hún hafl borist með mjólk, sem keypt hafi verið þar i þorpinu. Peningnr; Sterl. pd................. 22,15 Danskar kr............. 113,53 Norskar kr.............. 93,44 Sænskar kr............. 122,33 Dollar kr.............. 4,57'/* Gullmörk............... 108,82 Fr. frankar ............. 17,72 Hollenzk gyllini....... 184,03 Utan úr heimi. Khöfn 12. jan. 1926. JPing Stír sett í fyrradag. Símað er frá Stockhólmi, að ríkisdagurinn hafí komið saman I í gær. Ping Norðmanna sett í gær. Símað er frá Osló, að stór- þingið komi saman i dag. Frá Ungyerjalaudi Símað er frá Budapest, að socialistar hafí sent áskorun til þjóðarinnar um, að hún krefjist þess, að Horthy rikisforstjóri og stjórnin fari frá. Ránskapur í Mexíkó. Simað er frá Washington, að ræningjar í Mexíkó hafi ráðist á járnbrautarlest og drepið fjölda ferðamanna. Rændu þeir og stálu og brendu öllu lauslegu og brendu svo lestina til kaldra kola. Jarðarför ítölsku ekkju- drottningarinnar. Símað er frá Rómaborg, að ekkjudrottning Margerita hafi verið jörðuð í gær með mikilli viðhöfn. Taxtahækkun í Noregi. Símað er frá Osló, að Noregs- banki bækki forvexti í dag upp í 6 % úr 5 °/o. Chr. Sinding 70 ára. Tónskáldið Christian Sinding hélt í gær hátiðlegan 70. afmæl- isdag sinn. Blöðin hylla hann og flytja miklar lofgreinar um hann. Fjársöfnun fór fram og safnaðist stórfé. [Chr. Sinding er talinn eitt hinna allra merkustu núlifandi tónskálda í Noregi. Norska stórþingið veitti honum föst æfilaun, meðan hann var á bezla aldri, og hefir hann því getað gefið sig óskiftan að tónsmiðum sínum. Auk all- margra stórra músik-verka hefir Sinding samið fjölda sönglaga, og hafa mörg þeirra heyrst f söngleikum hér heima t. d. Der skreg en Fugl, Rav, Sglve- lin o. fl. Hann er i miklu áliti víðsvegar um heim, enda hefir haun ferðast viða um lönd og dvalið lengi erlendis. Árin 1921 —22 var hann prófessor við Hljómlistaskólann í Rochester í Bandarikjuuum. Sonnr jAriibrnntakóngsIng. hann enga tilraun'gert til þess að stöðva An- thóny. Kvaðst lögregluþjónninn svo hafa haldið áfram í sömu áttina, unz hann rakst á lík Cort- landts. Skammbyssa lá við hliðina á líkinu. Það var voðaleg sjón! Vitnið kvaðst alveg hafa geng- ið af göflunuin. Hann blés því f pipu sina, og er hann sá ljós í húsi landstjórans rétt hjá, kvaðst hann hafa leitað hjálpar þangað. Skömmu síðar hefði svo annar lögregluþjónn komið til sögunnar. Kirk varð sem steini lostinn, er framburður þessa vitnis var þýddur fyrir hann, en gremja hans yfir þessari ósvífni var þó ekkert á móts við það, er einn af þjónum Alfarez sór eið að því, að hann hefði verið sjónarvottur að því, að Kirk hefði myrt Cortlandt. Þessi náungi kvaðst ekki hafa getað sofnað um nóttina söknm tannverks. Undir morguninn hefði hann þvf farið á fætur og gengið niður að hafnargarðinum sér til hressingar. Hann var enn þá þrútinn í andliti, og hann gerði sér mikið far um að sýna réttinum, hvaða tönn það hefði verið, sem varð þess valdandi, að hann varð sjónaivottur að sorgaratb'urði þess- um. Hann lcvaðst hafa verið alveg úrvinda af þreytu og hafa þvf sofnað, þar sem hann sat, en svo hefði hann vaknað við háreysti og áflog. Er hann reif upp augun, kvaðst hann hafa séð tvo Amerikumenn, og var annar þeirra Cort- landt, en hinn Anthóny. Hann kvaðst ekki hafa skilið það, sem þeir sögðu, og heldur eigi hald- ið, að þetta væri neitt alvarlegt, unz hann sá háa manninn skjóta herra Cortlandt. Kvaðst hann þá hafa orðið dauðskelkaður og hafa hlaupið leiðar sinnar og hafði alveg gleymt tannverknum, sem af guðs náð var nú alveg horfinn. Þetta var alt og sumt, sem hann vissi um málið. Hann þekti Anthóny aftur, og var viss um, að það hefði verið hann, sem skaut Cortlandt. Hann skýrði einnig frá, að sér væri mjög gjarnt að fá tannverk. Kirk virtist alt þetta eins konar kynlegur skrfpaleikur, og hann átti bágt með að trúa því að nokkuð yrði lagt upp úr öðrum eins vitnis- burði. En innan skamms varð honum það ljóst, að málið var sannarlega alvarlegs eðlis. Pað virtist ljóst, að úr því að þessi vitni vóru svo fús til meinsæris, þá hlyti einhver mikilsháttar og málsmetandi maður að standa að baki þeim. Og þá var eigi hægt að geta sér til með neinni vissu, hve langt áhrif þessi kynnu að ná. Pað var vandalaust að gizka á ástæðurnar fyrir þessu meinsæri, en vandinn var að komast í höggfæri við þessa tjaldabaksmenn. — Wade hafði verið stefnt til vitnaleiðslu, og hann sagði hlífðarlaust frá uppþoti því, er gerst hafði í

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.