Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.01.1926, Blaðsíða 3

Dagblað - 22.01.1926, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐ Ungversfea þiogið og seðla- fölsnnarmálið. Sfmað er frá Búdapest, að afskapleg æsing sé í þinginu út af seðlafölsunarmálinu. And- stæðingar stjórnarinnar skoruðu fastlega á stjórnina, að ransaka málið til hlítar. Stjórnin lofaði hátíðlega að reyna til að afmá þennan skammarblett á heiðri þjóðarinnar, er hefir mjög spilt áliti landsins út á við. ErahbameinslæknÍDgar dr. Hye’s. Símað er frá London, að Gye læknir, þektur um allan heim vegna ransókna sinna á krabbameini hafi sagt í fyrir- lestri, að útlit sé á, að orsök krabbameinsins finnist bráö- lega. Vegna rannsókna er ný- lega hafa fram farið, séu mikl- ar líkur til, að hægt verði verjast sjúkdóminum og lækna hann. Sýrlenzka nppreistin. Sfmað er frá Jerúsalem, að skotið hafi verið á eitt borgar- hverfið, þar sem uppreistar- menn höfðu gert sér vígi. Afmælisdagur Hriugsíns verður hátiðlega haldinn þriðjudaginn 26. janúar á Hótel íslands. Félagskonur vitji aðgöngnmiða fyrir sig og gesti sína sem fyr*t í verslun Hjálmars Guðmundssonar, Pósthússtræti. — Allar nánari upplýsingar gefnar þar. Afmæli^nefmiin. Bggert Stefónssoii endurtekur söngskemtun sína á sunnudaginn 24. þessa mánaðar klukkan 85/2 í Fríkirkjunni. — Aðgöngumiðar fást í bókaverslun ísafoldar, í Hljóðfærahúsinu, bókaverslun Sigf. Eymundssonar og í verslun frú Katrínar Viðar. — Sigvaldi Kaldalóns aðstoðar. Veggmypdir tallegar og ódgrar. FREYJUGÖTU 11. Innrömmuh d sama stað. 8ounr járubrantakrtngslns, kona, og bað yður að taka við mér, og ég geri það enn þá. * — Þér vitið ekki sjálf hvað þér eruð að segja. I*ér eruð veik, frú Cortlandt. Ég ann Gertrúdis svo heitt, að ég mun aldrei geta né vilja elska nokkra aðra konu. Guð einn má vita, hverju þeir hafa komið henni til að trúa um mig, en það er alveg það sama. Ég skal sannarlega greiða úr þessari dásnotru svikamylnu hans Al- farez, og þegar hún kemst að sannleikanum, þá mun hún þegar koma aftur til mín. — Pessari svikamylnul kallaði Edith upp yf- ir sig. Og nú ætlist þér líklegast til, að ég eigi að hjálpa ykkur til að ná saman? Pau horfðust i augu stundarkorn og þögðu bæði. — En ég ætla mér alls ekki að hjálpa henni, bætti hún við. Ég er ekki þannig gerð. Ég er eigingjörn kona. Ég hefi ætið verið þannig, af því ég hefi ekki átt neinn að vinna fyrir. En í eðli mínu er ég göfuglynd. — Ég kenni i brjóst um yður, mælti hann. Ég veit, að þér hafið oiðið að þola mikið. En ég ælla að biðja yður um að gera yður enga frekari fyrirhöfn mfn vegna. Hún horfði á hann þrákelknislega, en hún skalf öll og nötraði eins og í hitasótt. — Ég vil heldur standa andspænis gálganum, eins og þér gerið núna, en að horfa fram á við móti þejrri æfi, sem bíður min; og þegar öllu er á botninn hvolft, er ég ekki viss um, að ég geti hjálpað yður. Munið eftir því, að nú erum við í Mið-Ameriku, og að óvinir yðar eru voldugir. - Ég er sonur Darwins K. Anthóny, mæltf hann. Hann mun aldrei leyfa það. — O-I Hann er Amerikumaður, og hér er við Spánverja að etja. Pér hafið nú séð, hvern hug þeir bera til okkar, og hann getur keypt fleiri vitni til að sverja rangt; hann mun kaupa alla dómnrana með fé sínu. Já, ég vil lika heldur, að honum hepnist fyrirællanir sínar, en að þér —-------Nei, nei! Hvað er ég annars að segja? Lát — látið mig fara; látið mig komast á burt héðan. Hún gafst alveg upp og gekk grátandi út í ganginn. Járnhuröin small aftur að baki henni. Seinna um daginn fóru þeir Clifford og An- son lögmaður með 3,20 lestinni til Colon. Und- ir eins og þangað var komið fór Clifford' á fund -Jól-ons ofursta og bað um að mótorvagn hans væri tilbúinn handa þeim klukkan tíu morgun- inn eftir, og hrein járnbrautarlínan framundan. Og þott furðulegt inegi virðast, gekk Jólson inn á þetta.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.