Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 23.01.1926, Qupperneq 1

Dagblað - 23.01.1926, Qupperneq 1
Laugardag 23 fanúar 1926. I. árgangur. 299. tölublað. agBlaé BARÁTTAN fyrir tilverunni hefir verið, er og mun lengst . af verða sá rauði þráður sem einkennir alt sem einhver lífs- skilyrði hefir, frá því lægsta til hins æðsta. Þrotlaus er sú bar- átta og verða þar ýmsir undir. Fer sigurinn eftir afli, aðstæðum og yfirburðum þeirra sem keppa, en ekki ætíð eftir verðleikum, andlegum eða efnislegum. Mannfólkið er ekki undan- þegið þessari baráttu. í*vert á móti. Par er eldurinn tíðast heit- astur, baráttan skæðust, sam- kepnin á öllum svæðum átaka- mest, bitrustu vopnum beitt og öllum brögðum sem skarpvit skynsömustu manna fær til veg- ar komið. Fara úrslitin á ýmsa vegu. Nást þau oft með friðsam- legu móti, svona á yfirborðinu, oftar með harðri sennu og stund- um með byltingu, sem umhverfir öllu og hefir endaskifti á mönn- um og mólefnum. Verður það sama uppi á ten- ingnum og annarstaðar, að sá ræður sigri sem aflid hefir mest. Þessarar baráttu, sem við einnig getum kallað einu orði samkepni gætir alstaðar á öllum svæðum mannlífsins hjá öllum þjóðílokkum og öllum stéttum. I»ó mun mest bera á henni hjá svokölluðum siðuðum þjóðum. Og hefir sagan sýnt oss þráfaíd- lega, því slerkari tökum sem siðmenningin hefir náð á einni þjóð því harðari hefir baráttan verið þar fyrir tilverunni, því meiri samkepni. OU hugsanleg tæki, vélar og vizkubrögð hafa verið notuð í þessari miklu hring- iðu samkepninnar. Baráttan var háð milli þjóð- flokka, þar til annar varð að láta undansíga, milli þjóða, þar til önnur varð yfirsterkari, þar til þær þolbetri og magnmeiri urðú ofan á, milli einstaklinga, þar til annar hneig i valinn. — Þannig hefir það gengið koll af kolli, irá því mannheimur var skapaður. — Heilar þjóðir hafa riðlast og öllu mannlegu verið jafnað við jörðu. Og oft hafa þar gripið [í taumana öfl sem ekkert mannlegt hyggjuvit fékk við ráðið. — Og nú eru menn að grafa fram hina fornu fjár- sjóði úr skauti jarðarinnar og bera saman fortíð og nútfð. — Mörg þúsund ára gömul menn- ing, löngu gleymd, er þar leidd fram i dagsljósið og menn falla í slafi af undrun yfir því hve mannkynið var þá komið Iangt og framfarirnar stórstígar. Við þetta vakna ýmsar spurn- ingar: Hvernig verður framtíðin? Hvað verður um stórþjóðir og stórborgir nútímans eftir nokk- ur þúsund ár? Þurfa menn þá yfirleitt að ferðast á jörðunni? Verður ekki alt komið i loft upp og flogið heimsendanna á milli daglega? Manni verður svarafátt og sundlar við þá til- hugsun, hvað verða muni í ó- mælisrúmi framtiðarinnar. — Okkar agnarsmáa smæð Iætur sér nægja að líta upp og fram og taka undir með skáldinu: Ég trúi þvi s a n n le i k i’ að sigur- inn þinn | að siðustu vegina jafni j og þér vinn ég konungur það sem ég vinn, | og því geng ég hugrór og vonglaöur inn | í frelsandi framtíð- ar nafni. — — Þetta átti að verða leiðari, en varð hugvekja, og verðá menn vel að virða og bæta við, hver eftir sinni getu og vilja. Tveir V estnr-f slendingar hafa nýlega hlotið heiðursmerkiFálka- orðunnar. Eru það þeir Thom- as H. Johnson fyrv. ráðherra, einhver hinn þektasti og mikil- hæfasti Vestur- íslendingur, — hlaut hann Stórriddara nafnbót, og Árni Eggertsson fasteignasali sem hér er mörgum að góðu kunnur, hlaut hann riddara- nafnbót. — Eftir vestan-blöðunum að dæma þykir Vestur-íslendingum mjög mikið koma til þessarar viðurkenningar og mennirnir vel að henni komnir. Er þetta í fyrsla sinn sem Vestur-lslendingar hljóta slík heiðursmerki og voru þau afhent þeim með mikilli viðhöfn. Áfengisbannið á Finnlandi. Nýjustu fréttirnar. I*að er ekki langt á milli þess, er andbanningablöðin erlendis og hér hjá oss flytja »ískyggi- legar fréttir um afleiðingar bannsinsa i Ameríku og Finn- landi, eflaust f þeirri von, að fáfróðir lesendur þeirra láti sér það að kenningu verða. En fieslar eru fréttir þessar af sömu gerð og nýju fötin keisarans. Maður sér þvert í gegnum þær. Þegar bezt lætur, er um undan- tekningar að ræða, og einstök atvik, áem eru gerð að alménnri »sorglegri reynslua. En oftast eru þó fréttir þessar eintómur baldlaus hýjalíns-skáldskapur launaðra leigulygara, er senda vefnað sinn út um allan heim til skjóls og hlýjinda þeim, er þeir hyggja ennþá strípaðri andlega og siðferðislega heldur en þeir sjálfir eru og húsbænd- ur þeirra, áfengissalarnir. — Hæ, hæ og hó, hól Bannið er kom- ið á heljarþrömina! — Það stendur ekki lengi héðan afl segja vefararnir, og slá vef sinn af kappi, eins og Gilitrutt sáluga. í bannlöndunum sjálfum verða menn lítt varir þessara vefara. I*eir eru Ijósfælnir þar. Enda er sannleikurinn sá, að í Ame- ríku stendur bap.nið þegar svo föstum fóium í löggjöf landsins og almenningsáliti, að það mun hvorki þurfa meira né minna en heimsbylting til þess að koll-

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.