Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.01.1926, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.01.1926, Blaðsíða 1
Föstudag 29 fanúar 1926. I. árgangar, 304. tölublaðS FJÁRMÁL og viðskiflamál eru nú alstaðar efst á baugi og er eðlilegt að svo sé, því þau eru í raun og veru undirstaða allra framfara og bættrar afkomu almennings. Um verulegar um- bætur á núverandi ástandi er ekki að ræða nema þeim mál- um sé fyrst komið í viðunandi horf og að því keppa nú allar þjóðir hver eftir sinni getu, en með nokkuð ólíkum aðferðum. Merkur brezkur rithöfundnr og bankafróður, Mr. J. F. Dar- ling að nafni, reit um jólaleitið eftirtektaverða hugvekju um bankamál sem birt er i »National Rewiev«. Kemur hann þar all- óþyrmilega við kaun hinna skað- legustu manna viðskiftalifsins, »stórspekúlantanna« eða manna þeirra sem lifa á svívirðilegum gróða, með alskonar brögðum og penÍDgaeinokuu. — Eins og vitanlegt er skapa mannfýlur þessar óeðlega hátt verð á-mörg- um nauðsynjavörutegundum með því að safna þeim saman í hauga og hlöður fullar, unz eft- irspurnin er orðin svo gífurleg að alt ætlar að springa. Er þá tækifærið notað og aflsmunar neytt óspart við þá sem minni máttar eru. Af þessu bkri leiðir svo verðhækkun, atvinnuskerð- ing og alskyns böl. Þessu vill höfundur afstýra með því að hvetja bankastofn- anir heimsins til þess að veita ' þeim einum peningalán, sem raunverulega framleiðslu stunda og þeim sem koma annara landa framleiðslu á opinn markað, því þetta miði lil atvinnubóta og blessunar. Hinum vill hann láta bankana synja um allar lánveit- ingar, sem nota vilja peningana til annars en þess er stendur í sambandi við frjálsa og he.il- brigða starfsemi og vinnubætur, eða til heilla fyrir þjóðfélagið. Mr." Darling heldur því hik- laust fram, að skylda hvers heiðarlegs bankafyrirtækis ætti að vera sú, að neita þeim um peningalán, sem ætla sér að »spekúlera« í hækkun einhverr- ar vörutegundar eða gera glund- roða á markaðinum, eins og oft á sér stað með kornvörur t. d. — neita harðlega um lánið hve mikil vilyrði og vextir sem í boði eru, og þetta á að vera bláber skylda bankanna. Þrált fyrir það þótt höfundi yfirsjáist að því leyti, að pen- ingar geta farið aðrar leiðir en til var ætlast frá þeim er upp- haflega tóku þá til láns i heið- arlegum tilgangi, og orðið verð- hækkunar »spekulöntum« að bráð, er ráðlegging hans og skoð- un athyglis og virðingarverð. Og þólt greina beri glögglega milli þeirra gróðamanna, sem geyma byxgðir uppskerunnar til þess að fullnægja nauðsynlegri og heilbrigðri viðskiftaþörf all- an ársins hring, og hinna sem eingöngu nota aðstöðu sína til bölvunar fyrir heildina, er hug- vekja Mr. Darling þess verð að bankastofnanir um heim allan veiti henni athygli og brautar- gengi, því með því móti koma þær í veg fyrir mikla neyð og margkyns öfugstreymi. Peningastofnanirnar eiga að vera siðbætandi menningartæki, opnar sölubúðir þar sem heið- arlegum mönnum einum er veitt áheyrn. Pannig veqða þær mann- kyninu að mestu liði. Siglingar Dana. Benedikt Jóusson frá Auðn- um í Þingeyjarsýslu varð áttræð- ur í gær. Benedikt hefir um margt verið einn af merkilegustu mönnum samtíðar sinnar. Mun enginn óskólagenginn alþýðu- maður vera viðlesnari en Bene- dikt enda er hann fróður með afbrigðum. Hann er nú busett- ur á Húsavík og er enn við góða heilsu. Mörg skip liggja nú á höfnum inni í Danmörku, og eru hætt siglingum um ófyrirsjáanlegan tíma. Eykst fjöldi þeirra dag frá degi. Um áramótin var tala eimskipa þeirra, er inni lágu og tilheyra félagi danskra eimskipa- eigenda 47 þús, samtals rúmlega 58 þús. smálestir, eða nær 89 þús. rúmlestir. Auk þess mesti sægur seglskipa. Eru þetta ærið ískyggi- legar horfur, og er um kent ó- eðlilegri hækkun dönsku krón- unnar samfara alt of miklum vexti skipastólsins, einkum Die- sel-mótorskipa, sem daglega hefir verið hleypt af stokkunum víðs- vegar um heim siðustu misserin. Frá 1913—1925 hefir skipastóll heimsins aukist um 20 miljónir smál., þar af helmingur i Banda- rikjunnm. Séu 5 milj. smál. dregnar frá Bandaríkjaflotanum, sem telja má úr sögunni og til engra nota, verða samt eftir 15 milj. smálesta. 1913 var ágætt ár fyrir siglingar, og flutnings- gjöld álíka há og nú, en sá var munurinn, að þá voru útgjöldin nál. 200 pct. lægri. — Skipaeig- endum er þetta mikið áhyggju- | efni, sem von er, þótt þeir megi sjálfum sér að nokkru um kenna, þar sem er aukning verslunar- flotans. Rikið á þó sinn þált í bölinu, að því er virðist, því miklar álögur hvila á skipaeig- endum og þeim iþyngt með alls- konar neyðarráðstöfunum, svo sem þeirri skyldu að hafa að- eins danska þegna í þjónustu sinni, og með allskonar fyrirskip- unum og dýrum »statutum«. — Á þeim árum er alt gekk greið- lega, voru skipaeigendur skyld- aðir til að byggja ný skip í stað þeirra sem fórust, þrátt fyrir ránverð striðsáranna. — Rikið hafði á þeim árum nær 320 milj. kr. beinan hagnað af dönskum siglingum, og nú eru samanlögð flutningsgjöld danska

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.