Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 25.02.1926, Side 1

Dagblað - 25.02.1926, Side 1
22. tbl. Ritstjóri G. Kr. Guðmundsson. Reykjavík, fimtudag 25. febrúar 1926. Afgreiðsla Lækjartorg 2. Simi 744. T II. árg. Prentsmiðjan Gutenberg. Nýir markaðir. Eitt aðalatriðið í sjálfbjargar- viðleitni vorri er að tryggja oss sem bezt stöðugt eða vaxandi verðmæti þess sem framleitt er til sjós og lands. Sala afurðanna verður að vera sem tryggust og minstum verðsveiflum háð, því aukning framleiðslunnar kemur að litlu gagni, ef söluskilyrði eru ekki jafnframt fyrir hendi. Retta hefir öllum bugsandi möntium jafnan verið ljóst og því hafa verið gerðar ýmsar til- raunir til að afla afurðum vor- um álits og útbreiðslu í um- heiminum og hetir þar nokkuð áunnist, en betur hefði mátt takast um sumt, ef hagnýtt hefði verið þau tækifæri sem gefist hafa til nýrrk og aukinna sölu- leiða. — það hlýtur hverjum að vera Ijóst, að brýn lifsnauðsyn er að sala afurðanna gangi greið- lega og verði sem áhæltuminst. Er það fyrsta skilyrðið að mark- aðirnir séu svo rúmir og örugg- ir, að þeir geti fullnægt við- skiftaþörf vorri. Að þessu hefir verið unnið og þarf að gera enn betur. Eru þar einkum tvær leið- ir framundan sem báðar verður að fara: aukning þeirra mark- aða sem fyrir eru og útvegun nýtra. Rað má telja vafalaust, að með meiri vöruvöndun, en verið hefir, og þrótt iniklri út- breiðslustarfsemi megi afla isl. afurðum betra álits og meiri út- breiðslu en tekist hefir hingað til. Viðvíkjandi fiskmarkaðinum er óhætt að fullyrða, að meiri sala raætti takast til Miðjarðar- hafslandanna, ef annað fyrir- komulag væri haft um fisksöluna — eins og drepið er á í útdrætti úr grein P. A. Ó. í Dagbl. í gær. Verður þar fyrst og fremst að haga framboðinu sem mest með tilliti til eftirspurnarinnar og dreifa fiiskinum miklu víðar, frá fyrstu hendi, en gert hefir verið. En jafnframt verður að leitast við að fullnægja sem bezt kröfum kaupenda um alla með- ferð fiskjarins, þvi án þess getur salan ekki orðið ábyggileg. En ekki er alt fengið með fyrstu tilraun, og þarf meira en orðin ein til að ná sæmilegum árangri á þessu sviði. — P. A. Ól. sem flestum er kunnugri þessum mál- um segir svo hér um: . »það hlýtur að vera öllum skiljanlegt, að hvert sem leita ætti um nýja markaðsstaði, þá tekur langan tíma, mörg ár, að ná verulegum tökum á sölu. — því veldur margt. Ýmist kunna menn ekki átið eða hagnýting- una, — eða aðrir eru komnir á undan, sem búnir eru að Irýggj3 sér föst viðskifti. Menn kunna að vilja hafa vöruna öðruvísi verkaða og utnbúna en bér tíðkast, og geta langar vegalengdir, staðhættir, veðurfar og loftslag átt meiri eða minni þátt í því, og margt fleira kem- ur til greina, þegar úm nýja markaðsstaði og ný viðskifti væri að ræða. Pess vegna ríður á, aö hafa tímann fyrir sér, svo að alt fari ekki i öngþveiti, ef nauðsynlegt yrði að leita snögglega út úr hinu garnla virki«. Petta eru eftirtektarverð orð, og því athyglisverðari, er sá segir þau, sem sérþekkingu hefir á þessu sviði. Má því telja það illa farið, að ekki hefir verið haldið átram tilraunum með að tryggja landinu markaði í Suður- Ameríku og víðar. Ný garðyrkjubók. Einar Helgason: Hvannir. Reykjavík 1926. Fórgöngumenn jarðrœktar- innar reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða. Peir breyta hrjóst- rugum bletti í gróðursælan reit. Peir græða tvö strá, þar sem áður var eitt. Peir skapa nýtt llf. Og lífið er eilift. Verk þeirra og minning mun lifa iengi í landinu. Einar Helgason garðyrkju- stjóri er landskunnur maður fyrir starf sitt og áhuga á garð- yrkjumálum. Hann hefir áður gefið út góðar bækuv um þau efni: »Bjarkir« og »Rósir«. Og nú kemur hann með mikla bók og merka, er hann kallar »Hvannir«. Er það ítarleg kennslubók í garðyrkju, 283 bls. að stærð, og með fjölda mynda. Og svo itarleg er bók þessi, að hún mun reynast ó- missandi handbók öllum þeim, er við garðyrkju fást. Stendur hún á engan hált að baki er- lendum garðyrkjubókum af líkri stærð, og hefir auk þess ýmsa kosti og margvíslegan fróðleik fram yfir venjulegar garðyrkjubækur. Hefir höfundur viðað að sér sérfræðilegum fróðleik úr mörgum áttum (Norðurlöndum, Ameríku o. v.). Auk þess flytur bök þessi mikinn sögulegan fróðieik um garðyrkju hér á landi, og eykur það mjög gildi hennar og verðmæli sem kennslubókar og handbókar. Mun tæplega nokkurt það atriði né nýmæli í almennri garðrækt, að eigi sé á það drepið í Hvönnum. — Pað er og sérstakur kostur við bók þessa, að þar eru ölL

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.