Dagblað - 25.02.1926, Page 2
2
DAGBLAÐ
matjurtanöfn á lalnesku, ensku
og dönsku auk islenzku nafn-
anna. Er það mikill hægðar-
auki fyrir þá, er eiga aðgang
að erlendum garðyrkjubókum.
Og þá er eigi minst um vert,
að almennar matreiðslureglur
fylgja hverjum kafla um ein-
stakar matjurtategundir, svo
maður Iærir eigi aðeins að
rækta þær, heldur einnig að
matreiða þær og borða, og
mun eigi síður nauðsyn á þvi.
í formála bókarinnar segist
höf. einnig hafa »haft það í
huga, að bókina mætti nota við
garðyrkjukenslu í bændaskólum
og ungmennaskólum og ef til
vill víðar«, t. d. í kvennaskólum
og jafnvel í kennaraskóla. —
Dettur mér þá i hug, það sem
ég stakk upp á fyrir um 20
árnm siðan, að hverjum barna-
skóla í sveit ætti að fylgja svo
mikið jarðnæði, að þar mætti
stunda garðyrkjukenslu og hafa
hana sem allra rækilegasta.
(»Skólabl.« 1907—08).
»Hvannir« er mjög ódýr bók,
einar 6 krónur, þótt tekið sé til-
lit til þess að Búnaðarfél. ísl.
hafi veitt styrk til útgáfunnar.
Bók þessa þurfa allir þeir að
eignast, er umráð hafa yfir fá-
einum ferálnum af íslenzkrimold!
Helgi Valtýsson.
Alþingi.
þingmannafrumvðrp.
Þessi þingmannafrnmv. hafa
komið fram í viðbót við þau
sem áður voru talin.
Hafa flest þeirra komið til 1.
umr., og farið til nefnda.
— Frumvarp til laga um al-
mannafrið á helgidögum þjóð-
þirkjunnar. Flutningsm.: Magnús
Jónsson, Jón Baldvinsson og
Jakob Möller. (Hefir áður verið
sagt frá efni þessa frumvarps).
— Frv. til laga um breytingu
á vegalögunum. Flm. Bernhard
Stefánsson. — Um að vegur frá
Akureyri að fyrirhuguðu heilsu-
hæli f Kristnesi verði tekinn i
þjóðvegatölu, eins og aðrir vegir
til sjúkrahúsa.
— Frv. til laga um stofnun
happdrættis fyrir ísland. Flm.
Jör. Br. og P. Ottesen. — Um
að, veita bræðrunum Sturla og
Friðrik Jónssonum einkaieyfi til
að stofna hér innlent happdrætti.
Er gert ráð fyrir, að lekjur rík-
issjóðs af happdrættinu geti ár-
lega numið 200—800 þús. kr.,
eftir þvi hve mikið selst af happ-
drættismið unum.
— Frv. til laga um bæjargjöld
i Vestm.eyjum. Flm. Jóh. Jósefss.
Um heimild til að skattleggja
öll hús og lóðir í kaupstaðnum
um 0,4°/o fjörutíu aura af hverj-
um 100 kr. virðingarverðs. Fyr-
ir þetta fasteignagjald á bærinn
að annast sót-sorp- og salerna-
hreinsun húseigendum að kostn-
aðarlausu og einnig gera »ráö-
stafanir til að fyrirbyggja elds-
voða«.
— Frv. til 1, um húsaleigu í
Rvík. Flm. M. J. og Jak. M. —
Um að öll húsaleigulögin séu
afnumin og húsaleigan gefir frjáls,
»en þó má ekki segja upp hús-
næðum til burtflutnings fyr en
frá 1. okt. 1926«. (2. gr.).
— Frv. til laga um einkasölu
á útfluttri síld. Flm.: Jón Bald.
— Þetta er sama frv. og borið
hefir verið fram á siðustu þing-
um, og fylgir því sama greinarg.
— Frv. til laga um breyting
á lögum nr. 40 (frá árinu 1919),
um forkaupsrétt á jörðum. Flm.;
Fór. Jónsson og Sv. Ólafsson. —
Um að seijandi sé ekki skyld-
ugur til að bjóða öðrum for-
kaupsrétt að jarðeign sinni, ef
hann selur hana barni sfnu,
kjörbarni, fósturbarni eða syst-
kyni, og að búseta þessara ætt-
ingja sé ekki skilyrði fyrir
kaupunum.
— Frv. til laga um einkasölu
á saltfiski. Fim.: Jón Baldvins-
son. — Þetta er sama frv. og
flm. hefir borið fram á siðustu
þingum og þá íelt. Sama grein-
argerð fylgir frv. nú og þá.
Frv. til 1. um löggildingu versl-
unarstaðar við Jarðfailsvik á
Málmey. Flm. Jón Sigurðsson.
»Frumvarp þetta er flutt fyr-
ir mjög eindregin tilmæli Málm-
eyinga«.
Frv. til 1. um stöðvun á verð-
gidi isl. peninga. Flm.: Tryggvi
Þórhallsson. Frumvarpið er í 8
gr. og fylgir því mjög löng og
itarleg greinargerð.
Söng-, fiðlu og danz-plötur. —
Nýkomnar í mjög miklu úrvali.
Fálkinn,
Laugaveg 24. Simi 670.
Borgin.
Nætnrlæknir M. Júl. Magnús
Hverflsgötu 30. Simi 410.
Næturvörðnr í Rvíkur Apóteki.
Jarðarför Siguröar Sigurðssonar
ráðunautar fór fram í gær að við-
stöddu miklu fjölmenni. Séra Ólaf-
ur Ólafsson hélt húskveðjuna, en
séra Bjarni Jónssou flutti kirkju-
ræðuna. — Pingbændur báru kist-
una frá heimili hans að kirkjunni
en stjórn og starfsbræður hans úr
Búnaðarfélaginu inn. — Oddfellow-
ar báru kistuna úr kirkju en al-
þingismenn og ýmsir bændur alla
leið þaðan i kirkjugarð.
Háskólafræðsla. Dr. Kort K. Kort-
sen flytur erindi í Háskólanum kl.
5 i kvöid, um Limafjarðarskáldin.
Aðalfnndnr K. F. U. M. verður
haldinn i kvöld.
Gnllfoss fór héðan kl. 12 i nótt
til Vesturlands með margt farþega.
Par á meöal: Sveinbjörn Egilson
ritstjóri, Porst. Porsteinsson sýslum.
og frú, Magnús Friðriksson á
Staðarfelli, Hannes B. Stephensen
kaupm., Jón Guðmundsson endur-
skoðandi, Jóhann Porsteinsson
kaupm. og Örnólfur Valdimarsson
kaupmaður.
Lyra fír héðan kl. 6 í kvöld á
leiðis til Noregs. Meðal farþega
verða: Pétur Á. Ólafsson konsúll,
Hendrik Ottósson stud. jur. Björn
Ólafsson heildsali, Guðm. Alberts-
son flskkaupm., Július Guðmunds-
son stórkaupm., Karl Einarsson fv.
sýslum., A. J. Bertelsen heildsali,
Ingvar Guðjónsson útgerðarm. á
Akureyri o. fl. — Til Vestmanna-
eyja fara m. a.: Einar H. Kvaran
rilhöf., Ólafur Lárusson og Ásgeir
Guðraundsson cand jur.
Botnvörpnngarnir. Mai kom af
veiðum í gær með 1000 ks. og fór
til Bretlands i nótt.
Geir kom i morgun með 1100 ks.
ísflskssala. Jupiter seldi afla sinn
í gær fyrir 1747 sterl. pd.