Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 25.02.1926, Qupperneq 3

Dagblað - 25.02.1926, Qupperneq 3
DAGBLAÐ 3 A Islenzku gafialbitarnir frá Viking Canning &• Co. hljóta einróma lof allra, sem reynt hafa. Peir eru ío« Jjúffengir, lystaukandi og] næringarmiklir. í*eir fást í ölium matarverslunum, í stórum og smáum dósum. Utan úr heimi íþrótta-annáll. Khöfn FB., 23. febr. *26. Tinnuteppa í Noregi. Símað er frá Osló, að vinnu- veitendafélagið haíi sagt upp ýmsum samningum, sem út- runnir eru t marzbyrjun og snerta 40,000 verkamenn í margskonar heimaiðnaði. Mussolini og páflnn. Simað er frá Rómaborg, að i tilefni af þvi, að Mussolini ætli bráðiega að leggja fyrir þingið lagafrumvörp um kirkjumálefni, haö páönn lýst því yflr, að lög um slík mál, séu ógild, nema hann sjálfur samþykki þau. »Nordiska Spelen«. Hið mikla iþróttamót »Nordiska Spelen« var háð í Stockhólmi frá 5.—14. þ. m. Var þar kept í vetraríþrótt- um. Norðmaðurinn Ballangrud varð beztur i skautahlaupi, og vann hann i 3 hlaupum: 1500 m. (2,29,3 mín.), 5000 m. (9,12,2 mín.), 10,000 m. (18,24,6). Annar Novðm., Oscar Olsen, varð fyrst- ur í 500 m. hlaupi (47,1 sek.), en Ballangrud nr. 3 (47,6). Árni Lie (Norðm.) varð nr. 1 í list- hlaupi. — Heimsmeistari í list- hlaupi íyrir konur varð ungfrú Herma Jaross frá Vínarborg, nr. 2 varð Sonja Henie frá Osló, og i alþjóða tvímenningshl. (par- löp) unnu þau Árni Lie og Sonja. Skiðahlaupin: í 30 og 60 km. hlaupi voru Finnar fremstir: Veli Sárinen nr. 1 ‘ í 30 km. (2,22,56) og T. Lappalainen nr. 1 í 60 km. (5,12,12). 1 í »samansettu skiðahlaupi« (stökk og langhlaup) voru 8 Norðmenn fremstir. Sá fyrsti, Ole Hegge, rann 17 km. á 1,04,24, Finsku skíöahlanpin. 50 km. langhlaup: nr. 1 Raiveo, 4,i8,i8, nr. 2 Lappalaineu 4,26,45 (báðir Finnar). Næstir voru 2 Norðm. (Kjelbotn og Hegge). í samansettu hlaupi voru 4 Norðmenn fremstir (Gröttums- brálen, Haug, Landvik, Aasen), og i skiðastökki unnu Norðm., og varð Tullin Thams þeirra beztur. — Alt eru þetta lands- kunnir skiöamenn. Charles HofV, sem nú er í New York, setti beimsmet í stangarstökki innanhúss með 4 m. stökki. Konnngl. Tennis. Sænski krónprinzinn, Gnstav Adolf, hef- ir nýskeð sigrað í Tennis-kapp- leik í Stockhólmi. j’eðranna fold. Savoya, af þvi að greifinn þoldi ekki veðurlag- ið í Róm og lífið þar. Hann er heilsulitill. Er úún ekki ljómandi falleg? Greifafrú Ferresi hafði til að bera þenna munaðarlega kvennablóma, er Tizian sýnir á málverkum sinum af konum í Feneyjum. Hár hennar var svo gljáandi hrafntinnusvart, að það vakti eftirtekt og gerði hið hvita, fagurgljáandi hörund hennar enn þá bjartara og fegurra. Undir borðum sat Annie við hliðina á Jacques Alvard. Hann var að skýra henni frá áætlunum sinum og undirbúningi undir- kosningarnar, og var svo hámæltur, að allir við borðið gátu vel fylgst með í samræðunum. Lucien tók eftir því að augu hennar hvíldu á Jaques með einskærri aðdáun. Ferrasi greifi spurði, hvenær kosningarnar ættu að fara fram. Alvard svaraði: — Le Temps nefnir i gær 20. ágúst. Að tveim mánuðum liðnum. Mérans snari sér að Lucien: — Forfeður yðar, hr. Halande, myndu alls ekki þekkja aftur þetta hérað, er þeir vóru full- trúar fyrir með heiðri og sóma í marga tugi ára. Nú er það í höndum gestgjafa og stjórn- mála-uppskafninga, er smjaðra fyrir alþýðunni, til þess að skara eld að sinni eigin köku. — Þér mismetið kjósendurna í Savoya, mælti Alvard. — Pað er auðheyrt, að þér eruð þingmanns- efni, mælti Mérans. Núverandi fulltrúi vor er maður nokkur, Frossard að nafni. Hann var fyrrum atvinnurekandi og er ágætt sýnishorn af síhjalandi, hátiðlegum heimskingja. Á hverjum morgni reisir hann á ný jafnvægið í Norður- álfunni, meðan hann er að drekka úr morgun- staupinu. En hann hefir enga minstu hugmynd um það, er fullrúi ætti að vita og þekkja til, sögu, fjármála og þjóðfélagsmála. Lucien áræddi að leggja orð í belg: — Pað eru víst allmargir í fulltrúaþinginu, sem þannig er ástatt fyrir. — Fimm hundruð að minsta kosti. En Fros- sard vor skarar þó fram úr þeim öllum saman að hugrekki. Við síðustu kosningar var barón de Rochex í kjöri. í*á taldi Frossard hinum laf- hræddu bændum trú um það, að ef keppinaut- ur sinn næði kosningu, myndi hann innieiða á ný tiundina, skylduvinnu bænda og gapastokk- inn. Hann fullvissaði þá um, að baróninn myndi gera eins og forfeður hans hefðu gert, að reka bændur út í mýrarflóana, til þess að gæta þess, að froskarnir trufluðu ekki næturró bans. Gamall bóndi, er aldrei hafði heyrt getið þess- arar einkennilegu venju hinnar fornu Rochex-

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.