Dagblað - 14.05.1926, Page 2
2
DAGBLAÐ
Leikfélag Reykiavikur.
Þrettándakvöid
eða hvað sem vill.
verður leikið á morgun (laugardaginn) kl. 8. síðd.
Alþýðusýning.
Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 3—7 og á
morgun kl. 10—1 og eftir kl. 2.
Sími 12.
alt að xh milj. króna, og verð-
ur því mikið hús og veglegt.
Var fyrst gert ráð fyrir, að
hún stæði norðan götunnar,
vestanvert við spítalann, en síð-
ar hefir verið ákveðið, að hafa
hana sunnan götunnar en aust-
an skólans, svo að segja á hæstu
bungu Hólavallar.
Þetta er nú það sem ráðgert
er um kirkjubyggingu kaþólskra
manna og skipulag þess bæjar-
hluta, sem ennþá gæti orðið
einna fegurstur. Mun ýmsum
finnast, að þeir sem þessum
málum ráða, séu furðu Ieiði-
tamir við útlenda menn og haldi
ekki eins vel á málstað bæjar-
ins og skyldi. Það ber ekki vott
um mikla sjálfstæðiskend, að
leyfa keppinaut þjóðkirkjunnar
að byggja sér varanlegt musteri
á eftirsóknarverðasta bletti bæj-
arins og gera því svo hátt undir
höfði, að gatnaskipulag í heil-
um bæjarhluta skuli við það
miðað. Virðist erindi útlendinga
hér vel rekið, en metnaðarmál-
um og hagsmunaatriðum bæj-
arbúa miklu minna gætt.
Johannos Fönss sðng i gær i Nýja
Bió við góða aðsókn og óskifta að-
dáun áheyrenda. Annað kvöld efnir%
hann til kirkjuhljómleika í Dóm-
kirkjunni og á sunnudaginn les
hann upp og leikur í Nýja Bíó.
Eru bæjarbúar pá ekki eins söng-
elskir og af er látið ef mörg sæti
verða óskipuð í Dómkirkjunni
annað kvöld, og þá ætti það ekki
að spilla ánægjunni að Páll Isólfs-
son verður við htjóðfærið.
Sími 12.
Alþingi.
Þingfundir hafa nú verið frem-
ur langir upp á síðkastið. Oftast
verið tveir á dag i annari hvorri
deild og stundum báðum, og
ekki ósjaldan hafa fundir staðið
fram yfir miðnætti.
Hafa þingmenn nú tekið mikla
rögg á sig á 11. stundu og
hespað málin af með afbrigðum
frá þingsköpum og annari flaust-
ursafgreiðslu sem orðin er að
fastri þingvenju þegar líða fer
að þinglokum og i óefni er kom-
ið um framgang ýmsra nauð-
synjamála.
Um bankamálin hafa orðið
miklar umræður i Neðri deild
og iauk þeim þannig, að Lands-
bankafrumvarp stjórnarinnar var
samþykt til E. d. — og hefir
hún nú samþykt, að geyma það
til næsta þings, þar eð fyrirsjá-
anlegt var, að ekki ynnist timi
til að afgrelða það á þessu þingi.
— Við umræðurnar í N. d. hélt
Benedikt Sveinsson aðallega uppi
vörnum fyrir bankafrumv. sitt
og gerði það vel og skörulega.
Vildi hann láta rjúfa þing og
efna til nýrra kosninga um banka-
málin. Taldi liann þau slíkt
stórmál, að þjóðin ætti að hafa
ihlutunarrétt um að ráða þvi til
farsællegra lykta, en héðan af
yrði það ekki gert nema með
nýjum kosningum. Till. Ben. Sv.
var feld og frv. stjórnarinnar
samþykt, eins og fyr segir. Nú
bíður málið næsta þings og þá
mætti svo fara, að á annan veg
skipaðist um fylgi þess. Er eng-
Dagblað
Þjöðmála-, Bæjarmála-
og Fróttablað.
Útgefandi: Félag i Iteykjavík.
Ritstjóri: Guöm. Porláksson.
Afgreiösla: Lækjartorg 2. —
Sími 744. Áskrifendagjald kr.
1,50 á mánuði.
Prentsmiöjan Gutenberg h.f.
inn efi á, að frumvarpið um
sérstakan seölabanka á svo
mikil ítök hjá þjóðinni, að úr
þvi henni vinst tími til að at-
huga málið til hlýtar, munu
koma fram eindregnar og al-
mennar áskoranir um að ráða
bankamálunum til lykta á þeim
grundvelli. Frh.
Borgin.
Nætnrlæknir. Gunnlaugur Einars-
son, Stýrimannastíg 7. Sími 1693.
Næturvörðnr i Laugav. Apóteki.
Esja kom hingað i morgun úr
hringferð, meö um hálft annað
hundraö farþega. Voru það flest
sjómenn úr Vestmannaeyjum.
Þrcttáudakvöld! verður Ieikið i
kvöld, og er það alþýðusýning aö
þessu sinni.
Svanur fer héðan á morgum til
Snæfellsness hafnanna, lengst til
Stykkishólms.
Guðspckifélagið. Septímufundur i
kvöld kl. 8'/». Grétar Fells flytur
erindi. Efni: Helgir siöir.
Kuldatfð má nú telja um alt land,
a. m. k. móts við það sem áður
var. í gær var 5 st. frost á Gríms-
stöðum og 4 st. i morguu. Er víða
frost á nóttum og mikill snjór í
fjöllum.
ísland kom frá Kaupmannahöfn i
morgun. Farþegar: Eggert Glaessen
hankastjóri, Thor Jensen franikv.stj.
og frú, Matthías Einarsson læknir
og frú, frú Ágústa Thomsen, A.
Obenhaupt stórkaupm., Matthias
Pórðarson o. fl.
Ingimnr Jónsson bakari hefir tek-
ið á leigu bakaríið. á Hverfisgötu 41,
sem Sig. heit. Gunnlaugsson átti og
rak um langt skeið. Mun Ingimar
hafa allan hug á að afla því sama
álits og það hafði i tíð Sigurðar,
og er líklegt að honum takist þaö.