Dagblað - 27.06.1926, Síða 1
t
Jón Magnússon
forsætisráðherra.
Hann lézt snögglega síðastl.
þriðjudagskvöld, 22. þ. m., aust-
ur á Norðfirði. Var hann á
heimleið ásamt konu sinni, eftir
að hafa fylgt konungshjónunum
til Seyðisfjarðar, og var hann
nýskilinn við þau. Konungur
lagði af stað frá Seyðisfirði kl.
9 á þriðjudagskvöldið, en her-
skipið Geysir hélt suður um og
átti að flytja forsætisráðherra
hingað til Reykjavíkur. Eftir ósk
hans fór hann í land á Norð-
firði til að sjá æskustöðvar sínar,
e;n þar hafði hann ekki komið
í 45 ár. Heimsótti hann Jón
, Guðmundsson prófast og virtist
ekki kenna sér neins meins en
eftir að hafa dvalið þar stutta
stund hné hann niður og var
þegar dáinn.
Jón Magnússon var fæddur 16.
jan. 1859 að Múla í Aðaldal en
ólst upp á Skorrastað í Norð-
firði frá 7—21 árs aldurs. —
Rað er óþarfi að rekja hér æfi-
feril J. M. því hann mun flest-
■ m íslendingum kunnur. J. M.
hefir langa og merkilega starf-
sögu að baki sér, sem sýslu-
maður í Vestmannaeyjum, land-
ritari, bæjarfógeti í Reykjavík,
alþingismaður og forsætisráð-
herra tvisvar.
J. M. var sérstakt ljúfmenni,
yfirlætislaus og jafn alúðlegur
við hvern sem var. Skapgerð
hans og framkoma aflaði hon-
um trausts og vináttu allra sem
kyntust honum, enda voru vin-
sældir hans mjög almennar og
víðtækar.
Á seinni árum var J. M. þekt-
astur fyrir stjórnmálaafskifti sín.
Stóð oft um hann nokkur styr,
en þó minni en búast mátti við
þar sem hann hefir verið helzti
maður stærsta stjórnmálaílokks-
ins um langt skeið. Um stjórn-
málastarfsemi hans verður eng-
inn dómur lagður hér, en það
mun fiestra manna mál, að hann
hafi verið bæði gætinn og glögg-
skygn stjórnmálamaður. — G.
Björnsson landlæknir, sem þekti
J. M. flestum mönnum betur
segir m. a. svo i minningarorð-
um eftir hann.
»Hann var — nei, ég deili ekki
við neinn um það, hver hefir
verið mestur maðurinn hér á
landi undanfarinn mannsaldur,
en Jón Magnússon var, að minu
viti, gætnasti og vandaðasti
maðurinn, hann var einn heið-
arlegasti og besti maðurinn.
Ress vegna var hann láns-
maður.
t*ess vegna var því líkast, sem
þjóðinni yrði alt það til gæfu,
sem hann lagði á gjörva hönnd,
og það var bæði margt og mikið«.
— Hann hefir nú lokið löngu
og miklu æfistarfi, sem var ó-
venjulega verulegt. Én yfir frá-
falli hans hvílir hugþekkur æfin-
týrablær, sem að nokkru dreg-
ur úr sársauka saknaðarins.
Tvö stórhýsi.
ii.
Pjóðleikhúsið.
Bjartsýnustu mennirnir og
þeir, sem verst'una seinagangi
íslenzkra framkvæmda, hafa
jafnvel látið sér koma til hugar,
að byggingu þjóðleikhússins
yrði flýtt svo, að það verði
komið upp árið 1930 og tekið
þá til starfa. Það er þegar á-
kveðið að þjóðleikhúsið verði
bygt, og er því þeim mun
lengra á veg komið en ráðhús-
byggingunni, að um hana er alt
óákveðið enn þá. Leikhússjóð-
urinn er nú þegar orðinn all-
álitleg upphæð og vex óðum,
vegna hins vissa tekjustofns,
sem honum er lögfestur.
Hvort svo vel verður að verlð,
að þjóðleikhúsið verði komið
upp 1930, eða ekki, þá má
samt telja alveg vist, að það
verði bygt áður en mörg ár
liðaT. En alls vegna væri það
lang æskilegast, að það yrði al-
bygt fyrir þann tima, því það
ár mundi það a. m. k. gefa af
sér tvöfalt meiri tekjur en hvert
ár annað. Og á það atriði ber
óneitanlega að lita viðvíkjandi
leikhússbyggingunni, og einnig
gagnvart öðrum framkvæmdum,
sem liklegar eru til að gefa af
sér miklar tekjur einmitt það
ár, vegna hinnar sérstöku að-
stöðu sem þá verður fyrir
hendi.
En hvar á þjóðleikhúsið að
standa?
Um það hefir lítið verið rætt
enn þá eins og eðlilegt er, með-
an að eins hefir verið unnið
að nauðsynlegasta undirbúningi
þess. En úr því málið er nú
komið á þann rekspöl sem raun
er á, verður að telja það full-
komlega tímabært að fara að