Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 27.06.1926, Qupperneq 3

Dagblað - 27.06.1926, Qupperneq 3
DAGBLAÐ 3 ura stjörnufræði, Ásg. Ásgeirsson alþm. skýrði frá breytingura þeim sem síðasta Alþingi gerði á fræðslu- lögunum. Sig. Jónsson skólastjóri flutti erindi um vanrækt börn og meðferð á þeim og Lúðvik Guð- mundsson kennari við Mentaskólan flutti fyrirlestur um náttúrufræði- kenslu, voru hvorttveggja inngangs- erindi að umræðum. Sigurður Nordal prófessor flutti fyrirlestur um andleg verðmæti, þau sem hvorki verða mæld né vegin. Ennfremur voru sýndar skólakvikmyndir með kvikmyndavél Barnaskólans og gerði það Gísli Jónasson kennari. Stjórnin var að mestu leyti endurkosin og er Bjarni Bjarnason skólastjóri í Hafnarfirði forseti Kennarasambandsins eins og áður. Páll ísólfsson heldur kirkjuhljóm- leika í kvold í Frikirkjunni. Mun mörgun forvitni á að heyra hvernig nýja kirkjuorgelið hljómar í höndum Páls. Einnig ætlar frú Erica Darboe að syngja þar nokkra einsöngva og mun það sýzt draga úr aðsókninni. flenry Erichsen harmonikusnilling- urinn er kominn aftur til bæjatins og hélt hljómleika í fyrrakvöld fyrir fullu húsi og í dag spilar hann aftur siðasta sinn. HálYerkasýnisgu opnar þýzki listmálarinn pró- fessor Theodor Wedepohl í dag í húsi K. F. U. M. niðri. Verða þar sýndar nokkrar manna- myndir sem prófessorinn hefir málað hér síðan hann kom, fyrir tæpum tveimur mánuðum'. Vér spurðum próf. Wedepohl hvort hann vildi láta nokkuð í ljós út af blaðaumræðum þeim, er urðu eftir sýningu þá er hann hafði í glugga Har. Árna- sonar fyrir nokkru síðan. — Nei, sagði hann, ég fylgi þeirri reglu, að hver listamaður eigi að »vera þögull en láta verk sin tala«, eins og gamall málsháttur segir, og þess vegna vil ég ekki segja neitt, en gefa Reykvíkingum kost á að sjá nokkur þekt andlit héðan úr bænum sem ég hef málað, svo að ’ þeir geti séö hvaða stefnu ég fylgi. Og ég legg það á vald manna að dæma um það sjálfa, hvort þessar myndir minar eru sýningarverðar eða ekki. Síðan ég kom hingað f fyrsta sinn í fyrra sumar, hefir aðdáun min farið vaxandi fyrir ýmsum ger- mönskum séreinkennum, sem geymst hafa svo vel S sköpulagi og svip Islendinga, en því mið- ur eru farin að verða óskýrari meðal þjóðverja vegna blönd- unar kynstofnsins. — Ætlið þér þá ekki að sýna nein landlagsmálverk? — Nei. Eg málaði nokkur í fyrra og sýndi þau í í*ýzka- landi, og þau vöktu þar mikla athygli. íslendingar eiga nú ýmsa ágæta landslagsmálara, svo að slík málverk eru þeim ekkert nýnæmi. Með andlitsmál- verkum mínum hygst ég aftur að geta boðið þeim nokkra ný- ung. — Hvað segið þér um nýju stefnurnar í málaralistinni? — Sem allra minst, Eg sjálfur reyni að lýsa þeim sigilda sann- leik, sem náttúran sjálf hefir að geyma, og held mér frá hinum reikulu tizkustefnum. — Hvernig kunnið þér við yður hér á Iandi? — Ágætlegal Fegurð landsins hef ég áður rómað, og fólkið finst mér svo viðkunnanlegt, að ég dái það og virði því meir, sem eg kynnist því nánar. Feðranna fold. særir mig ekki og kvelur framar. Nú gleðst eg innilega við að sjá aftur garðinn, er var sjónar- vottur að þeim erfiðu tímum mínum. Hver veit nema að kvalir og þjáningar bindi mann traust- um böndum við þann stað, þar sem okkur hefir liðið verst? Vagninn nam staðar á hlaðinu. — Við skulum líta inn til Julienne með það sama, mælti Lucien. En Faveraz gamli var ekkert áfram um það. — Það er svo óþrifalegt inni hjá okkur, sagði hann að lokum. Dæturnar minar eru giftar, og yngsta dóttirin, hún sem er dálitið rugluð í höföinu, hún lítur eftir kúnum. Meöan konan gat gert það, var alt i Iagi. En nú er alt í einu róti. Þeir gengu inn. Hið stóra herbergi var bæði eldhús, borðstofa og svefnherbergi. t*að var sópað og þvegið, og gengið vel frá öllu. Vatnið sauð í potti á opnum hlóðum. Hæna hafði flogið í op- inn gluggakarminn. Hún stóð í glugganum á milli blómstrandi gernium og kvenhatts með hvítri fjöður, og teygði nú hálsinn og leit yfir herbergið, áður en hún réð af að fljúga inn á gólfið. Fyrir framan rúmið, sem stóð við vegg- inn og var nærri hulið af rúmtjöldunum, stóð ung stúlka ljósklædd og berhöfðuð og var að gefa sjúklingnum^eitthvað úr skeið. Nærvera þessa fallega barns lagði birtu yfir fátæklega stofuna. Stúlkan snéri sér við, er hurðinni var lokið upp, og hún var blóðrjóð alveg upp i hársrætur, er hún sá Lucien. Hann hafði undireins þekt Jeanne Mérans á rauða hárinu. — Ó, herra Halande! hrópaði hún upp yfir sig. Hún var fögur og yndisleg í feimni sinni. Hann heilsaði henni, og gekk svo til gömlu konunnar, fóstru sinnar: — Hvernig gat þér dottið í hug að fara að verða veik, Julienne rétt þegar eg var að koma heim? Nú verðurðu að flýta þér að verða frisk aftur og búa til handa mér. inndælu eggja- pönnukökurnar þinar. — Herra Lucien, hvislaði gamla konan. Hún átti bágt með að tala. Hún sneri höfðinu við og leit á hann. Þau Jeanne hjálpuðust að að reisa hana dálitið upp og styðja hana með koddum. Gamla konan þakkaði þeim fyrir: — Svona. Þetta var betra. fað var ekki holdtóra til eftir á andlitinu, það var líkast því, að beinin stæðu út i gegnum skinnið, sem var gult eins og gamalt bókfell. Aðeins á há kinnbeinunum sáust tveir rauðir hitablettir. Hálsinn var skorpinn og með djúp- um hrukkum. Hægri höndin lá ofan á ábreið-

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.