Alþýðublaðið - 20.07.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.07.1923, Blaðsíða 4
BLÞVDUBL&PIB ♦ Maismjöl nýkomið. Kaupfélagiö. þeir að ganga í dauð.ann fyrír frelsi sianar stéttar, eða ætla þeir að ganga í dauðann íyrir böðla sína? Það er engin tilviljun, að Frakkar hafa tekið Essan. Það vom stóru fallbyssurnar Krupps, sem þeyttu um koll belgisku og rússnesku virkjunum: Essen, en ekki Berlín, Krupp, en ekki Hindenbjurg, voru sigrar Þýzka- iands að þakka. Englendingar reiknuðu í stríðinu með þeim _ möguleiki, að Þjóðverjar myndu taka Cálais og Boulogne, þegar þeir voru sem sigursælastir, og setja þar síðan einhverjar stórar fallbyssur frá Essen, sem gætu lokað Ermarsundi og skotið á sjálta Lundúnsrborg. Frakkar þurfa ekki áð vinna Caiais og Boulogne tií þess að geta fært sér í nyt ófreskjurnar frá Krupp gegn fyrri banda- mönnum sínum. Báðar þessar borgir og öll suðurströnd Ermar- sunds er eign Frakka. Fyrir franska áuðvaldinu vakir enn þá draumur Napoleons að tryggja sér landfestu á strönd Englands, þegar árekstur Frakklands og Englands, sem nú líður óðum að, skellur yfir. Takmárk franska auðvaldsins er að gera úr Frakklandi mesta iðnaðarland Evrópu. Fyrr eða síðar er því árekstur við Eng- Iand óhjákvæmilegur. En fyrst um sinn hafa Frakkar íult í fangi með að tramkvæma »hefnd- arpólitík< sína gagnvart Þýzka- landi. (Frh.) SeyMrzkir pistlar. (Frh.) II. Góðtemplarastúka er hér í bænum, og hefir hún nú fræg orðið vítt um land út af þjarki því, sem í henni hefir verið út af Hagalín. Var houum fyrst veitt inntaka á ólögmætum fundi, en slðar, eftir að umboðsmaðnr stórstúkunnar hafði ónýtt þann fund, var honum synjað um inn- töku. Mun þar miklu hafa um ráðið umboðsmaður stórstúkunn- ar, fyrrverandi alþingismaður séra Björn Þorláksson á Dverga- steini, en mál þetta er félagsmál, og má því eigi skýra nánara frá þvi í opinberu blaði. En þess urðu menn varir, að eftir áð. »Austanfara<-ritstjóranum var synjað um inntöku, var öllum neitað inngöngn í stúkuna; reÍ3 út af því gauragangur mikill bæði innan félags og utan, og kvað nserri hafá legið, að stúkan klotnaði. Skiftust menn hér í tvo flokka með og móti, og voru æsingar mikiar um tíma. En einn góðan veðurdag brá ritstjórinn og nokkrir helztu liðsmenn háns sér til Norðfjarðar, og gekk hann í stúku þar, kom síðan aftur heim og situr nú fundi hér. Þótti flestum hér vel til tundið Króka-Refs-bragð og málið vel til lykta leitt, en eigi þó öllum. Þannig endaði þetta mál. Annars hefir stúka þessi starf- að af dugnaði^ miklum og verið bænum mjög til sóma og þrifa. Á hún marga dugnaðar- og framtaks-menn innan vébanda sinna, sem ósleitilega hafa starf- að áð veg hennar og virðingu, svo sem Sigurð Baldvinsson, póstmeistara, f. v. æ. t. og einn aðal-stofnanda hennar, Karl Finnbogason skólastjóra o. fl. (Frb.) UidagmnogTepn. Skýrslur Péturs A. Ólafsson- ar ræðismanns til Stjórnarráðs- ins um erindrekstur hans f Þurkaðir ávextir: Rúsínur, 4 tegundir, sveskjur, 4 tegundir, þurkuð epli, apncósur, perur, blandaðir ávextir, kúrennur og bláber. Alt af ódýrast og bezt hjá Kaepfélaginii. Siifurhnsppur fundinn. Yitjist á Njálsgötu 33 A. Ameríku síðastliðinn vetur hafa nú verið gefnar út í bókarformi. Eru þær mjög fróðlegar á marga Iund, og ættu sem flestir að lesa þær. Knud Holiulíoe, danskur blaða- maður, sem ritar fyrir »National- tidende< og fleiri blöð dönsk, er nýkominn hingað og ætlar að dvelja hér um tíma. Hefir hann undanfarið verið í írlandi og kann fiá mörgu að segja þaðan. Hygst hann að halda hér fyrir- lestur næstá miðvikudag um ír- land og ástandið þar nú. Framhoð. Þingmenn Eyfirð- inga lýstu nýlega yfir því báðir á leiðarþingi á Siglufirði, að þeir myndu bjóða sig fram við kosn- ingarnar f haust. Eiinreiðin. Sveinn Sigurðs- son, er verið hefir skrifstolustjóri hjá borgárstjóra, hefir nú keypt tímaritið »Eimreiðina< af Ársæli Arnasyni og verður eftirleiðis ritstjóri hennar. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Halibjörn Halldórsson. Preaferolðjs Hállgrlro# Ben*dikt8s®oiar, Bergstaðastræt5 ,19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.