Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 2

Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 2
‘> INÝJA STÚDENiABLAÐIi) En þrátt fyrir þetta tókst um þetta rnjög þýðingarmikil og einbeitt samfylking meðal stúdentanna og traditionin, sem þar skapaðist, ætti að geta orðið ísl. háskólanum að gagni síðar. Því að eflaust er þetta ekki í fyrsta skipti, sem við stúdentarnir þurfum að taka 1 taumana. Nauð- synin fyrir því, að stúdentarnir standi sameinaðir í bar- áttunni gegn skertum kosti sínum og skólans, er nú meiri en nokkru sinni fyr. Um allan auðvaldsheiminn lítur yfirstéttin menninguna óhýru auga og vanrækir liana meir og meir. Gleggstu dæmin eru fasistalöndin, þar sem öllu slíku er meira eða minna vandlega kastað fyrir borð. Hér heima eigum við líka alvarlegar tölur. Hundraðstala sú af tekjum ríkissjóðs, sem varið er til menningarmála, breytist þannig: 1880 er hún 17,8% 1910 er hún 19,5% 1928 - — 9,9- 1932 - — 8,8- 1910 er hún svipuð og í Sviss, en þar er menntunar- ástand yfirleitt mjög gott. 1932 er hún ámóta og á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað allra verst. Menntunarástandi íslenzku alþýðunnar er að hraka og æðri menntastofnanir eru ofurseldar samskonar hættu. Tilhneigingin til að leggja niður háskólann sem slíkan, en halda hér aðeins »embættismannaskóla« með lausa- kennurum, er vakandi hjá hinni konservativu borgara- stétt og á eftir að vakna betur eftir því sem fastar kreppir að. Það er almennt viðurkennt, að líkurnar fyrir því, að stofnað yrði til kennslu 1 náinni framtíð við stofnun þá, sem áðurnefnt frumvarp ræðir um, séu hverfandi. En samt ætlar háskólaráð að láta fé liáskólans laust til rík- isins. Slíkt ábyrgðar- og skeytingarleysi hefði ekki getað hent stjórn skólans á fyrstu árum hans meðan stofnend- ur hans og stjórnendur trúðu á hann og íramtíð hans í íslenzku menningarlífi. En nú er greinilega öldin önnur. Lagalega séð er enn ekki of seint fyrir háskólaráð að draga loforðið um fjárstyrkinn til baka og liin skýlausa krafa allra stúdentanna er auðvitað að það sé gert. Upp- gjöf prófessoranna hefir ekki önnur áhrif á stúdentana en að þeir sjá nauðsynina á, að þeir taki upp hanzkann fyrir þessa menningarstofnun, þar sem tómlæti og ábyrgð- arleysi prófessoranna felldi hann niður. Yaxandi róttækni stúdentanna nú undanfarið sýnir al- veg sérstaklega, að þeir eru að skilja þetta hlutverk, fleiri og fleiri. Skilja, að þeirra er að gera að veruleika djörfustu drauma stofnenda og beztu manna háskólans um ísl. menntunar- og vísindastofnun, þótt það verði í samvinnu við aðra stétt manna og á öðrum grundvelli en þá ágætu menn óraði fyrir. Islenzku stúdentarnir sjálfir og bjargföst menningar- viðleitni þeirra eiga að vera trygging fyrir gengi íslenzks háskóla og það eru þeir. Úr »Swrtslielli efnishyggjunnar «• í hinu nýja Kirkjuriti, sem nokkrir æðstu klerkar vorir hafa sent út til þjóðarinnar, stendur þessi setning: »Barnssálunum á ekki lengur að gefa »guðlegar mynd- ir«, heldur leiða þær inn í »Surtshelli efnishyggjunnar«. Hversu óskemmtilegt, sem það kann að vera, þá verður ekki hjá því komizt að lierja á heiðin tröll, sem löngu ættu að vera orðin steinrunnin í ljósi trúar og vísinda- legrar þekkingar«. Hér hafa klerkarnir óbeinlínis gefið nokkrar upplýs- ingar um slcilning sinn á sambandi trúar og vísinda. Það verður eigi annað skilið en þeir telji þetta tvær liliðstæður, sem styðji livor aðra í sátt og samlyndi. Sennilega mun ýmsum þykja slíkt harla undarleg skil- greining og þá fyrst og fremst þeim, sem efnisliyggjan hefir gersamlega forblindað. Þeim virðist sem sambúðin hal'i ekki alla jafna verið friðsöm og litlar horl'ur á breyt- ingu til liins betra fyrst um sinn. — — Menn skiptast í llokka eftir hugmyndum þeim, sem þeir gera sér um samhengi hlutanna. Skarpastar andstæður eru milli hugsæismanna (ideal- ista) og efnishyggjumanna. Öllum hugsæismönnum er það sameiginlegt, að telja, að vér fáum aldrei þekkt til- veruna eins og hún er. Þeir eru þannig allir sammála um, að bak við alheimsrásina sé ein allsherjar vera, sem sé upphaf alls og ráðandi alls. Sumir þeirxa neita til- veru umheimsins og telja hana aðeins til í meðvitund alverunnar. Aðrir, þar á meðal prestarnir, játa raunveru- legri tilveru heimsins og viðurkenna að rnestu leyti lögmál, sem lxið »dauða« efni lúti. Hinsvegar telja þeir, að maðurinn se af guðlegum og andlegum uppruna og sálin bafi aðeins bústað í efninu um stundarsakir og leiki á það eftir geðþótta sínnm, án þess að skeyta um lög þess nema að litlu leyti. Efnishyggjumenn halda því fram, að tilvera hlutanna sé raunveruleg. Þeir balda því ennfremur fram, að rás þeixra sé lögmálsbundin og takast megi að þekkja þau lögmál xneð óendanlega mikill nákvæmni. Þeir neita til- veru alheimsverunnar og telja sálarlífið aðeins eina teg- und starfs í efninu, sem að öllu leyti lúti lögmálum þess. A grundvelli efnishyggjunnar eru öll náttúruvísindi til orðin og án hennar er ekki um nein slík vísindi að ræða. Nú á síðari árnm hefir hinn frjálslyndari hluti kirkj- unnar viljað taka náttúruvísindin í sína þjónustu með það fyrir augum, að þau sönnuðu tilveru guðs og ann- ars lífs. Ilún liyggst að gera eina gómsæta súpu úr trú °g vísindum, og með tilstyrk nokkurra heimspekilegra hugsæismanna úr liópi vísindamannanna, sem síðar mun að vikið, prédikar nú kennilið liennar l'all og eilífa glötun efnishyggjunnar, sem þeir telja hina háskalegustu hégilju.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.