Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Qupperneq 3

Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Qupperneq 3
INÝJA STÚDENTABLAiíIÐ 3 Anðvitað er kenning kirkjunnar í slíku formi einn ósamkvæmur lirærigrautur, livorki fugl né fiskur. Nátt- úruvísindi án efnishyggju eru, eins og áður er drepið á, ekki til, því að þau eru aðeins safn athugana á efninn og því, sem þar gerist. Saga þeirra sýnir einnig ljóslega, að þá er horfið var með rannsóknir inn á hina materi- ellu hraut, fór vísindunum að miða fram, og þá fyrst urðu þau mönnum til einhvers gagns í lífsharáttunni. Örfáir drættir úr sögu læknisfræðinnar munu nægja til að sanna það. Forfeður okkar, villimennirnir, trúðu á töfra og fjöl- kynngi. Þeir töldu, að sjúkdómar stöfuðu af illum önd- um og lækningin væri í því fólgin, að reka þá hurtu með töfrum eða l'órnum. Þegar kristnir menn liöfðu skapað guð í sinni mynd, töldu þeir sjúkdóma refsingu af lians Iiendi fyrir drýgðar syndir, og þá varð bænin athvarfið í baráttunni við þá. Þessi blómaöld trúarinnar átti þó ekki eilífum sigri að fagna. Öguðlegir menn tóku að hnýsast í leyndardóma náttúrunnar, menn, sem höfðu óljósan grun þess, að hak við atburðarásina stæðu lög- mál, þar sem afleiðing svaraði jafnan til orsakar. Og einn góðan veðurdag kom svo einum þeirra til hugar, að sjúkdómar stöfuðu af lifandi smáverum. Hann lilaut auðvitað maklega fyrirlitningu og háð þeirra, sem fremur kusu að drekka vígt vatn eða kyssa dýrlingabein sér tii lieilsuhótar. Skoðun hans sigraði þó með hjálp smásjárinnar, og upp frá því komst læknisfræðin á hinn efnislega grundvöll, og þá fyrst sköpuðust möguleikar þess, að girða fyrir sjúkdóma og finna ráð við þeim. Jafnframt var ábyrgðinni af öllu þessu pesta-góðgæti létt af guðdómnum. Þetta er raunar ágrip af sögu allra náttúruvísinda. Jafnskjótt og menn komust að raun um orsök og afleið- ingu, breyttust starfsaðferðir þeirra frá töfraþulum og meira og minna suhjektivum heilaspuna í hlutlægar at- huganir hins einstaka. Brautin hefir þó ekki ætíð verið bein. Og sá sorglegi sannleikur verður naumast hrakinn, að kirkjan hefir jafnan reynst vísindum versti þröskuldurinn. Ef uppgötvanir vísindamannanna fóru í hága við kenni- setningar hennar, áttu flytjendurnir vísar ofsóknir eða hana — í drottins nafni. Þetta er næsta eðlilegt, því að trú og þekking eru tvær regin-andstæður. Þar sem þekkingin nær yfirtök- um, hlýtur trúin að rýma. Schopenliauer segir: »Þeir, sem hyggja, að vísindin geti haldið áfram á braut sinni, án þess trúin bíði skaða, eru flæktir í vef hlekkinga. Trúarbrögð eru alkvæmi l’á- vizkunnar, ogforeldri sitt lifa þau aðeins skamma stund«. Nú mætti það ef tii vill teljast meinlaust, þótt menn tryðu ýmsu, ef þeir væru reiðubúnir að láta af trú sinni, jafnskjótt og ný sannindi finnast. En slíkt er öðru nær. Þeim, sem alinn hefir verið upp við stöðugan aga vissra kennisetninga, reynist örðugt að losna úr flækjunni. Það er orðið liold af lians holdi og hlóð af hans hlóði og honum finnst glæpsamt athæfi, ef hróflað er við því. Þannig þarf oft marga mannsaldra til að fá hin einföld- ustu sannindi viðurkennd, ef þau fara í hága við trúar- legar skoðanir tnanna. Og ekki bætir um, þegar launuð er heil stétt til að viðhalda fáfræðinni og berja inn í menn hégiljurnar, eftir sem áður, þvert ofan í allt, sem vitað er. Að vísu hefir kirkjan, fyrir atheina vísindanna, rýmt livert vígið eftir annað. Hún hefir verið á hröðum flótta með kenningar sínar, og því meira sem uppgötvazt hefir, því minna hefir svigrúm hennar orðið. Hún liefir þó varizt eftir föngum og fært kenningar sínar í nýjan húning með nýjum orðum — sem liafa það eitt til síns ágætis, að vera myrk og torráðin eins og grísk goðsvör — ef ske kynni, að hún, enn um stund, mætti lialda áhrifavaldi sínu. I sambandi við það má minnast hragðs hennar, er hún neyddist til að viðurkenna orsakalögmálið, sein olli tví- skinnung í kenningum hennar. Annarsvegar voru lög- mál, sem rás atburðanna var liáð. Hinsvegar almáttugur guð. Nú náði ekki nokkurri átt að hugsa sér almáttug- an guð, sem ekki gat breytt um rás hlutanna eftir vild. Því var það ráð tekið, að yfirfæra hugtakið guð á nátt- úrulögmálin og það látið heita svo, að öll heimsrásin væri, eftir sem áður, að hans vilja. Þessi ráðstöfun var raunar aðeins andsvar hins ráðþrota, því að liinn nýi guð, sem var allt í öllu, átti ekkert skylt við þann virðu- lega persónuleika, sem menn liöfðn leitað athvarfs hjá. Við þessa breytingu varð umtak guðdómsins óendanlega stórt, en inntak lians óendanlega lítið. Þetta liafa menn líka smám saman fundið og nú kemur engum manni með viti til hugar — ekki prestunum lieldur — að treysta því, að guð ráðstafi veðurlagi mönnum í hag. Það er látið nægja að hlýða á útvarp eða athuga skýja- far, og eftir því haga menn sér. Á hrellingarstundum sínum hefir kirkjan þó oft reynt að kveða upp ýmsa gamla drauga og er þess skemmst að minnast, að í hinu nýja Kirkjuriti er það talið, að hrátt muni sú heimsku- lega tvíhyggja hverfa, sem haldi því fram, að guð grípi aldrei inn í rás miskunnarlausra náttúruaflanna. Þetta er raunar sett fram án frekari rökstuðnings og er aðeins gliiggt dæmi þess, að mönnum verður ekki óglatt af smámunum. Þrátt fyrir þessa og fleiri álíka hjargarráðstafanir, er það flestum ljóst, að kirkjau liefir misst tökin á guð- dómnum að langmestu leyti, en hún á þó nokkuð eftir, og það er annað líf. Um tilveru þess eru nú átökin háð milli trúarinnar og lífeðlisfræðinnar, enda þótt óhætt sé að l'ullyrða, að langmestur hluti klerkanna hafi ekki nokkra hugmynd um, hvað líl’eðlisfræðin hefir fundið. Kirkjan fullyrðir allt um það, út frá sinni subjektivu heimspeki, að annað líf sé til, en slær auk þess um sig með uppgötvunum nýju eðlisfræðinnar, sem idealistarnir telja, að hafi al’- sannað efnishyggjuna. Það er gamalt fyrirbrigði, að þeg-

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.