Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Side 4

Nýja stúdentablaðið - 01.05.1935, Side 4
NÝJA STÚDKIN I 1 ar vísindalegar uppgötvanir eru á bernskuskeiði, eða þegar eitthvað er skýrt lengra en áðúr hefir verið skýrt, þjóta idealistarnir upp og telja efnishyggjuna afsannaða. Þegar Curie fann geislamagn radiums, þótti ýmsum sem efnið væri úr sögunni, en orkan komin í staðinn. Vís- indin viðurkenndu, að þarna væri fundin ný mynd eða nýtt ástand efnisins, líkt og til er þrennskonar ástand vatnsins, þ. e. vatn, gufa og ís. Þegar eðlisfræðingurinn Heisenberg kom fram með óvissukenningu sína (usikkerhetsloven), sem telur, að takmörk séu fyrir því, með hve mikilli nákvæmni megi segja fyrir um ástand, stöðu og hraða frumeinda og ör- einda, þá þótti hinum trúuðu þetta hin öflugustu rök. Með eðlisfræðinginn Eddington í fararbroddi héldu þeir fram, að með þessu væri sannað, að ekki yrði sagt fyrir um nokkurn skapaðan hlut og orsakalögmálið þannig raunverulega úr gildi. Samkvæmt túlkun þeirra á þess- ari uppgötvun, hlutu öll materiell vísindi að vera úr sögunni og tilraunir vísindamannanna aðeins heimsku- legt fálm. Því að livað þýddi að gera athuganir, ef búast mátti við, að aldrei fengist samskonar niðurstaða við sams- konar tilraun? Nú er því þó þannig farið, að segja má með vissu fyrir um, hversu margar frumeindir af vissum fjölda hagi sér svo og hversu margar öðruvísi, þótt ekki verði um það sagt, hvað liver einstök gerir. Enda þótt óvíst sé, hvort nokkurntíma tekst að segja fyrir um slíkt, þá er sú ályktun, að með þessu séu öll náttúrulögmál úr gildi, »ekki aðeins rugl, heldur gersam- lega óverjandi rugl«, svo að viðhöfð séu orð Einsteins. Þrátt fyrir góðan vilja og heimspekilegar brellur ideal- ista og kenniliðs, er ekkert framkomið ennþá, sem gefi hinn minnsta höggstað á efnishyggjunni. Og fyrir sleitulaust starf lífeðlisfræðinganna fjölgar nú sífellt þeim fyrirbærum í sambandi við sálarlíf manns- ins, sem skýrast hrein-materielt, þótt þau væru áður al- gerlega dulræn (mystisk) og látin stafa frá öðrum heimi. Þeir hafa ekkert fundið, sem bendi til þess, að nauðsyn sé á tilveru neinnar sérstakrar sálarorku, heldur sé heila- starfið aðeins ein tegund af breytingum efnisins og ó- rjúfanlega tengt heilasellunum og hverfi jafnskjótt og þær bila. Hér er ekki rúm til að skýra þetta nánar, en geta má þess, að tekizt hefir að vinna liormón, sem al- gerlega ráða um tilveru vissra sálareiginda eins og kyn- hvatarinnar. Ef því er hinsvegar þannig farið, að til sé einhver sér- stök sálarorka, sem ekki byggist á fysisk-kemiskum breyt- ingum, þá eru vísindalegar rannsóknir á slíku, að áliti hinna beztu vísindamanna, þekkingarfræðilega óhugsandi. Þær hlytu að lenda utan við þá tilveru, sem skynjuð verður og mæld, og því verður engu slíku komið við. Trúin heldur því áfram að vera suhjektið, eins og hún hefir verið, og vísindin halda áfram að skýra og rann- saka tilveruna ut frá materiellum grundvelli. Þetta tvennt Sælir þid . . . — Jóhannes úr Kötlum. — Hin frelsandi stjarna, svo fjarlœg í tímanum, rúminu, slær fölva á smalann í dalnum og harniö í jötunni . . . Oss dreymir um framtíð — en dúfurnar flögra í húminu og drengur og telpa’ eru að leika sér úti á götunni. ... Hvort munið þið, strákar, vort kapphlaup á skíðunum, skautunum? — Það er skrítið hvað minningin friðar oss stundum í sorginni. — Já, fögur var lilíðin og lugöprúöar ærnar í lautunum, en langt er nú síðan — og við orðnir lierrar í borginni . . . Það vorar í landi — og logar á snjóhvítum tindunum og loftið er heiðblátt og tært, eins og forðum í sveitinni. Við erum að leita — — en kannske’ ekki lengur að kindunum og kannske er enginn á skinnsokkum framar í leitinni. En hvert skal |»á halda? — Hvar staðnæmdist stúlkan úr selinu, sem stökk eftir fuglinum, hvarf út í þokuna á heiðinni, og ætlaði að grípa sér gullroðna fjöður úr stélinu? . . . Æ, getur |>að verið að hún hafi dáið á leiðinni? Og snerum við þessvegna haki við harninu í jötunni? Varð blikandi stjarna þess smalanum ónóg í sorginni? . . . En samt er það svona, að þegar ég geng eftir götunni, þá grunar inig alltaf aö stúlkan sé frú hér í borginni . . . hlýtur alltaf að fara sína leiðina hvort og sigur annars hlýtur alltaf að vera ósigur hins. Kirkjan verður því að standa óstudd af vísindum áfram, eins og hún hefir gert, ef hún vill halda fram kenningum sínum um ódauðleika sálarinnar. Málaflutningur liennar nú er næsta hrosleg- ur, þar sem hún leitast við að reisa kenningar sínar á þeim vísindum, sem hún vill feig, þar eð þau eru grund- völluð á hennar höfuðfjanda, efnishyggjunni. Henni ferst líkt og slöngunni, sem heit í hala sinn og át sjálfa sig. Benedikt Tómasson. Norrænt stúdentamót og mjög merkilegt læknanemamót í samhandi við það er áformað í Khöfn 23.—29. júní. Ekki er enn vitað, live mikil þátttaka verður af la- lendinga hálfu, en ef nægilegur styrkur fæst til fararinnar, eru líkur til, að hún verði allmikil. Læknanemamótið aérstaklega er mjög merkilegt og æskilegt, að sem flestum reynist fært að sækja |iað, því að þar láta margir ágætir fræðimenn til sín heyra. Almenna stúdentamótið hinsvegar er ekki jafn þýðingarmikið, að því er virðist af prógramminu. Væri samt vonandi, að þeim stúdentum, sem þangað fara, takist að gera úr niótinu annað og meira en fyllirí. Slíkar sanikomur, þar sem áliugasamir og hugsandi stúd- entar hittast á tímum eins og þessum, gætu verið mjög þýðingariniklar í þeirri menningarbaráttu, sem stúdentarnir heyja hver í sínu landi. En hvort stúdentar komast utan eða ekki veltur á, hvort Háskóla'ráð sér sér fært að veita nægilega ríflegan styrk og gerist það nú a. m. k. jafn ríflegt og við ríkissjóð tiltölulega. Stúdentum er kunnugt um, að sú upphæð, sem úthlutað er úr Sátt- málasjóði, er svo mikil, að liægt er að styrkja af henni svo að nm muni, of Iláskólaráð vill.

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.