Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 3

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 3
'fr fNSA 13. ÁRG. 1. TBL. 13. APRÍL 1948. SIUDENttBIAÐIÐ ÚTGEFANDI FÉLAG RÓTTÆKRA STÚDENTA ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON: Stofnun og stefna Félags róffækra sfúdenfa Einn af forvígismönnum Félags róttækra stúdenta hefur þrá- beðiS mig að segja lesendum Nýja stúdentablaSsins eitthvaS frá tildrögum aS stofnun félagsins. Samkvæmt gamalli reynslu af þessu félagi veit ég, aS mér muni ekki tjóa undan aS skorast, enda þótt vmsir séu betur til þessa verks fallnir. I. ÞorvalJur Þórarínsson. Eftir skilnaS íslands og Danmerkur, tóku fleiri stúdentar aS stunda háskólanám sitt hér heima. Þeir urSu því ekki aSnjót- andi hins frjálsa anda og sterku samtaka, sem löngum ein- kenndi íslenzka stúdenta í Höfn. Háskólinn hér var Htill og fremur íhaldssamur, nokkurt frjálslyndi þekktist aSeins í tveim minnstu deildunum. Einskonar upplausn var hér í pólitísku lífi, en andlega vinstri forystu skorti. Gamla HeimastjórnaríhaldiS hafSi þegar 1919 byrjað að riðlast og tapa fylgi. Þessi þróun varð æ skýrari við hverjar kosningar til ársins 1923, og árið 1926 var gerð tilraun til að safna forystunni og fylginu saman í íhaldsflokknuin, sem var dansk-íslenzkur. auðvaldsflokkur, ákaf- lega afturhaldssamur og þröngsýnn. Þessi flokkur beið herfilegan kosningaósigur sumarið 1927, þrátt fyrir ágæta aðstöðu, en Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, sem höfðu einskonar kosningabandalag, unnu milc- inn sigur og stjórn Tryggva Þórhallssonar tók við völdum í landinu, studd af Alþýðuflokknum og einum þingmanni utan flokka. Þessi stjórn gerðist brátt umsvifamikil í framkvæmdum og væntu ungir, frjálslyndir menntamenn margs góðs af henni. Hinsvegar sýndi sig næsta fljótt, að hún leit ekki á embættis- próf eða ætterni sem óskeikulan mælikvarða á hæfileika manna eða getu. íhaldið notað’i sér þetta til þess að safna um sig mennta- mönnum og ala á óánægju þeirra gagnvart stjórninni, og varS allmikið ágengt. Jafnframt tók flokkurinn sér nýtt nafn 1929 (Sjálfstæðisflokkur) um leið og hann innbyrti síðustu leifar frjálslynda flokksins. Undir þessum huliðshjálmi þóttist flokk- urinn standa allvel að vígi í landsmálabaráttunni. En af stjórn- arflokkunum er það að segja, að Framsóknarflokkurinn komst skjótlega undir áhrifavald einkennilegs manns og tók að rek.i nokkuð einhliða atkvæðapólitík, liirti oft meira um áróðursgildi harátlumála sinna en varanlegt innihald og félagslegan árangur. Ilin fræga og hatramma barátta lians gegn íhaldinu varð oft í reyndinni neikvæð haturspólitík gegn einstökum mönnum og stofnunum, en lítið sem ekki kvað að dugandi aðgerðum gegn auðvaldinu sjálfu. Og enda þótt allmargir frjálslyndir mennta- menn fylgdu flokknum að málum, hlutu þeir af ýmsum ástæð- um að verða ahrifalitlir um stefnu hans. Alþýðuflokkurinn, sem aflað hafði nálega þriðjungs þess kjörfylgis, er stóð að baki stjórnar Tryggva Þórhallssonar, átti j>ó ekki nema fjóra full- trúa á Alþingi. Málefnasamningur um stuðning við stjórnina mun hafa verið ógreinilegur eða efndir misjafnar, Jjví að snemma fóru menn að veita því athygli, að þingflokknum gekk treglega að koma frain málum sínum, en óbreyttum flokksmönnuin þótti stundum bera meira á vaxandi vegtyllum foringjanna en sókn í áttina til sósíalismans. Enda má segja, að þessir flokkar hafi markaS stefnu sína til langs tíma á þessum árum. Framsóknar- ilokkurinn gerðist horgaralegur umhótaflokkur, opinberlega and- vígur afnámi auðvaldsskipulagsins. En Alþýðuflokkurinn sleppti á þessum árum því einstæða tækifæri, sem liann hafði til að gera AI- þýðusambandið að sósíalistísku baráttutæki. Róttæk sósíalistísk verklýðshreyfing hefði á árunum 1927—1931 getað knúið mik- inn meirihluta Framsóknarflokksins til virkrar og framsýnnar vinstri stefnu, en dagar Ihaldsins hefðu þá verið að fullu taldir á íslandi. En flokkurinn stóðst ekki sitt fyrsta próf. Hann tók árið 1930 að makka við íhaldið um Jiýðingarlitlar breytingar á

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.