Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 16

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 16
14 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ Þann 13. des. sl. voru Jiðin 150 ár frá fæðingu þýzka skáldsins Heines. Ríkisútvarpið minntist hans þá, enda ekki að óverðskulduðu, því að óhætt er að fullyrða, að ekkert erlent skáld sé þekktara né vinsælla meðal is- lenzks almennings en hann, og ekki hafa verið íslenzkuð fleiri kvæði eftir nokkurt skáld. Heine var Gyðingur og fékk gyðinglegt uppeldi, las lögfræði og varð dr. juris. Lítið gagn hafði hann af því námi, fékk ekkert að gera, gerðist kristinn 1825 — ekki af trúarástæðum, heldur til að eiga opnari leið að evrópiskri menningu, og varð síðar harðvítugur fjandmaður jafnt krist- innar trúar sem gyðingdóms. Heine varð frægur af Buch der Lieder (1827), hrökklaðist úr Þýzkalandi og dvaldi í París frá 1831 til dauðadags 1856, ritaði þar mikið og margvíslegt, m. a. um trúmál, heimspeki og pólitik. Heine var í hópi þeirra fyrstu, er gerðu sér Ijóst gildi kenninga Hegels fyrir róttæk þjóðfélagsöfl, var samherji Marx og skrifaðist á við ltann um skeið. í hinu satiriska verki, Dautschland, Ein Wintermárchen, er hann undir sterkum áhrifum frá Marx, og nokkur af kvæðum hans voru prentúð í Deutsch-Französische Jahrhiicher, sem þeir Marx og Ruge gáfu út. Síðustu æviár sín var Heine dauðsjúkur og rúmfastur, og í hörmungum sinmn þá hneigðist hann stundum í átt frá kontmúnisma og nær kristin- dómi. í síðustu kvæðum sínum hæðist hann að smáborgurunum og ótta þeirra við kommúnismann, en einnig að kommúnistum fyrir það, að þeir geri ekki ráð fyrir ódauðlegri sál. í mörgum kvæðum sínum er Ifeine mjög mjúkur og þýður, en í ádeil- unum verður hann svo hvassyrtur og fyndinn, að enginn kemst til jafns við hann, enda er hann í hópi þeirra fáu klassisku skálda, sem deilur standa um enn í dag, og hefur verið hannaður í fasistiskum löndum. Fjölnismenn voru samtíðarmenn Heines og mátu hann mikils, hæði vegna skáldgáfu hans og frelsisástar, og er ekki ósennilegt, að það hafi einmitt verið hann, sem gaf þeim djörfung til að gerast boðherar nýs tima hér heima. Þeir urðu fyrstir til að kynna hann Islendingum, og skrifuðu þeir Jónas og Konráð um hann í sameiningu í fyrsta árgang Fjölnis. Þar segja þeir m. a.: „... Hann er gott skáld: andagiftin mikil og imyndunaraflið, en þó ekki brestur á viti. Samt er hann ekki stöðugur í sér, þegar hann yrkir; þvi meðan það er sem hliðast og barnslegast hjá honurn, þá er hann allt i einu rokinn og gengur berserksgang, og meðan hann 'leikur sér í meinleysi og er ekki nema tilfinningin tóm, veit enginn fyrri til en liann verður mein- hæðinn og tilfinningarlaus. Fáir menn munu vera sjálfum sér ólikari: — nema þegar liann talar um frelsið, þá er hann ævinlega sjálfum sér samur, því Hænir ann frelsinu eins og allir þeir, sem heztir og vitrastir eru; enda er hann orðinn óvinsæll á Þýzkalandi bæði fyrir það og annað, svo hann má varla koma þangað framar....“ Heine hafði öðrum erlendum skáldum fremur áhrif á Jónas Hallgríms- son, og enn eru ótalin, og verða ef til vill seintalin, þau íslenzk skáld önn- ur, sem ort hafa að einhverju leyti undir áhrifum lians. Sá mikii fjöldi Heineþýðinga, sem til er á íslenzku, er að sjálfsögðu misjafn, og verður sumt að teljast harla lélegt. En frábærar eru margar þýðingar þeirra Jónasar Ilallgrímssonar, Steingríms Thorsteinssonar og Magnúsar Asgeirssonar. Birt- ast hér sýnishorn eftir tvo þeirra, Jónas og Magnús. Af þýðingum Stein- gríms stendur Lorelei fremst, en það kvæði kunna allir íslendingar. E. II. F. HEINRICH HEINE: NÆTURKYRRÐ Gangct gullíœtt um götur bláctr og lœðast léttíœtt ljósin uppsala. Varast smástjörnur að vekja sofandi foldina fögru faðmi ncetur í. Hlustar hinn dimmi • Dalaskógur, öll eru lauf hans eyru grœnlituð. • Sefur nú Selfjall og svarta teygir. skuggafingur. af Skeiðum fram. Hvað er það, er eg heyri? — Hljómur ástfagur og blíðmcelt bergmál í brjósti mínu. Eru það orð unnustu minnar eður sœlla söngfugla kvak? Jónas Hallgrímsson, íslenzkaði.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.