Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 18

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 18
16 NÝJA STtlDENTABLAÐIO BJÖRN ÞORSTEINSSON, cand, mag.: Jón Sigurðsson 1840 í ár er aldarafmæli byltingarársins mikla 1848. Þá urðu stjórnarbyltingar í flestum vestlægum löndum álfunnar, einvalds- konungar veltust úr völdum, kúgaðar þjóðir hristu hlekki sína og þingræðislegar stjórnskipanir komust á í nokkrum ríkum. Þessir atburðir urðu til þess, að nokkrir íslendingar undir forystu Jóns Sigurðssonar hrundu af stað sjálfstæðisbaráttu okkar. Það, sem áður hafði gerzt í sjálfstæðimálum þjóðarinnar á 19. öld á fátt skylt við sjálfstæðisbaráttu. Baráttan fyrir endurreist al- þingis var einungis barátta fyrir ráðgefandi þingi, sem fjalla skyldi um sérmál íslands, en síðar komu ályktanir þess fyrir einvaldsstjórnina í Kaupmannahöfn. Réttarstaða Islands innan danska ríkisins var mönnum óljós, eða menn gerðu sér ekki mikla rellu út af henni. Ágætir og þjóðhollir Islendingar voru tryggir þegnar danska ríkisins, Island var óaðskiljanlegur hluti þess og þeir bundnir hagsmunum beggja Jtjóðanna. Aðstaða Jtess- ara manna var örðug, og fáum tókst fyllilega að vera beggja vinir og báðum trúir. Er byltingar brutust út fyrra hluta árs 1848, sá Danakonung- ur sitt ráð vænst að afsala sér einveldinu og setja ríki sínu stjórnarskrá. Þessi stjórnarskrá var hálfgert örverpi og stjórn- lagafrelsið mjög skorið við neglur, einkum hvað snerti hjálend- ur Danmerkur. Átök urðu hörð við hertogadæmin Slesvik °g Holtsetaland, og kom þar til vopnaviðskipta. Þeim átökum lauk þannig 1864, að Danir misstu bæði þessi héruð. Jón Sigurðsson var í Kaupmannahöfn um Jæssar mundir og skrifaði J)á Hug- vekju til íslendinga, sem birtist í Nýjum félagsritum þá um vorið. I þessari grein var kveðið upp úr um réttindi og kröfur þjóðarinnar til sjálfstjórnar. Með henni markar Jón stefnu sína og grundvallar hana á sögulegum rétli þjóðarinnar. Hér er brugð- ið upp á ljósan hált nýrri útsýn yfir fortíð og framtíð land.s- manna, þjóðin var vakin til vitundar um rétt sinn og gefið ákveðið mark að stefna að. Vorið 1848 má jm segja, að sjálf- stæðisbarátta Islendinga hefjist fyrst markviss og ákveðin. En Jón gerði meira en rita einstakar greinar í Ný félagsrit. Hann stóð í mjög umfangsmiklum bréfaskiptum við menn, sem hann treysti bezt, víða um land. Með bréfum sínum og greinum byggði hann upp og hélt saman öflugum stjórnmálaflokki, sem stóð um stefnu hans og bar hana að lokum fram til sigurs. Hér á eftir fer meginhluti af fyrsta bréfinu, sem Jón skrifar 1848 og varðveitzt hefur. Það er frá 18. marz og er til Jens Sig- urðssonar, síðar rektors. Þar kemur fram viðhorf Jóns til atburð- anna þetta merkilega ár. Elskulegi hróðir. Þökk fyrir elskulegt tilskrif í haust. Eg hripa þér |)elUi til þess að láta það eitthvað heita, en ekkert verður samt gagn í því, þótt nógar séu fréttirnar, en Berlingur og Föðurlandið, sem liér fylgja, verða að hæta úr. Þú veizt, uð margir hafa fundið ú sér árin fyrirfarandi eins og veðurhoða, en nú er það komið fram, að gamla Evrópa er nú þegar í loga. Fyrst kom heilagur páfinn, eins og þú veizt, og veitti frelsi lijá sér og gerði ítali hamslausa. Svo komu Sikileyingar og gerðu upp- reist og svo Neapólsmenn og pýndu constitution (stjórnarskrá) út úr kóngi sínum. Þá komu nú Frakkar og þótti leiðinlegt að þæfa lengur við Guizot. Þeir ætluðu að halda sér fund og tala um kosningarfrelsi, og safnast þar saman grúi til þess að sýna stjórninni, að þjóðin vill liafa meira kosningar- frelsi. Stjórninni var ekki um þetta og kreppti að um fundinn, en þá komu binir í óeirðir. Þá var skotið á þá. Þá orguðu þeir: „A has Guizot“ (niður með Guizot). Þá lét konungur segja, að Guizot væri úr völdum og aðrir frjálslyndari settir. Þeir sefast, í því er skotið á hóp nokkurn við liótel Guizots. Þá orga þeir af gremju og segja, að þetta séu allt svik um ministraskiptin og orga: „A has Louis Philipp“ (niður með Lúðvík Filippus), og eftir tvo tíma er Loðvík Filippus Ijósast nafn settur af og kominn með kerlingu sína gangandi til Englands. Frakkar urðu hráðir og ætluðu að segja til sín, en þeir vissu ekki af sér sjálfir, fyrr en öllu var kollsteypt óvart. Hvað var nú að gjöra? Republik (lýðveldi) — og á einu augahragði þá er orgað upp: „La republique Francaise — la liberté — l’égalité — la fraternité“ (franskt lýðveldi — frelsi — jafnrétti — l)ræðralag). Eli bien, monsieur, það er komin republik í Frakkland aftur og Lamartine er utanríkisherra. Thiers er lireint aftur úr, því aíf hann er ekki nærri nógu frjálslyndur. Nú er kviknað í Þýzkalandi, og á flestum stöðum láta stjórnirnar undan nema gamli Ernst í Hannóver. Hann biður þá að hafa á höfðinu. Ifann segir þeir eigi nógu gott, þeir séu ekki soltnir. Þá er nú Danmörk. Kristján 8. dó 19. jan., og Friðrik 7. kom upp daginn eftir. Ifann byrjaði með því a.ð boða constitution, sem þú sérð af blöðunum, en lítil er hún og sultarleg og rifrildið þó mest um, hvernig henni verði komið við. Hún á nefnilega að ná til Danmerkur, Slesvíkur og Holtsetalands, en ekki víðar. En nú biðja Slesvik — Ifoltsten- erne Dani vel að lifa og segjast ekki vilja neitt hafa með þá að sýsla. Danir biðja marga Holtseta að fara í rass, en Slesvik segjast þeir eiga. Hinir segja, að Slesvik fái þeir aldrei. Nú er rifizt, en hver verður endir- inn?- — að Slesvik fer sina leið held ég. Við erum að bíða póstskipsins að heyra stjórnarbylting frá íslandi, en ef hún er ekki komin, þá kemur hún, þegar fregnir koma héðan. Það veit ég. Konan mín biður ástsamlega að heilsa þér. Þinn af hjarta elskandi bróðir Jón SigurSsson. Jóni varð ekki að von sinni um stjórnarbyltingu á íslandi, enda var íslenzka Jíjóðfélagið þannig skipað, að lítill grundvöllur var hér fyrir byltingu. Hagur Jjjóðarinnar var mjög bágur, engin borgarastétt til og fátt um verkamenn í nútímaskilningi þess orðs. Að vísu urðu hér nokkrir uppsteytir, þegar fréttist um aðfarir annarra þjóða. Norðlendingar-riðu heim að MöðrUvöllum 1849 og afhrópuðu Gríni Jónsson amtmann. I Reykjavík gerðu skóla- sveinar samblástur gegn Sveinbirni Egilssyni rektor árið 1850. Þeim })ótti hann of bindindissamur og gerðu aðsúg að honum og hrópuðu: ,,Pereat“, J). e. liann farist. Jóni hefur tvímælalaust getizt lítt að þessuni aðförum, enda miðuðu ]>ær ekki til stjórnar- bóta.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.