Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 22

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 22
20 NÝJA STÚDENTABLAÐIft Ég held, að höf. hafi ekki hugsaS þessa hugsun til enda, áður en hann setti hana á pappírinn. Hvað heldur hann t. d., að laun verkamanna og annarra launþega yrðu há á atvinnuleysis- og krepputímum ef þessu lögmáli væri beitt? Ég hygg, að þau mundu fara ískyggilega nálægt nállpunktinum. Og hvað ætli ráðherra- launin yrðu há, ef þau lækkuðu í réttu hlutfalli við eftirspurn?- Auk þess er til í kapítalísku þjóðfélagi stétt manna, sem þetta lögmál mundi alls ekki ná til, en það eru atviimurekendurnir, þeirra laun standa nefnilega að mjög litlu leyti í sambandi við verðleika þeirra, heldur er það að mestu eða öllu leyti arður af því fjármagni, sem þeim hefur tekizt að helga sér. Þessi,r ann- markar hafa gert það að verkum, að lögmálið um framboð og eftir- spurn er orðið löngu úrelt sem grundvöllur að launaákvörðunum, bæði hjá Islendingum og öllum öðrum menningarþjóðum, að því er ég bezt veit. í þess stað hefur verið tekinn upp sá háttur að miða lágmarkslaun við þær kröfur, sem álitið er, að hver maður hljóti að gera til lífsins, en ákveða svo hlutfallið milli hinna ein- stöku starfsgreina eftir því, hversu mikillar sérþekkingar starfið krefst, hve mikið erfiði eða hættu það hefur í för með sér o. s. frv. þessi aðferð mundi verða nákvæmlega eins auðveld í kapítalísku og sósíalísku þjóðfélagi. Síðustu fjórir kapítularnir ganga út á að sanna, að forystumenn hins sósíalíska þjóðfélags verði að þrælast áfram meö heildar- áætlun um þjóðarbúskapinn með illu, alveg eins og þeir séu að gera þetta allt í trássi við þjóðarviljann. Til að böðlast þannig áfram eiga þeir að hafa sér við hlið heila herskara af hálaunuðum flengingameisturum eða böðlum, sem hafa „alið upp hörku hjá sjálfum sér“ og fengið tilsögn í að framkvæma „harkalegar ráð- stafanir.“ í fyrsta lagi kæmi heldaráætlun sú, sem hér um ræðir, alls ekki til greina, fyrr en meirihluti viðkomandi þjóðfélags hefði aðhyllzt sósíalisma og stæði þar með að þessari áætlun, og við skulum vona, að hinn kapítalíski minnihluti beygi sig fyrir meiri- hlutavaldinu. Raunar sýnir reynslan, að þegar svo er komið, grípa auð stéttirnar alltaf til ofbeldisráðstafana, og mætti í því sambandi benda á Spán, þar sem borgaraminnihlutinn hóf blóðuga upp- reist, þegar alþýðan hafi snúið við þeim bakinu. Og þessa dagana hafa borizt fréltir um, að borgarastéttin í Tékkóslóvakíu hafi haft í 'undirbúningi vopnaða uppreist gegn hinum sósíalíska meirihluta, enda þótt borgaraflokkarnir hafi fullkominn íhlut- unarrétt um stjórn landsins. Ymislegt fleira mætti taka til athugunar í grein Geirs Hall- grímssonar, en rúmsins vegna verður að láta hér staðar numið. Ætla ég svo að ljúka máli mínu með orðum Geirs sjálfs, lítt breyttum, en þau standa skrifuð í 9. kapítula og hljóða þannig: „Er því of mikið að fara fram á það, við þig, kæri skólabróðir, sem aðhyllzt hefur kapítalismann (hjá Geir var það „sósíalism- ann“) vegna jafnari tekjuskiptingar, sem hann hefur boðað, að þú endurskoðir afstöðu þína?“ Þættir um atvinnumál ÓLAFUR JENSSON, stud. med.: Sjávariiftvegurmn - eignasftéttin - alþýðan Allir íslendingar vita og viðurkenna, að efnahagslegt sjálfstæði landsins er grundvöllurinn að pólitísku frelsi þess. Málgögnum og málpípum eignastéttarinnar er beitt til þess ítrasta til að halda fólkinu í þeirri trú, að hinir eignalausu, þ. e. vinnandi menn, geti verið jafnsjálfstæðir, þótt þeir séu í þeim álögum að þræla allt sitt líf til þess að hafa rétt fyrir daglegu brauði sínu og sinna, meðan auðstéttin hirðir gróðann af vinnu manna og véla og vex dag frá degi að sjálfstæði, efnaliagslegu sem pólitísku. Við verðum I dag að lifa við þá staðreynd, að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í höndum fámennrar eignastéttar. Auðvaldsþjóðskipulagið á íslandi kemur í veg fyrir, að efna- hagslega sjálfstæðið og þarafleiðandi hið pólitíska dreifist jafnt niður á alla landsmenn, og veldur því, að efnahagslegt og póli- tískl sjálfstæði þjóðarinnar er sem næst samþjappað hjá eigna- stéttinni. En hún á eða öllu lieldur ræður yfir þeim atvinnu- tækjum, sem efnahagsleg afkoma þjóðarinnar byggist á. — Sjávarútvegurinn er meginstoð efnahags íslendinga og eini atvinnuvegurinn, sem beitt er við stórvirkum atvinnutækjum, að undanteknum þeim iðnaði, sem er í beinum tengslum við sjávarútveginn. Sá atvinnuvegur er því bezta athugunarefnið, ef rannsaka skal, hvaðan efnalegur og pólitískur styrkur stétt- anna er kominn. Það er mál sérfræðinganna að tala um tæknilegar hliðar sjáv- arútvegsins og fulltrúa eignaséttanna að tala þrotlaust ár og síð og alla tíð um „stórkostlegt tap“ hans og mun ég því ekki ræða um það. Ég mun leitast við að draga fram nokkrar meginástæðurnar fyrir því, hvers vegna það er lífsnauðsyn íslenzkri alþýðu að tryggja sér ráðin yfir framleiðslutækjunum, sem hún bvggir á Hf sitt og sjálfstæði. — Alþýðan hefur enga tryggingu fyrir því, að eignastéttin reki atvinnutækin í harðæri sem góðæri. öllum tvítugum og eldri munu vera í fersku minni þeir tímar, er eignastéttin sá sér hag í að binda togarana og lifði í vellystingum praktuglega á fyrningum gróðans, sem sjómenn höfðu skapað henni, meðan alþýðan varð

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.