Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 26

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Page 26
24 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ „Margir sfúdentar hefðu gerzl böðlar í fangelsum hinna fékknesku ofbeidismanna, bara ef þeir hefðu hafl lækifæri til...." Hannes á horninu, 10. marz 19b8. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hinn lítilsigldi blaðamaður Alþýðublaðsins, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, sendir okkur stúd- entum tóninn. Okkur er í fersku minni, hvernig hann jós úr fúkyrðapotti sínum svívirðingum yfir okkur og Háskóla Islands í sambandi við áramótadansleikinn síðasta, en þá munaði litlu, að hr. Jón P. Emils hefði fengið slúdentaráð til þess að kæra mann- inn fyrir meiðyröi og dylgjur. Þegar sendiráðsritari íslendinga í París, Kristján Albertsson, kemur með þá fáránlegu uppástungu, að reykvísk æska sé bezt geymd innan járngrinda á Lækjartorgi, þá fær liinn lítilsigldi blaðamaður við Alþýðublaðið, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, enn eitt kærkomið tilefni til að ráðast á æsku landsins, og hann segir 15. febr. 1948: „Ég stend me'8 Kristjáni. Ég cr sammála þess- ari tillögu lians, og ég skora á valdhafana ad hrinda lienni í framkvœmd.“ En þó kastar fyrst tólfunum, þegar þessi lítilsigldi blaðamaður ræðir í dálkum sínum stúdentafundinn vegna atburðanna í Tékkó- slóvakíu og afgreiðslu þeirra tillagna, sem þar komu fram. Um okkur hina 49 stúdenta, sem vildum afla okkur sannra og áreiðanlegra fregna af stúdentaóeirðum, sem auðvaldsblöðin sögðu, að átt hefðu sér stað í Prag, og neituðum að lýsa yfir andúð okkar á „valdaráni kommúnista í Tékkóslóvakíu“, sem auðvaldspressan laug beinlínis upp, — um okkur segir Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson m. a. þetta: „49 íslenzkir stúdentar geröust samsekir of- beldismönnum í Tékkóslóvukíu .... MARGIR ÞEIRRA HEFÐU GERZT BÖÐLAR í FANG- ELSUM HINNA TÉKKNESKU OFBELDIS- MANNA, BARA EF ÞEIR HEFÐU HAFT TÆKIFÆRI TIL.“ Með þessum orðum kveður hinn litilsigldi blaðamaður, Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson, upp þann úrskurð, að margir af þeim stúdentum úr verklýðsstétt, sem nú stunda nám við Háskóla Islands og voru í hópi hinna 49 stúdenta, sem ekki létu tryllast af lygafréttum Reuters, SÉU HREINIR OG BEINIR BÖÐLAR — ÁVALLT REIÐUBONIR TIL AÐ DREPA SAMBORC- ARA SÍNA. Mikið hlýtur Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni blaðamanni að líða illa, ef hann trúir sinni eigin lygi- og rógi. Það hlýtur að vera kveljandi fyrir lítilsigldan blaðamann að vita af allt að 49 böðl- um í kringum sig leitandi hins langþráða tækifæris.... Ég vildi mega óska þess, hans vegna, að hann leggi ekki trúnað á svona sorpskrif. Sá maður, sem segir opinberlega, að annar maður gangi með rýtinginn í erminni og leiti tækifæris til að gerast morðingi eða böðull, en leggur þó sjálfur ekki trúnað á orð sín, hann er and- lega vanheill eða mjög illa innrættur. Ég veit, að það er ofsa- fengið hatur þessa lítilsiglda blaðamanns í garð róttækra stúd- enta, sem er undirrót þvílíkra níðskrifa hans, — en fyrr má nú vera hatur. Við hinir 49 værum menn að minni, ef við drægjum þær ályktanir af drápum og misþyrmingum negra í Bandaríkj- unum og hinum smjaðurslegu skrifum Alþýðublaðsins um „hinn vestræna heim lýðræðisins og frelsisins undir forystu Bretlands og Bandaríkjanna“, að ritsjóri AlþýðublaÖsins væri samsekur eða mundi sjálfur framkvæma verknað eins og þann að stinga augun úr lifandi svertingja með spýtu. Okkur hinum 49 hefur aldrei til hugar komið að ásaka þá kollega okkar, um glæpahneigð, sem felldu á stúdentafundinum tillögu um að lýsa yfir samúð með þeim kínversku stúdentum, sem Sjang Kaisék hefur sannanlega látið myrða. Ef við hefðum sagt, að þeir væru honum samsekir um glæpina og mundu myrða, ef þeir gætu, skal ég fúslega viður- kenna, að við værum eins illa innrættir og blaðamaðurinn Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson. En þannig er okkur ekki farið. Slíkur er ekki okkar málflutningur. Þessi viðbjóðslegu skrif Vilhjálms S. Vilhjálmssonar sýna ljós- lega tíl hvaða ráða auðvaldspressan grípur í sinni vonlausu bar- áttu gegn sósíalisma og verkalýð. Það eru svona skrif, sem eru undirrót þeirra gangsteraðferða, sem danskir kommúnistar hafa verið beittir. Lítilsigldir blaðamenn á borð við Vilhjálm S. Vil- hjálmsson hafa talið fólki trú um, að kommúnistar séu morð- ingjar og böðlar og endurtekið þá lygi sína svo oft, að margt auðtrúa fólk hefur ráðizt inn í skrifstofur þeirra og rænt og ruplað og haldið sig gera þetta í sjálfsvörn. Á íslandi er enginn, sem trúir óhróðri Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, ummæli hans eru því dauö og ómerk og óþarfi að láta dómstólana fjalla um þau, en það væri ekki úr vegi fyrir hinn lítilsiglda blaðamann, að hann kynnti sér vel þau eftirfarandi orð dr. Símons Jóhanns Ágústssonar, að „Osannindi, rœklun alls konar hleypidóma, öfgar og einliliSa málafœrsla, sýkja líftaug sannrar menningar.“ I. R. H.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.