Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Qupperneq 28

Nýja stúdentablaðið - 13.04.1948, Qupperneq 28
26 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ ingar. Sú fyrri var áskorun til alþingis tnn aS samþykkja iilfrum- varpið, sú síðari um að votta tveim stúdentum, sem Geir Hallgrímsson sagði, að drepnir hefðu verið austur í Tékkóslóvakiu, samúð sína. Ekk- ert veit ég, hvaðan Geir hafði þessar upplýsingar, ekki úr Morgunblaðinu, sem sagði, að stúdentarnir hefðu verið 5, ekki frá Reuter, sent sagði að enginn stúdent hefði verið drepinn, aðeins einn særzt á fæti af slysaskoti. En hvað um það, menn samþykktu að sýna samúð á fundi, sem haldinn var 8. marz samkvæmt skipun frá þeim 200 riku, sem þá voru orðnir þjáðir at dollarapestinni. Alveg aftók hægri fylkingin á þessum- fundi að afla sér öruggra og óhlutdrægra upplýsinga um málin í Tékkóslóvakíu, áður en hún gerðj sam- þykktina. Kom mönnum það heldur ekki mjög á óvart, því að Vökumönn- um og hjálparliði þeirra er margt betur gefið en sannleiksþrá. C. -Þ. G. Menn sem skipa liáar stöður og njóta trausts, verða að gætu þess, að til þeirra eru gerðar meiri kröfur en hinna, sem einskis traust njóta. Það eru t. d. gerðar meiri kröfur til Gylfa Þ. Gíslasonar prófessors en Jóhanns Havsteen Heimdallargeneráls. Það var af þessum ástæðum, að mönnum varð tíðræddara um prófessorinn en generálinn eftir stúdentafundinn í Sjálf- stæöishúsinu 14. marz s. 1. Framkoma heggja var lík. En mönnum kom það á óvart, að til skyldi vera prófessor, sem ekki har gæfu til að hegða sér betur en Jóhann IJavsteen. LÍTILL MENNINGARÁHUGI INNAN RÍKISSTJÓRNARINNAR. Balzac talar á einum stað um „hið grófa kæruleysi stjórnarvaldanna gagn- vart öllu því, sem viðkemur gáfum, hugsun og skáldskap.11 Hann liefði eitt- livað sagt, gamli maðurinn, af hann hefði átt heima á íslandi í stjórnartíð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, því að víst er, að leitum er á stjórn, sem er eins kærulaus — mér liggir við að segja fjandsamleg — gagnvart flestu sem viðkemur menningu, og sú sem hann veitir forystu. Það er engu líkara en hún líti á bækur eins og munaðarvöru á borð við týggigúmí — sýnu gagn- minni en brennivín —- því að hún var ekki fyrr komin að völdum en hún tók fyrir allan innflutning þeirra og hefur víst haldið fastara við fáar ákvarðanir sínar, og hvað svo ramt að þessu, að gjaldeyrisleyfi fékkst ekki einu sinni fyrir nauðsynlegustu skólahókum, svo að það er ekki ríkisstjóm- inni að þakka, að ekki þurfti að loka skólum. 1 fjárhagsáætlun fyrir 1948 er gerð málamyndaúrlausn í þessu efni, en fjárveitingin er svo Htil, að sýnilegt er að hún fer mest í að greiða gamlar skuldir, sem bóksalarnir voru komnir í erlendis, svo að um innflutning erlendra bóka og tímarita, sem nefnast mætti því nafni, verður ekki heldur að ræða á þessu ári Þann liáska, sem þjóðinni er búinn af slfkri einangrun menningarlega er óþarfi að ræða, má aðeins benda á, að því aðeins stóð andlegt líf meöal Islend- inga í blóma, að þeir hefðu góð menningarsamhönd við aðrar þjóðir. Róttækir stúdentar samþykktu ályktun um þessi mál á fundi 12. febrúar í vetur, og fer hún hér á eftir: „Félag róttækra stúdenta mótmælir harðlega þeirri ákvörðun fjárhags- ráðs að takmarka innflutning á erlendum hókum og tímaritum, svo sem innflutningsáætlun ráðsins fyrir 1948 ber með sér. Bendir félagið á, að áætlaður 650 þúsund króna innflutningur bóka og tímarita fullnægi hvergi nærri ársþörf íslenzku þjóðarinnar fyrir þessum vörum. Skorturinn á vfsinda- bókum og tímaritum hér á landi, er nú slíkur, að margir stúdentar eiga alls ekki sumar þær bækur, sem kenndar eru við háskólann; hafa ekki getað fengið þær og hafa engan aðgang að nýjum vísindalegum tímaritum í náms- greinum sfnum, því að hér á landi er nær engin útgáfa á vísindaritum. Einnig cr skorturinn orðinn mjög tilfinnanlegur á öðrum bókmenntum en vísindaritum. Félagið leyfir sér að benda á þann háska, sem fólginn er í því að ein- angra landið í menningarlegu tilliti með því að taka nær alveg fyrir inn- flutning á erlendum bókmenntum og skorar á fjárhagsráð að hækka til muna áðurnefndan lið í innflutningsáætlun sinni. Sjái ráðið sér ekki fært að hækka heildartölu áætlunar sinnar, skorar félagið á ráðið að hækka þennan lið á kostnað annarra liða í áætluninni. RITSTJÓRN: Árni DöSvarssun, Eiríkur Hreinn, Jnn Eiríksson. NEISTAR „Dugnaður, ráðdeild og hagsýni“ eru algerlega gengislaus verð- hréf í kauphöll auðhyggjunnar og vit, kunnátta og atorka hafa farið sömu leiðina. ★ í þjóðskipulagi „hins frjálsa framtaks“, „hinnar frjálsu samkeppni“, „hinnar frjálsu verzlunar“ geta allir orðið miklir menn, ef þeir ástunda hinar sönnu dyggðir. Þannig er jtrédikað af agenlum auðstéttarinnar um allan heim. Og ekki er lálið sitja við prédikanirnar einar saman. Skáldsögur, leikrit, smásögur, kvikmyndir, ljóð og ævintýri eru samin á þessari forsendu. Þar fá hinir dyggu ævinlega umbun, þeir snauðu verða ríkir, þeir varnarlausu voldugir og öskubuskan hlýtur milljónaprins, höll. pels og bíl. Þessi markvissi og kerfisbundni áróður er eitt skæð- asta vopn auðstéltarinnar gegn skilningi almennings á aðstæðum þjoðfelagsins. . Argus í Þjó&viljanum. ★ ÞAÐ VAR I ÞÁ DAGA. NÚ ERU MORGUNBLAÐSMENN HÆTTJR AÐ AFNEITA RÆÐUM HANS. .......Þótt'oss væru boðin öll ríki veraldarinnar og þeirru dýrð, megum við aldrei láta fallast í þá freistni að afsala lands- réttindum fyrir silfurpening.. .....Flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík eru vafalaust ó- þarflega stórir fyrir friðarflug. Krefjumst þess að þessir stríðs- vellir verði minnkaðir svo að þeir verði við hæfi friðarins, og bægjum þannig frá oss hinni auknu árásarhættu og kröfum um hernaðarítök.....“ Gunnar Ihoroddsen I. des. 1945 í ræðn af svölum alþingishússins. Ræðan fékkst ekki birt í Morgunblaðinu. FÉLAG RÓTTÆKRA STÚDENTA sendi Háskólanum í Prag heilla- óskaskeyti hinn 7. apríl s.l. í tilefni af 600 ára afmæli skólans. BLAÐAÚTGÁFA. Stúdentaráð hefur hafið útgáfu blaðs, og mun ætlazt til, að það komi 7 sinnum á ári yfir vetrarmánuðina. Ritnefnd skipa: Árni Gunnlaugsson, stud. jur., GuSIaugur Þorvaldsson, stud. oecon og Gunnar Finnbogason, stud. mag. Kom fyrsta blaðið í marz s.l. Stúdentum býðst þarna gott tækifæri til að birta andleg afrek sín, og er óskandi, aö þessi útgáfa megi blómgast og dafna, en lognist ekki út af vegna áhugaleysis og leiðinda eins og svo títt hefur átt sér stað um blaðaútgáfu stúdenta til þessa. Um útgáfuna segir f þessu fyrsta blaði: „Með tilliti til þessa taps (þ. e. á útgáfu Garðs) og óánægju með blaðið, ákvað stúdentaráð, að nokkru í samræmi við tillögur, sem því höfðu borizt frá „Mími“, félagi íslenzku- nema, að breyla til um útgáfuna, en fela þó núverandi ritnefnd að annast hana, að nokkru að eigin geðþótta, en láta reynsluna að öðru skera úr um á hvern liátt heppilegast verði að koma blaðaútgáfunni fyrir í fram- tíðinni." Blaðið fer ekki ólaglega af stað og ættú stúdentar ekki að láta hjá líöa að gerast kaupendur. KANDIDATSPRÓF. í janúar luku prófi: I lögfræði: Högni Jónsson, Kristján Eiríksson. I læknisfræði: Bjarni Rafnar. í viðskiptafræðum: Guðmundur Skaftason.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.