Sunnudagsblaðið - 21.02.1926, Blaðsíða 3
Sunnudagsblaðið.
107
í byrjun Mar* 1886 voru kveldskemt-
anir haldnar i Glasgow í Reykjavík og
skemtu þeir: Þorl. O. Johnson, Björn
Kristjánsson og Jón ólafsson o. fl. —
Aðgöngumiðar i þá daga voru seldir
á 35, 25, og 15 aura.
Auglýsing úr Pjóðólfi 1866:
Hanskar hreinsaðir (vaskaskinns og
glacé) fyrir 15 aura parið etc.
Kvikmyndir.
»Bófarnir«. Kvikmynd í 8 þáttum, er
byggist á skáldsögu eitir Rex Beach. Æ vin-
týrarík saga frá gullfundsdögunum i
Alaska. Margir ágætir leikendur: Anna
Q. Nilsson, Milton Sills, Baibara Bed-
ford, Noah Beery, Mitchell Lewis o. m.
fl. Kvikmynd þessi verður bráðlega
sýnd hér.
»Qno Vadis«. Kvikmynd í 9 þáttum,
byggist á hinni heimsfrægu skáldsögu
Sienkiewics, sem til er í ágætri islenskri
þýðingu. Kvikmynd þessi var gerð i
Bandaríkjunum og var miklu til hennar
varið. Hinn heimsfrægi þýski leikari
Emil Jannings var fenginn vestur gagn-
gert til þess að leika i þessar kvikm.
Hann leikur Neró. Elenea Di Sangro
leikur Poppeu, Alphons Fryland Vini-
cius, Lillian Hall Davies Lygiu, A.
Habay Petronius og Bruio Castallam
Ursus. Eru þetta alt valdir leikarar.
Kvikmynd þessi verður innanskamms
sýnd hér.
»Beila Donna«. Paramount-kvikm. i
8 þáttum. Fyrsta kvikmynd, sem Pola
Negri lék í vestra. Hefir kvikm. þessi
allsstaðar verið sýnd við ágæta aðsókn,
enda er hún framúrskarandi vel leikin,
fyrst og fremst af Polu Negri. Hin að-
alhlutverkin leika: Conway Tearle, Con-
rad Nagel, Alphonse Menjou, Lois Wil-
son og Claude King. Kvikmynd þessi
verður sýnd hér í vetur.
nKútter Stormsvalan«, kvikm. þessi
er i 8 þ., gerð eftir skáldsögu Sarah P.
Mac Lean. Aðalhlutverk Barbara Bed-
ford, Renee Adoree og Robert Frazier.
Efnið er ábrifamikil sjómannasaga. í
kvikmynd þessari getur að líta Ægi í
sínum versta ham og eru þeir kaflar
hinir mikilfenglegustu, t. d. skipstrandið
við strendur Nýja Englands, en á þeim
slóðum gerist sagan. Kvikm. veitir og
góða hugmynd um sverðfiskveiðar.
Kvikm. úr sjómannalífinu eru alt af vel
sóttar hér og mun eins verða um þessa.
Y.
Smalavísa.
(Úr sænsku)
Ef hjásetan stundum mér leið finst og löng,
í lúður þá blæs eg og hef upp minn söng
Við blómin í brekkum og hliðum;
Ear ansa mér (Lergmálin dalshlíðum frá
Og dillandi skærst kveða fuglarnir smá
Við blómin í brekkum og hliðum:
Ug vist er eg alein ei einveru’ á stig,
pvi ást guðs úr hæö skin ei síður á mig
blómin í brekknm og hliðum.
Sakúntala
eða
Týndi hringuriim.
Fornindversk saga.
(Framh.).
Konungurinn beiddist þess, að ein-
búarnir' fylgdu sér á fund Kanva
búsbónda þeirra, en fyrsti einbúinn
fræddi hann um það, að Kanva hefði
nýlega tekist pilagrimsgöngu á hend-
ur til helgistaðar, ej Sómatirta /Soma-
thirtaj nefndist, og hefði það verið á-
form hans, að reyna til að afstýra
einhverjum illum forlögum, sem vissi
til að vofðu yfir Sakúntölu dóttur sinni.
Einbúinn bætti því við, að Kanva
hefði trúað þessari dóttur sinni fyrir,
að annast allar beiningar við gest og
gangandi, og mundi hún víst ekki láta
sitt eftir liggja til þess að hinum kon-
unglega gesti mætti verða sem best
fagnað.
»Farðu aftur til fórnarstarfa þinna«,
mælti konungur við einbúann, »eg
mun á meðan skoðast betur um í
hinum helga lundi og síðan hitta
Sakúntölu ykkar og votta henni lotn-
ingu mína fyrir vitringnum Kanva«.
Eftir það var konungsvagninum ekið
með hægð eftii. forsælu-vegunum í
hinum skuggasæla og ilmríka einbúa-
lundi. Konunginum fanst mikið um
hinar fögru plantanir, sem þar voru,
og allan umbúning þeirra, og horfði
unaðfanginn á hin skrautlegu tré, hina
margbreyttu runna og hin yndislegu
blóm, sem glóðu i öllutn litum. Uppi
i trjánum fram með veginum lágu ó-
tal söngfuglar á eggjum, nashornafugl-
ar, gaukar og fagurfiðraðir páfagaukar
og var grasið víða þakið af hrísgrjóna-
kornum, sem dottið höfðu niður úr
hreiðrum þeirra. Rádýrin voru að bita
grasið milli trjánna, og reistu þau
höfuðin forvitnislega þegar konungs-
vagninn leið fram hjá þeim. f*ví nær
sem konungur færðist hibýlum ein-
búanna, þvi meiri fjöldi af fuglum og
ferfættum dýrum kom til móts við
hann. Sum þeirra stygðust við komu
hans og hlupu eða lðeddust burt attur,
en sum voru svo gæf, að þau hænd-
ust þegar að vagnhestunum og fylgdu
þeim eftir.
Bæði hægra og vinstra megin veg-
arins voru stórar vatnsstæður, og
mátti þar alt umhverfis sjá nóg af
þarfaplöntum og skraut-plöntum, sem
voru vel settar með kunnáttulegri
niðurröðun.
Nú leist konungi ráðlegast að skilja
eftir vagninn, svo ekki yrði truflun af
honum, og fara fótgangandi það sem
eftir var. Hann fékk vagnstjóranum
skrúðklæði sin og tignarmerki og gekk
i veiðibúningi sínum inn í hin dýpri
skógaríylgsni, þangað sem einbúarnir
dvöldu i sínum helgu bústöðum. Hús
þeirra voru einloftuð og fordildarlaus,
en eitt var öðrum stærra og líkast til
bústaður meistarans. Á það var skráð
með stórum stöfum: »Hús friðarinsa.
Annað hús var þar óbygt og virtist
ætlað til guðsþjónustugjörðar, enda
stóð hliðið að þvi alöpið og letrað
fyrir ofan þessi orð: Hlið hins ókomna«.
Allar þessar byggingar voru sundur-
greindar frá hinum öðrum pörtum
lundarins með breiðum götum, gras-
reitum og háum girðingum.
Rétt i þvi konungurinn var að setj-
ast niður undir tré nokkru, heyrði
hann að einhver talaði skamt frá hon-
um, það var að eins runnur í milli,
og heyrði hann glögt að sagt var með
skærum og glaðlegum kvennmanns
málrómi: »Hérna er það leiksvstur
minar! komið þið hingað«.
Konungurinn gekk inn i runninn
svo hann fengi að sjá hana, sem þetta
talaði, en yrði þó ekki séður af henni.
Þá sá hann þrjár yndisfagrar einsetu-
meyjar og héldu þær á vatnskönnum.
Á eina af þessum yngismeyjum varð
honum einkar starsýnt. Hún var svart-
eyg og stóreyg; augnatillitið bar vott
um blíða og djúpa sál; á vörum
hennar lék góðlegt bros og alt yfir-
bragð hennar var hið vingjarnlegasta.
Hárið liðaðist hrafnsvart með hinum
mjúku og blómlegu vöngum og hrundi
í lausum Iokkum niður um hinn snjó-
hvíta háls. Hún var búin sem einsetu-
kona í gráan basthjúp, og skartaði
hann vel við andlit hennar og var
nógu nærskorinn til þess að móta fyrir
fegurð vaxtarlagsins. Undir eins fann
konungurinn það á sér, að þessi dá-
samlega kvennfegurð dró hann að sér
með ómótstæðilegu afli. Hann sagði
við sjálfan sig: »Fyrst að meyjarnar,
sem búa afsiðis i einbúa-skóginum
eru svo margfalt fríðari en kvennfólk-
ið í borgunum, þá segi eg: burt með
tystigarðs blómin í minni kónglegu
aðsetursborg, þau jafnast ekki við
skógarblómin, hvorki að ilm né lit-
prýði«.
Feginn mundi hann hafa gefið sig
fram og ávarpað hina yndislegu mey,
en þó hafði hann meira gaman af að
hlera úr fylgsni sínu og heyra hvað
meyjarnar töluðu saman.
»Sakúntala minl« sagði önnur vin-
stúlkan, »þú átt mikið hrós skilið fyrir
það, að þú hlýðir boðum Kanva föð-
ur okkar og vökvar trén svo kostgæfi-
lega«.
»Ekki skaltu halda«, sagði Sakúntala
»áð það sé einungis skipun föður
okkar, sem gerir mig kostgæfna, þó
hún ein mætti vera mér nóg hvöt.
Það kemur eins mikið til af þvi, að
eg sjálf elska þessar plöntur eins og
eg væri systir þeirra. Eg skoða vand-
lega á þeim hvern nýútsprungin lauf-
hnapp, og þykir svo hjartans vænt
um, þegar blessað ungviðið, sem eg
vökvaði kvöldinu áður, vaknar endur-
hrest á morgnana og teygist með lim-
ar sínar og laufblöð upp á móti Ijós-
inu eins og til að færa þakkir, eða þá
þegar trén eru þyrst og benda mér
biðjandi með sinum laufkviku grein-