Sunnudagsblaðið

Tölublað

Sunnudagsblaðið - 21.02.1926, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 21.02.1926, Blaðsíða 4
801 Sunnudagsblaðið. ------ RÆEIIR ------------ þessar fást á afgreiðslu Sunnudags- blaðsins: Rökkur, I. árg................kr. 3.00 Rökkur, II. árg.................— 2.00 Rökkur, III. árg...............— 2.00 Axel, eftir Tegnér, i bandi ... — 1.00 Redd-Hannesarrima, eftir Stgr. Th..........................— 2.00 Ljóðaþýðingar, I. b., eftir Stgr. Th., i bandi, lakari pappír. . — 5.00 Sama bók, betri pappir.......— 7,00 Sama bók heft, betri pappír . — 5.00 Sama bók heft, lakari pappir . — 3.00 Æfintýri íslendings, eftir A. Th. — 2.00 Útlagaljóð eftir A. Th.......— 2.00 N.B. Veröið á flestum bókunum mikið lækkað. — Bækur sendar hvert á land sem er gegn póstkröfu. Amerisk timarit að jafnaði fyrir- liggjandi: The Pathfinder, hcftiö.........kr. 0.25 The Literary Digest, heftið . . — 0.50 The Saturday Evening Post . . —' 1.00 Photoplay................... — 2,00 JptW* Hanes“ >r nærfötin eru nú komin aftur, og hefir verðið nú lækkað. »Hanes« nærföt eru viðurkend fyrir gæði, þau eru þlý og þægileg, ódýr og sterk. rimaCdm ''fhnawt. um, að koma og vökva sig. Líttu þarna á kerara-tréð, sérðu ilöngunina, hvernig það mænir á vatnskönnuna mína um leið og það titrar i vind- blænum? Bíddu eitt augnablik, þú óþolinmóði skuggabróðir, heldurðu eg ætli að gleyma þér?« Þannig mælti Sakúntala og flýtti sér að trénu til að sýna því ástaratlot og færa þvi vökvun. í*á tók hin vinstúlkan til orða og sagði við Sakúntölu: Yndislega vafn- ings-planta! þetta fer þér prýðilega. Stattu stundarkorn enn hjá þinum elskaða, og faðmaðu hann einu sinni enn, svo við getum dáðst að þér eins og hinum vafnings-plöntunum, systr- um þínum. Yið segjum þá að varir þínar séu orðnar að laufhnöppum, þínir mjúku armar að ungum grein- um og elskutöfrar æsku þinnar að ilmandi blómskrúði«. »Alténd ertu nógu sætmál«, svaraði Sakúntala; »það var ekki um skör fram að þú varst kölluð Príamveda«.* | Bruna- og- sjóvátryg-gingar | ^ eru hvergi ábyg-gilegri en hjá ^ ITROLLE & ROTHE | (Eimskipafélagshúsinu). ^ ^ Sliaðabótn-algreiðsla hvergi fljótari. ^ j SSíini 235. - Hringid strax! ^ »Heyrðu góða mín!« sagði Príam- veda við þá, sem fyrst hafði talað; »ef eg mætti birta alt, sem Sakúntölu býr í brjósti, þá gæti eg enda sagt meira. Það er grunur minn, að hún hafi hugann á einhverju öðru, þegar hún er sem sætmálust við trén; hún hefir þau vist til blóra. Ætli það vaki ekki fyrir henni, að þetta eftirlætistré sé einhver gjörfuglegur yngissveinn? Þegar hún sér mangó-viðinn þarna með vafnings-hrislunni alblómgaðri, sem fléttar sig utan um hann, þá mun hún hugsa með sjálfri sér: Þessi mangó-viður fyrirmyndar mér einhvern ágætismann, einhvern riddara eða konung, sem siðar meir mun verða minn brúðgumi; eg mun þá umvefja hann örmum minum eins og hrislgn þarna vefur sig um tréð, og í hriðinni og storminum skal hann vera mitt skjól. Skyldi mér þá auðnast að finna slikan unnusta i þessum afskekta einbúa-skógi?« Sakúntala roðnaði um leið og hún hallaðist fram með vatnskönnu sina og mælti: iiÞað ert meira en spákona, Príamveda! en samt held eg þetta sem þú sagðir eigi fremur heima hjá þér en mér«. »Nei, ekki er eg spákona«, ansaði Príamveda, »eg þarf sannarlega ekki að vera það til þess að geta sagt þér fyrir, besta vina mín! að þú munt á sinum tíma eignast þann mann, sem öllum er ágætari; en það er ekki heldur nema jafnræði, þar sem þú sjálf hefir þvilíkt andans og líkamans atgjörfi til að bera«. Sakúntala ætlaði að svara henni og færast undan lofinu, en þá kom að hendi nýtt atvik, sem varð til að slíta þessu tali þeirra. í þvi hún seildist niður með hendina til að kippa upp blómstri einu, þá flaug að henni illi- leg og áfjáð býfluga og vildi stinga hana. Hún varð hrædd við býið og varðist því eins og hún gat með hönd- unum og hopaði undan til hliðar. t*að var alt til einskis, býið varð æ því á- leitnara. f*á bað Sakúntala vinstúlkur sína að hjálpa sér, en þær gerðu ekki annað en hlóu og striddu henni. »Kallaðu á Dússianta konung«, sögðu þær, »bann hvað vera kominn hingað í dag; einbúalundurinn er undir hans vernd, og honum er því næst að verja þig fyrir þessum friðarspilli«. „Konaii6* heitir einhver frægasta kvikm. Normu Talmadge. Meðleik- endur hennar eru Wallace Mac Don- ald, Bradon Hurst, Paulette Duval o. fl. Einkar fögur mynd af Normu Talmadge í þessari kvikm. er birt i 25. tbl. Sunnudagsblaðsins. í þessu hlutverki fær Norma Talmadge tæki- færi til að sýna hve f|ölhæf leikkona hún er. Hltverkið er sem skapað fyrir hana. Hún leikur dansmærina Polly Pearl, er allir Lundúnabúar þyrptust til þess að sjá. Hún varð ásthrifin af ungum aðalsmanni, er skildi við hana, þá er hún var þunguð orðin af hans völdum. Spor hennar liggja til Mar- seille og þar elur hún sveinbarn. Einnig það var frá henni tekið. Á- takanlegur þáttur í kvikm. er leit hennar að drengnum. En hún finnur hann ekki. Og árin líða. Hún erfir velgerðarkonu sina i Marseille. En hún ber sifelt sorg i huga. Móður- hjarta hennar er altaf jafnheitt.---- En í styrjöldinni miklu var margt enskra hermanna. í Marseille Og enn vonaði hún, að hún mundi finna dreng- inn sinn. Og tilviljun ein réði, að svo varð, og lýkur þar raunum hennar. Kvikm. þarf engra meðmæla. Enginn kvikmyndavinur efast um, að Norma Tahnadge leysi slíkt hlutverk snildar- lega af hendi. Nýir áskrilendur fá eina af þessum bókum í kaupbæti: Rökkur II.,.........verð kr. 2.00 — III., *........ — — 2.00 Redd-Hannesarríma ... — — 2.00 Ævintýri Islendings ... — — 2.00 eða 2. krónu afslátt af þeim bókum öðrum, sem fást á afgreiðslu blaðsins. Þessi kaupbætiskjör eru bundin því skilyrði, að menn hafi gerst áskrif- endur frá byrjun árgangsins og greitt andvirði hans (kr. 5.00) að fullu. Sömu kjör gilda fyrir gömlu áskrifendurna. Til þess að fá kaupbæti sinn þurfa þeir að eins að sýna kvittun fyrir andvirði II. árg. á afgreiðslunni, sem er opin dagl. ?kl. 4—7. SunnudagsblaOið. * P. e. loftunga.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.