Sunnudagsblaðið

Útgáva

Sunnudagsblaðið - 08.08.1926, Síða 2

Sunnudagsblaðið - 08.08.1926, Síða 2
902 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Aleinn við ána. Því 'græt eg.svo glófögrum tárum? þó gengur eí neitt að mér. Eg sit hérna aleinn við ána og enginn til mín sér. Þú þarft ekki 'að hugs'a að eg harmi, þó heit þín þú ryfir við mig. því óðara eg hratt þér úr huga, og hugs'a alclrei framar um þig, Ig gá að þú varst ei þess virði, að vegna þín feldi eg tár, og lindin er þornuð og þrotin, nú þerra eg tárvotar hrár. Eg sá þú varst svikul í trygðum, en sáttur eg rétti þór hönd, því ánægður má eg þess minnast, að milli okkar sleistu öll bönd. Hví græt eg þá glófögrum tárum, fyrst gengur ei neitt að mér? CE, eg var að gráta þá glópsku, að ginnast lét eg af þér. En glópskau skal gjöra mig hygginn. þá græðist hvað áður var mist. — í>að var aðeins óstöðug ástmey, sem clskað eg hftfð' ?r. jLJiia. Haustblóm eftir Ivan Nazliivin „Leyfið mér að kynna mig sjálfan. Eg er Zakhorzhevsky, leikhússjóri Nýja leikhússins‘, sagði gesturinn 'kurteislega. „Mér er ánægja að kynnast yður .Gorið svo vel að setjast við botðið. Eg ætla að loka glugganum. Get eg orðið yður að liði á ein- hvarn hátt? Ivan Konstantinovitch settist ígamlahaiða armstólinn. „Fyrst leyfið mér að þakka yður innilega fyrir þær gleðistundir, sem jeg hefi átt, er eg hefi lesið hinar ágætu bækur yðar. Bær hafa veitt mér mikið yndi. Zakhorzhevsky hneigði sig lítið eitt. Hann varð á að giska um fertugt. Hann var virðu- legur ásýndum og andlitsvipurinn hreinn og aðlaðandi. Ivan Konstantinovitch hneigði sig í þakkar skyni fyrir ummæli gestsins, en það var eigi sjeð á svip hans, að hann hirti um lof. Gesturinn starði á hann aðdáunaraugum „í öðru lagi. Eg hefi komið til yðar í við- skiftaerindum. Vafalaust kannist þér við Ivan Lkhov prófessor. Við erum vinir. Hann er að skrifa um nútíðar bókmentir og las fyrir skömmu að nýju rit yðar. Leikrit yðar höfðu djúp áhrif á hann. Ekki síst söngva leikrit yðar, „H’’°rðsvní"":"in<<. Hann kom til mín kvöld eitt og las það upphátt fyrir mér. Eg varð þegar stórhiifinn af þvi. Eg skildi ekki i því, að siíkur gim steinn skyldi ekki hafa vakið eftirtekt og hrifni almennings. En eg veit nú hver ástæðan var Það var leikið á óheppilegum tima, þegar stjórnarbyltingin, illu heilli, braust út, og þér sömduð hið fræga ávarp yðar. „Hefjið verkföll en —“ Vegið ekki“, sagði Ivan Konstantino- vich brosandi, er hann sá, að gesturinn mundi ekki einkunnarorðin. „Afsakið" sagði gesturinn og hijóp roði í kinnar honum. „Eg safnaði öllum leikurum mínum samati og las leikritið fyrir þeim. Eg sagði þeim að að það væri eftir nýtt skáld. Þeir voru stór- hrifnir . Og mikil var undrun þeirra, er eg sagði þeim eftir á, að leikritið væri tuttugu ára gamalt. Og nú er það ósk okkar allra að að æskja leyfis yðar, að „Hjarðsveinninn verði fyrsta leikritið, sem leikið verður i haust. Allir leikararnir vildu koma með mór og leggja mér liðsyrði, en eg hugði að það mundi baka yður óþægindi að óþörfu. Fáist nú leyfi yðar, væri kanske hentugast að við kæmum öll saman hór, og þér læsuð leikritið fyrir okkur öllurn og gæfuð okkur bendingar þær sem þér telduð nauðsynlegar. —“ Tílfinningum Ivan Konstantinovich verður ekki á þessari stund með orðum lýst. Hon- fanst að steini hefði verið velt af gröf, sern hann hefði verið kviksettur í. Og hsnn reis upp og það var sól og vor alt í kringum hann. Hann reyndi að láta ekki bera á hug- arhræringu sinni. „Auðvitað er leyfið auðsótt. Mér er það mikið gleðiefni að veita það. En eg vildi held- ur fara á fund ykkar. Bað er löng leið hing- að. Og hér er svo þrðngt. Hvert er einkanafn yðar?“ „Arcady Feodorovitch“. Gesturinn reis á fætur og hneigði sig. „Eg kýs heldur að komá á fund yðar Arcady Feodorovich. Nefnið að eins stað og stundu“. „Hvenær-sem yður hentar best.“ „Hvenær sem er mín vegna“. Beii mæltu sér mót á heimiii Arcady's klukkan þrjú næstu sunnudag. „Og nú“, mælti Arcady, „mun eg eigi tefja yður lengur". „fér tefjið mig ekki“ sagði Ivan Konstant- vitch glaðlega." „Hinkrið við og etið kvöldverð með okkur“. „Bestu þakkir“ sagði Arcady Feodorovitch hneigði sig. „En eg verð að hraða mér. Eg á að vera í leikhúsinu klukkan sjö“. „Jæja,“ sagði Ivan Kónstantinovitch. „Eg fer með yður til stöðvarinnar. Það er mér á- nægjuefni að ræða frekar við yður á leiðinni þangað. Auk þess geng eg þangað á hverju kveldi til þess að sækja fréttablöð mín, göng- unnar vegna.“ Arcady Feodorvitch opnaði dyrnar og hvor um sig vildi sína hinum sem mesta kmteisi. Hvor um sig vildi að hinn gengi á undan. í göngunum beið Sophia Aiexeyevna. Hún hafði smeigt sór í sparifötin og hlustað á meiri hluta samræðu þeirra. Ilún þót.tist viss um að gesturinn væri mektar-maður, en ekki einu M pe«öum bókaútgefendum, sem rey v. að fá haudrit höfundanna — fyrir litið, fólks ins vegna. Sophia bauð gestinum tevatn og brauð og nýtt hunang. „Hvergi í Moskva fáið þér jafngott hunang ekki einu sinni hjá Yehiseyv‘s.“ En gesturinn afþakkaði og Sophia sagði að sér væri það hrygðarefni, hve hraðan hann hefði á. Arrdlit hennar var eitt bros, en það bar fölsku hugarfari vott. Ivan Konstantin- ovítch var bros hennar ógeðfelt. Hann setti á sig gamla lina hattinn sinn og tók viðarlurk- inn, sem hann stubdist við. Hann og Ai cady hneigðu sig enn hvor fyrir öðrum. Loks kom ustþeir út.Skúr var nýfarin hjá. Vegurinn rakur. Ilmur í lofti. Fuglarnir sungu á greinum birki- trjánna. „Bað er dásainlegt í sveitinni," sagði Aicady ánægjulega, eins og títt er um borgaibúa, sem skreppa upp í sveit úr borgarrykinu á góðviðrisdegi „Og loftið er fyrirtak,“ bætti hann við Hann leit í kringum sig með gleðisvip. Svo óku þeir af stað í skrautlegu bifreiðinni og fóru breiða veginn, sem liggur um skóg- inn gamla, meðfram ánni. Ivan Konstantin- ovitch spurði Arcady margs um nýja leikhús- ið og hann fókk góð og greið svör. Auðfund- íð var að Arcady hafði mikinn áhuga fyrir starfi sínu. B-gar á stöðina kom tók Ivan Konstautinovitch innilega í hönd hans, þessa manns sem naiOl á skamri stund vakið lif»- gleðina af svefni í huga hans. Hann fór síðan og sótti blaðið sitt, Russkia Viedosty ogspjaldbréf frá Söshu til Sophiu, og gekk svo hratt heimleiðis. Hann raulaöi íyrir munni sér gömul ijoð. Og svo fló hugur hans t.il „Hjarðsveinsins“ og hanu reyndi að gera sór i hugarlund hvernig ijóðleikur haus yrði leikinn og sunginn í Nýja leikkúsiuu. „Loksins“ umlaði hann og pjakkaðilurknum i mjúkan jarðveginn: „Loksins hafa þeir fundið — skilið.“ Hvarmar hans urðu rakir af táium. Og hann fyrirvaið sig ekki. Vor! voi! ------Begar hann kom heim var kvöld- matur á borði, tireðkur úr garði hans, nýtt smjör af strokknum og ostur og brauð. Og konan hans helti staup fult af vodka handa lionum. Hann át og vaið léttur í lund. Að kveldverði loknum ætlaði hann að sitja í les- stofu sinni og lesa að nýju ritið, sem honum var kærast, Ijóðaleikinn hans sjálfs um hjaið- sveininn og ástar æfintýr hans. „Borga þeir vel?“ spurði Sophia Alexeyvna. „Auvitað", sagði rnaður hennar eins og viðuLan. „Hve rnikið?" spuiði Sophia og tók við diski er Stephania, vinnukonan ,iétt.i henni. „Bú verður að gæta þín fyrir þessum leik- hússtjórum. Þeir eru allir refir.“ „En þessi maður er forstjóri Nýja leíkhúss- ins“ sagði Ivan Konstantinovítch og það var stolthreimur í rödd hans. „Gerir engan mismun. Á þínum aldri verða menn að fara varlega. Sérhver verður að skara eld að sinni köku. Hefðir þú gert, það þyrft- um við ekki að buaa i þessum afkima. Hugs- aðu um hvað Gorky hefir —“ Framhald.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.