Dvöl - 04.02.1934, Qupperneq 3

Dvöl - 04.02.1934, Qupperneq 3
REYKJAVIK 4. febr. 1934 I. ÁRGANGUR 7. hefti vö e_ Skartgripirnir. Eftir Guy de Maupassant. Monsieur Lantin kynntist ungu stúlkunni fyrst í kveldboði heima 'fjá einum starfsbróður sínum og varð þegar gagntekinn af ást til hennar. Hún var dóttir skatt- heimtumanns eins utan af landi, seni nú var andaður fyrir nokkr- "m árum. Hún hafði flutzt til Par- 'sar ásamt móður sinni. Gamla konan liélt vinfengi við nokkrar ijölskyldur i grenndinni, i þeirri von, að rekast á mannsefni handa l|ngu stúlkunni. Þær voru fátæk- ar og liöfðu á sér gott orð, við- mótsþýðar og hóglátar í kynningu. Unga stúlkan var sönn. imynd þeirrar dyggðugu stúlku, ' sem hvern skynsaman, ungan mann dreymir um að fastna sér æíilangt einhyern daginn. Látlaus fegurð hennar hafði yfir sér yndisþokka hreinleikans, og hrosið Ijúfa, sem stöðugt lék um varir hcnnar, var eins og spegilmynd af hennar eig- 'n sál. Allir luku lofsorði á liana °g þreyttust aldrei á j)vi að segja: »>Sæll er sá, er vinnur ást hennar. Uetri konu er ekki unnt að fá“. M. Lantin var fulltrúi í innan- 'ikisráðuneytinu og fekk þrjú þúsund og fimm hundruð franka í kaup á ári. Hann bað hennar og kvongaðist henni. Hann var sælli í sambúðinni við bana en orð fái lýst. Hún stjórn- aði öllu innanhúss af þvílíkri snílld og hagsýni, að aldrei var annað að finna, en þau lifði í alls- nægtum. Hún var manni sínum afar umhyggjusöm kona, lék við hann á allar lundir, og svo var hún yndisleg, að sex árum eftir að þau giftu sig, komst M. Lantin að raun um það, að liann elskaði hana jafnvel meira nú heldur en hann liafði gerl, fyrst þegar hann kvnnlist henni. Hann fann aðeins tvemit að lienni: livað liun liafði gaman af því að fara í leikluis og livað hún var gefin fyrir eftirlíkta skart- gripi. Kunningjar hennar (hún liélt vinfengi við konur nokkurra lágt sellra embættismanna) út- veguðu henni oft sæti í leikhúsinu, jafnvel við frumsýningar. Og þangað dró hún manninn sinn með sér, nauðugan viljugan, og þetta þreytti hann ógnarlega, eft- ir unnið dagsverk. Svo bað liann liana um að fara í leilchúsið með einliverri konu,

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.