Dvöl - 04.02.1934, Blaðsíða 4

Dvöl - 04.02.1934, Blaðsíða 4
2 D V Ö L 4. febrúar 1934 sem hún þekkti og gæli fylgt henni heim á eftir. Fyrst lengi vel vildi hún ekki heyra slikt nefnt, því að henni fannst það tæplega viðeigandi. En að lokum lét hún tilleiðast, og hann var afar þakk- látur. Jæja. Þessar leikhúsgöngur hennar kveiktu fljótlega hjá henni töngun til þess að búa sig skraut- lega. Satt var það, að lcjólarnir hennar voru einfaldir að gerð og lýstu alltaf góðum smeklc, alveg yfirlætislausir, og yndisþokki hennar, látlaus, brosandi fegurð hennar, naul sín enn betur vegna þess, hve klæði liennar voru við- hafnarlaus. En svo fór hún að skreyta sig með eyrnadjásnum, sem glitruðu og hlikuðu eins og egta demantar. Hún fékk sér fest- ar og falskar perlur, armbönd af eftirlíktu gulli og hárspennur greyptar gleri sem leit út eins og reglulegir gimsteinar. Maðurinn hennar var liálfhneykslaður af þessari tildursemi ,og löngum var þetta viðkvæðið hjá honum: — Úr því þú hefir ekki efni á því að kaupa ])ér egta skrautgripi, þá ættir ])ú, elskuleg, a-ð láta þér nægja að búast þinni eigin fegurð og yndisþokka, sem er fegursta djásn hverrar konu. Þá brosti hún bliðlega og sagði: Hvað á ég að gcra? Mér ])yk- ir gaman að því. Þetta er minn eini breyskleiki. Ég veit, að þú hefir rétt fyrir þér, en eðlinu get- ur enginn breytt. Svo vafði hún perluliálshand- inu um fingur sér og lét ljósið blika i skyggðu glerinu og sagði: — Er þetta ekki yndislegt? Mað- ur gæti svarið fyrir, að þetta væri ekki egta! Og þá varð hann að svara, góð- látlega brosandi: — Þú hefir Sigöjnasmekk, elskuleg. Mörg kvöld, þegar þau sátu ein saman við arininn, tók hún upp leðuröskjurnar með „draslinu14, sem M. Lanlin kallaði svo, og lagði þær á tehorðið. Hún gat sökkt sér niður i það að skoða þessar eftir- liktu gersemar í lcrók og kring, ])að var sem hún nyti djúprar og duldrar gleði. Og oft var það, að liún vildi endilega fá að leggja perlufesti um hálsinn á mannin- um sinum. Svo hló hún dátt og mælti: Hvað þú ert nú spaugilegur! Svo kastaði liún sér í fangið á honum og kyssti hann ákaft. Vetrarkvöld eitt fór liún á söiig- leik og þegar hún kom heim, hafði hún ofkælt sig. Morguninn eftir var hún með hósta og álta dög'uni síðar dó hún af lungnabólgu. iJað lá við, að M. Lanton fylgdi henni eftir í gröfina. Örvænting hans var svo sár, að hann varð hvítur fyrir hærum á tæpum mán- uði. Hann grét frá morgni til kvölds. Óbærileg sorg nísti hjarta hans og endurminningin um lton- una lians dánu gekk honum aldrei

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.