Dvöl - 04.02.1934, Síða 14
12
D V O L
4. febrúar 1934
Kaffib olli.
Eftir Ivan Cancar.
Um æfina hefi ég oft hryggt þá
veru, sem ég unni mjög. Það er
trú min, að um þetta sé líkt farið
og syndiria gegn heilögum anda,
sem hvorki yerður fyrirgefin
])essa heims né annars.
Minningin um þetta getur sofið
í mörg ár, nærri því gleymzt í ys
og erli hins daglega lífs. Svo vakn-
ar hún skyndilega. Það getur
skeð á gleðimóti, eða i iiræðileg-
um draumi um þögla nótt. Og
hún leggst þungt á sálina, hún
l)rennir og kvelur samvizkuna,
eins og- verknaðurinn sé nýlega
framinn.
Aðrar minningar er hægt að
þurka út og afmá með góðum
verkum, heilögum hugsunum eða
djúpri iðrun. En þessi gleymist
aldrei. Hún hvílir alltaf eins og
skuggi á sálinni. Hversu feginn
myndi maðurinn ekki reyna að
þvo þennan blett af samvizkunni,
reyna að draga úr afhrotinu ....
Það var ekki alveg svona slæmt
.... Þú ert of viðkvæmur og ger-
ir úlfalda úr mýflugunni ....
Þetta var aðeins tilviljun, slikt
skeður oft á dag, myrkranna á
milli .... En þetta er aðeins
svikul Imggun, þvi maðurinn veit
mjög vel og finnur sárlega til
þess, að hann er einungis að
hlekkja sjálfan sig. Verlcnaðurinn
er og verður hinn sami, hvort
lieldur hann er framinn sjaldan
eða oft, einu sinni eða þúsund
sinnum.
Hjarta mannsins er ekki eins og
hegningarlagabálkur, sem gerir
greinarmun á ásetningi og gálevsi,
drápi og morði. Hetjan eyðir og
drepur með sverðinu, en svikarinn
gerir hið sama með einu augna-
tilliti. Og hjartað er fúsara til að
fyrirgefa hið fyrra lieldur en hið
síðara.
Ekki likist hjartað lieldur trú-
arkenningum kirkjunnar, scm að-
greina syndirnar í stórsyndir og
smásvndir, dauðasyndir og fyrir-
gefanlegar syndir. Hjartað er rétt-
látur, óskeikull og ólilutdrægur
dómari. Það dæmir hinar leynd-
ustu hugrenningar, skyndilegt
augnatillit, sem engiun sér; allar
liugsanir mannsins, sem ekki eru
látnar i ljós. Það leggur jafnvel
dóm á það, hvernig maðurinn
gengur, I)er að dyrum eða drekkur
te. Iljartað er rannsóknardómari,
sem sannprófar innstu fylgsni
mannlífsins.
Trúarlærdómarnir taka ekki til
allra synda og vissulega ekki til
þeirra þyngstu. Væri hjarta vort
skriftafaðir, hversu langar og
hræðilegar játningar yrði það þá
ekki að lieyra!
Syndir, sem liægt er að kannast