Dvöl - 04.02.1934, Blaðsíða 16

Dvöl - 04.02.1934, Blaðsíða 16
14 D V Ö L 4. febrúar 1934 Skortur á ímyndunarafli getur gert manninn grimman og vond- an. Þegar ég bað um kaffið leit móðir mín undrandi og hikandi á mig, en svaraði engu. Ég fór út úr stofunni i fýlu og ólund, án þess að segja meira og gekk upp í þakherbergið mitt. Þar skrifaði ég um „Milan og Breda sem unnust“, bamingjusamt, bóg- látt hefðarfólk. Þau leiddust ung og glöð um döggvott engið í tindr- andi morgunsólskininu. Nú heyrði ég hægt fótatak. Það var móðir min.'Hún gekk hægt og varlega og liélt á kaffibolla. Ég minnist þess nú, að hún hafði aldrei verið yndilegri. Geislar kvöldsólarinnar skinu inn um her- bergisdyrnar og leiftruðu í stóru skæru augunum hennar. Þau ljómuðu af ást og gæðum og var sem þau stöfuðu himneskri birtu. Hún brosti eins t)g barn, sem ætlar að koma að óvörum með fagra gjöf. En ég snéri mér undan. „Láttu mig vera i friði“, sagði ég hrana- lega. „Ég kæri mig ekki Um þetta kaffi þitt. Hún var ekki komin uþp úr stig- anum, svo ég sá hana ekki alla. En ég sá að svipur liennar breytt- ist við orð mín. Hún stóð hreyf- ingarlaus og höndin sem hélt á kaffibollanum titraði. Gleðiljóm- inn í augum hennar hjaðnaði og óttasvipur kom i staðinn. Ég stokkroðnaði af blvgðun og spratt upp á móti henni og sagði með á- kafa: „Fáðu mér það, móðir min, fáðu mér það“. Það var ol' seint. Birtan var liorfin úr augum hennar og brosið af vörunum. Ég drakk kaffið og reyndi að hugga mig við það, að ég skyldi síðar um kvöldið sýna benni þá sonarlegu blíðu og þalck- læti, sem ég nú hafði vanrækt. En ég gerði það ekki, hvorki um kvöldið né daginn eftir, ué heldur daginn sem ég fór. Þrem eða fjórum árum síðar var ég erlendis. Dag nokkurn kom ókunnug stúlka með kaffi til mín inn í herbergið mitt. Þá fór skyndilega hrollur um allan lik- ama minn og nístandi liarmur gagntók gervalla sál mina. Mér lá við að æpa upp yfir mig. Því hjartað er réttlálasti dómar- inn. Það lætur aldrei blekkjast. K. Þ. J. þýddi. Veit ú illt. Það var gömul trú í sumum löndum, að miklar giftingar væri fyrirboði styrjaldar. Húsfreyja: Það er hræðilegl Iive margt fólk giftir sig í ár. Það boðar ófrið!“ Húsbóndinn: Já, vissulega, — innanlands“. —

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.